Til hamingju Suðurnesjamenn.

//

Norðurál á í viðræðum við fimm evrópska banka um fjármögnun álversbyggingar í Helguvík. Ágúst F. Hafberg, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar og samskipta Norðuráls, vonar að þeim viðræðum og eins viðræðum orkufyrirtækja um fjármögnun ljúki á næstu mánuðum. Hann segir að töf á fjármögnun vegna bankahrunsins seinki framkvæmdinni um 6-12 mánuði. Nú er stefnt að því að gangsetja fyrsta áfanga álversins í Helguvík eftir mitt ár 2011.

Maður verður að óska suðurnesjamönnum til hamingju með
þessa framkvæmd, ekki er það fólkinu þar að kenna að við
hér norðan heiða fáum ekki álver alveg á næstunni það er
heldur ekki fólkinu að kenna að stjórnmálamenn þessa lands
eru ekki að standa sig sem skildi.
Þeir munu bara súpa seiðið af því síðar.

Þekki vel atvinnusöguna á suðurnesjum og þetta Álver þurfti
að koma eða eitthvað sambærilegt, því annars hefði allt farið í
kalda kol, og alveg sérstaklega nú eftir að allt féll.

Ég veit líka að Suðurnesjamenn hugsa vel til okkar, enda margir
að norðan komnir og ekki veitir af því hér er allt að sigla í strand.

Bara til hamingju fólk Suðurnesja.
Kveðjur frá Húsavík


mbl.is Helguvík í gang 2011
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Meðan hvalabátarnir siglar þá strandið þið ekki

Ásdís Sigurðardóttir, 4.1.2009 kl. 15:33

2 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Sama hvaðan og hvar gott kemur ef kalla má álver gott.

Helga Magnúsdóttir, 4.1.2009 kl. 16:29

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ásdís hvað meinar þú elskan?.

Álver er aldrei gott, en það skapar vinnu sem er ekki til.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.1.2009 kl. 16:34

4 identicon

Hvað er vont við álver?

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 18:16

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ég veit það ekki nema að það hefði verið æskilegra að fá annann iðnað,
tel að vinnan fyrir opnun Álvers sé sú versta, en lukkan okkar er að við munum ekki finna eins fyrir því eins og austanmenn þar sem virkjunnarframkvæmdir eru af öðrum toga hér.
Svo er nú málið bara það að maður veit svo sem ósköp lítið um þetta nema það að þetta skapar vinnu og hana þurfum við og það hið fyrsta.
Kveðja Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.1.2009 kl. 18:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.