Hafnfirðingar standið ykkur!

Þéttskipað á borgarafundi í Hafnarfirði

Ég fylltist stolti er ég þessa mynd augum leit.
Hafnfirðingar ætla að standa á sínu.


Húsfyllir er nú á borgarafundi í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði, sem hófst fyrir stundu. Yfirskrift fundarins er „Stöndum vörð um starfsemi St. Jósefsspítala og framtíð heilbrigðisþjónustu í Hafnarfirði," en sú ákvörðun heilbrigðisyfirvalda að hætta starfsemi St. Jósefsspítala í núverandi mynd hefur vakið hörð viðbrögð bæjarbúa.

Gunnhildur Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur setti fundinn sem hófst kl. 14. en meðal framsögumanna eru Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra, Lúðvík Geirsson bæjarstjóri og Almar Grímsson bæjarfulltrúi. Þá taka einnig til máls Ragnhildur Jóhannsdóttir hjúkrunarfræðingur, Almar Grímsson bæjarfulltrú og Kristín Gunnbjörnsdóttir formaður Bandalags kvenna í Hafnarfirði. Að loknum framsögum verður mælendaskrá opnuð.

Fundurinn er haldinn að frumkvæði áhugamannahóps um framtíð St. Jósefsspítala. Bæjarbúar voru hvattir til að fjölmenna og virðast hafatekið þeirri bón vel miðað við þéttsetinn bekkinn.

Ég sem er alfarið á móti þessum tilfæringum, svo ég
tali nú ekki um ef á nú að einkavæða allan heilbrigðis geirann.
Fari það nú í kalda kol sú ákvörðun sem er að sjálfsögðu undir rós
enn um stundir.
Vona bara að þessi mótmæli fari inn fyrir skinnið á þessum háu herrum
sem þykjast allt vita betur en aðrir.

Gangi okkur öllum vel í þessari baráttu og það þurfa allir að taka þátt.

 



mbl.is Fullur salur í Hafnarfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þeir eru flottir, við erum að berjast hér líka, allir saman nú einn tveir og þrír.  Kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 10.1.2009 kl. 15:14

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já það verður að gerast eitthvað róttækt áður en þessir menn eyðileggja allt.
Knús
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.1.2009 kl. 15:17

3 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

Ætli þetta sé ekki útspil ráðamanna til einkavæðingar á heilbrigðiskerfinu.. það býr eitthvað meira að baki er ég hrædd um. En ég er sammála því að hvert sveitafélag  reyni að taka til sín þjónustuna því henni megum við ekki glutra frá okkur.. kveðja í bæinn þinn..

Sigríður B Svavarsdóttir, 10.1.2009 kl. 15:56

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Jú Sigga mín þetta er þeirra útspil til einkavæðingar.
Guð hjálpi okkur þá.

Ljós til þín.
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.1.2009 kl. 16:01

5 identicon

Skoðið viðtalið við Róbert Wessmann í fréttum stöðvar 2 á föstudagskvöld, hann ætlar að selja ríkum útlendingum aðgerðir í keflavík.    

xx (IP-tala skráð) 10.1.2009 kl. 16:21

6 identicon

hvernig væri að friða rjúpuna næstu 30 ár mér sinist vera nóg önnur veiði

gisli hjalmarsson (IP-tala skráð) 10.1.2009 kl. 16:36

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ég hlustaði á það. það er í lagi svo framalega sem við eigum sjúkrahúsin og stjórnum.
Megum aldrei láta stjórnina af hendi.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.1.2009 kl. 16:36

8 Smámynd: Viðar Freyr Guðmundsson

Afhverju er einkavæðing endilega slæm?

Hvað er slæmt við það að sjúklingar fái sömu eða betri þjónustu fyrir minni pening ?

Viðar Freyr Guðmundsson, 10.1.2009 kl. 17:11

9 identicon

Þetta er fyrir löngu ákveðið Verður því miður ekki breytt..Er líka sammála Viðari Frey..Enda snýst umræðan öll minnst um sjúklinginn. Hún snýst um starfsfólkið. Auðvitað hef ég samúð með því. Breytingar eru alltaf erfiðar. Í Keflavík stendur ónótuð glæsileg skurðstofa !

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 10.1.2009 kl. 17:19

10 identicon

Væll og aumingjaskapur Hafnfirðinga.  Þessi aðgerð Guðlaugs er sparnaðarsöm og okkur til bóta.  Eiginhagsmunir Hafnfirðinga og störf fólksins þarna eru smámunir miðað við heildarmyndina.  Störf færast og svo getur fólk líka.  Fundir eru haldnir út af öllu þessi misserin, ótrúlegt.

Guðlaugur er að gera vel, mjög vel.  Hann mun ekki láta undan þessum röklausa þrýsting.

Baldur (IP-tala skráð) 10.1.2009 kl. 17:21

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það verður aldrei fyrir minni pening og af hverju einkavæðingu er Ríkið þarf hvort sem er að borga.
Takk fyrir þitt innlit Viðar Freyr.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.1.2009 kl. 17:48

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hallgerður mín það standa ónotaðar skurðstofur út um allt og það er í lagi að nota þær og sérvæða til dæmis sumar, hér á Húsavík eru til dæmis 2-3 dagar í viku eingöngu fyrir lýtaaðgerðir og eða fegrunaraðgerðir hvað sem þið viljið kalla það, en bráðaþjónusta þarf að vera á þeim sjúkrahúsum sem eru í starfsemi og skurðstofan í Kef er illa nýtt það er satt og rétt, mætti bæta úr því.Guðlaugur mun eigi láta undan neinu fyrr en allt er komið í kalda kol.
Burtu með þessa menn.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.1.2009 kl. 17:53

13 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ef það er væll og aumingjaskapur í Hafnafirði hvað þá með aðra staði á landinu? Herra Baldur.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.1.2009 kl. 17:54

14 Smámynd: Hansína Hafsteinsdóttir

Baldur, því segir Guðlaugur okkur ekki hvað hann ætlar að spara mikið með þessu?  Það er dýrt að flytja og breyta t.d.skurðstofum í hjúkrunarrými fyrir aldraða. Nei það er verið að rústa velrekinni einingu til að minnka tap á öðrum. Hafnfirðingar eru meirihluti þeirra sem nýta þjónustuna og hún á að vera þarna uns sýnt er fram á að hún sé óhagkvæm.

Hansína Hafsteinsdóttir, 10.1.2009 kl. 18:40

15 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk fyrir þitt góða innlit Hansína
Kveðja Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.1.2009 kl. 20:45

16 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ljós til þín ljúfasta Auður mín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.1.2009 kl. 20:46

17 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús á þig elskulegust og ljúfar kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 10.1.2009 kl. 21:53

18 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Kærleik til þín Linda mín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.1.2009 kl. 21:58

19 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

Hafið þið spá í það ágæta fólk hvar heilsugeiri Íslendinga væri ef það hefði verið búið að einkavæða þá fyrir hrun? Vá þá ættum við ekkert..

Sigríður B Svavarsdóttir, 11.1.2009 kl. 00:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband