Fyrir Svefninn.

       ,, Skemmtilegt er myrkrið."

Í fyrndinni og allt til vorra daga var það landssiður
að vaka yfir líkum, og var það oftast gjört við ljós,
ef nótt var eigi albjört. Einu sinni dó galdramaður
nokkur, forn í skapi og illur viðureignar; vildu fáir
verða til að vaka yfir líki hans. Þó fékkst maður til
þess sem var hraustmenni mikið og fullhugi að
því skapi. Fórst honum vel að vaka.
Nóttina áður en átti að kistuleggja, slokknaði ljósið
litlu fyrr en dagur rann.
Reis þá líkið upp og mælti: ,, Skemmtilegt er myrkrið":
Vökumaður svaraði: ,, Þess nýtur þú ekki"!
Kvað hann þá stöku þessa:

               ,,Alskínandi er nú fold
               út er runnin gríma.
               Það var kerti, en þú ert mold,
               og þegiðu einhvern tíma".

Síðan hljóp hann á líkið og braut það á bak aftur.
Var það síðan kyrrt, það sem eftir var nætur.


               *********************

Já merkilegt, galdramenn voru nú ósköp líkir fyrr á öldum
allir voru þeir illir, skapvondir og létu ófriðlega á líkbörum.
Hvar eru galdramenn nútímans?
Mér er bara spurn.

Góða nótt HeartSleepingHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vel en stórt spurt mín kæra Milla.  Mér dettur nú ýmislegt í hug en nenni ekki koma mér í vont skap yfir þvi. Vonandi eru magaverkirnir eitthvað að hjaðna hjá þér.  Takk fyrir innlitið á fésbókina í dag, nú erum við tvítengd á netinu sem er flott.  Eigðu svo verkjalausa, friðsæla og góða nótt.  Kveðja úr veðurkyrrðinni í Teigunum úr Mosó.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 22:04

2 identicon

JÆJA HÚN NÁÐI ÞÁ AÐ SKUTLA INN BLOGGI FYRIR SVEFNIN ÞRÁTT FYRIR ÞÁ ÓSVÍFNISEM FRAMM VAR HÖFÐ VIÐ MIG AÐ TEPPA SVONA SÍMALÍNUNA TIL HENNAR.

 ÞIÐ ERUÐ NÚ MEIRI BELLURNAR.  (Bella Bella Bella Bella símamær).

Góða nótt.

Milla Jr. (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 22:10

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Rétt hjá þér Einar minn skulum eigi ergja okkur á því.
Já nú er sko hægt að spæja, verðum við ekki bara að vera í stíl við suma?
Ljós í nóttina til þín og þinna.

Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.1.2009 kl. 22:22

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sko elskan held bara að þið viljið að mamma gamla sé farin í rúmið kl 9 eins og venjulega Dúllan mín sjáumst á morgun.
elska þig líka.

Mamma

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.1.2009 kl. 22:24

5 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

Góða nótt Ljúfan mín

Sigríður B Svavarsdóttir, 15.1.2009 kl. 22:26

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sigga mín var að leita að þér á facebokk í dag, en fann þig ekki.
Ljós yfir til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.1.2009 kl. 22:29

7 identicon

Góða nótt, Milla mín

Kær kveðja

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 22:34

8 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Góða nótt, Milla mín, vonandi kemur enginn galdrakarl forn í skapi til að trufla svefninn.

Helga Magnúsdóttir, 15.1.2009 kl. 22:35

9 Smámynd: Erna

Elsku Milla mín farðu nú að láta þér batna, ég verð nú bara að leggja land undir fót og koma til þín þar sem þú kemst ekki til mín kæra vinkona. Góða nótt og hér er kveikt á kerti fyrir þig elsku Milla mín

Erna, 15.1.2009 kl. 22:37

10 identicon

Góða nótt Millan mín

Auður (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 22:48

11 Smámynd: Elísabet Sigmarsdóttir

Sæl Milla mín,

Ég ætlaði að vera löngu búin að svara þér varðandi toppmyndina mína , nei, þetta er ekki framm í Tungudal heldur töluvert langt frá eða á búgarði  sem bróður hennar mömmu á út á Nýja Sjálandi , norður eyjunni. Þetta er bara hluti af myndinni það þurfti að klippa hana til ,til að hún kæmist í þetta litla op fyrir mynd. 

Svo bíð ég góða nótt

Elísabet Sigmarsdóttir, 15.1.2009 kl. 22:51

12 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Góða nótt Milla mín

Sigrún Jónsdóttir, 15.1.2009 kl. 22:53

13 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Takk Milla mín og góða nótt

Ásdís Sigurðardóttir, 15.1.2009 kl. 22:57

14 Smámynd: Brynja skordal

Hafðu góða nóttina milla mín

Brynja skordal, 15.1.2009 kl. 23:23

15 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ljós til þín Ásdís nafna mín

Helga mín ég yrði nú ekki lengi að særa hann út

Erna mín held mér bara á hækjunni þá fæ ég þig í heimsókn

Ljós suður til þín Auður mín

Takk Elísabet mín taldi bara víst að myndin væri frá Ísó, en minn maður sagðist nú ekki kannast við fjöllin í baksýn, en ég sló á það samt

Sigrún, Ásdís, Brynja ljós í daginn ykkar

Dóra mín ég er gengin í barndóm

Seint að sofa Vallý? Sko þegar maður þarf að tala í símann fram eftir
kvöldi þá er maður nú ekki tilbúin að fara að sofa.
takk fyrir símtalið elskan og Auður les örugglega kveðjuna þína.
Annars mun ég skila henni frá þér.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.1.2009 kl. 09:04

16 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Tjah, níðstöng eða tvær væru nú alveg við hæfi...

Haraldur Davíðsson, 16.1.2009 kl. 16:39

17 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Haraldur telur þú að það dugi?

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.1.2009 kl. 16:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband