Fyrir svefninn.
19.1.2009 | 21:36
Það virðast allir dagar vera einhverjir óvenjudagar hjá
mér um þessar mundir.
Byrjaði á því að ég vaknaði 4.30 í morgun reyndi að sofna
aftur, en ekki möguleiki, fór frammúr um 6 leitið og fékk mér
morgunhressingu las blöðin síðan í gær fór síðan í tölvuna
og það var nóg að gera í henni. það er bloggið, mailið og
Facebokk. Minn maður vaknaði un níu leitið sjænaði sig og
fór að elda grautinn, setti Neró út gaf honum ferskt að
drekka og borða tók úr uppþvottavélinni og gekk frá þeim
þvotti sem hann þvoði í gær, eða sko vélin, þegar hann var
búin að þessu þá fékk hann sér morgunmat.
Þá fór mín í sjæningu og um 12 leitið var helt á kaffi og
fengið sér brauð með og svo fór ég upp í rúm að sofa
Það var svo notalegt birtan flæddi um herbergið og rúmið
umbúið og fínt á spilaranum var slökunar diskur og á ég
að segja ykkur, Engillinn minn er bara algjör draumur og
gæti ég eigi verið án hans.
Vaknaði um 14.30 og það fyrsta sem mér datt í hug var góð
vinkona mín, ég vissi þá að hún mundi koma.
Mikið rétt hún dinglaði bjöllunni um 15.30
og þá var sko hellt á könnuna og fengið sér kryddbrauð með,
þessi vinkona mín er bráðskemmtileg svo við veltumst um í hlátri
enda flugu brandarnir frá okkur öllum, en aðallega henni.
Hún bjargar yfirleitt deginum er hún kemur í heimsókn.
Nú Hann Gísli minn setti kartöflur og síara í potta og það var
borðað í seinna fallina aldrei þessu vant.
Ingimar minn kom svo með hundamat sem hann var að kaupa
fyrir okkur inn á Akureyri í dag að sjálfsögðu var sett í könnuna
og spjallað um landsmálin, en bara aðeins.
Löngu liðin tíð og þó?
Ég hef frá mörgu að segja
og, það kraumað lengi hefur
jafnvel, best fyrir mig að þegja
en vanlíðan er þegar sálin sefur.
***********************
Ljóð eftir Kristinn Freyr
Ég kveð þér ekki kvæði
en kem sem barn til þín
--elsku mamma mín.
Góðu börnin gefa
gullin sín.
Ég gef þér ekki gimstein
sem glitrar eða skín
--elsku mamma mín.
Líf mitt verði ljóða-
ljóð til þín.
Góða nótt og sofið rótt
Athugasemdir
Góða nótt, Milla mín. Ég vona að þú getir sofnað eftir alla þessa kaffidrykkju.
Helga Magnúsdóttir, 19.1.2009 kl. 21:47
Já já ég fékk mér reyndar ekki hér í kvöld, en herramennirnir fengu sér knús til þín
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.1.2009 kl. 21:57
Góða nótt Milla mín vona að þú fáir góðan nætursvefn í nótt. Faðmlag og knús til þín frá mér
Erna, 19.1.2009 kl. 22:05
Takk elsku Erna mín og sömuleiðis.
Ljós og kærleik til þín
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.1.2009 kl. 22:07
Góða nótt Milla mín
Sigrún Jónsdóttir, 19.1.2009 kl. 22:22
Góða nótt Millan mín og gangi þér vel á morgun
Auður (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 22:29
Góða nótt Milla mín. Skemmtileg lýsing hjá þér á hversdagsleika lífsins. Öldungis frábært að venju. Vinn í að bæta lagnina á Facebook.Hlýjar kveðjur úr Mosónum norður yfir heiðar. Góða nótt mín kæra.
Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 23:13
Góða nótt Milla mín ,bara að láta þig vita að beljan er sloppin út úr fjósinu Knús og kram Óla og Vala
Ólöf Karlsdóttir, 20.1.2009 kl. 00:24
Fallegt ! Kærar kveðjur til þín.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 20.1.2009 kl. 01:37
Góðan daginn gott fólk.
Knús í daginn Sigrún mín
Takk fyrir Auður mín læt þig vita hvernig gengur
Sé þig á facebokk Einar
Vallý mín þú ert yndisleg, hvernig ertu? Knús
Óla mín frétti af þér í gær var að tala við Vallý er þú tilkynntir komu þína, gott að þú ert laus úr fjósinu. Knús
Lilja mín ljós til þín
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.1.2009 kl. 08:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.