Fyrir svefninn.

Maður á víst að segja eitthvað af viti, en stundum langar
manni til að bulla bara.

Þegar ég vaknaði í dag, var afar þreytt eftir morguninn
ekki að ég hafi verið að gera eitthvað sem er erfitt, sko
eða þannigToungefór í þjálfun sem var alveg ný fyrir mér
líst bara ágætlega á þetta prógramm og vona að það virki
eitthvað ásamt þessum lyfjum sem eiga að virka á
taugaendana.

Já er ég vaknaði fór ég smá í tölvuna síðan fram að fá mér
safa í glas og settist niður og horfði agndofa á lætin við
Austurvöll, ætla ekki mikið að ræða þau, en gat ekki annað
en reiðst er ég sá framgöngu lögvaldsins við borgarana.

Síðan byrjaði þessi fræga útsending frá Ameríku og allt í lagi
með þa, en drottinn minn dýri hvaða sýndarmennska er
þetta eiginlega og hvað kosta þessi ósköp?
Vegna þess að ég sat þarna og var að jafna mig eftir svefninn
þá horfði ég og það í forundran ég sá ekki eina konu flott klædda
og mér er alveg sama þó að það hafi verið kalt, það er hægt
að vera flottur. hélt þær hefðu stílista þessar konur.
Jæja ætla ekki að röfla meir um það.

Nú ætla ég að koma með smá visku úr biblíunni minni sem
heitir Hjálpaðu sjálfri þér eftir Louise L. Hay.
Þessi viska á vel við núna
.

Mér líður vel þegar ég sýni kærleika, hann er
útrás fyrir minn innri fögnuð. Ég elska sjálfan mig;
þess vegna sýni ég líkama mínum ást og umhyggju.

Ég neyti holls og nærandi matar og drykkjar, ég
snyrti og klæði líkama minn með alúð og
líkaminn bregst við með kærleika, heilbrygði og orku.

Ég elska sjálfan mig; þess vegna bý ég mér
notalegt heimili sem fullnægir öllum þörfum mínum
og er aðlaðandi.

Ég fylli stofurnar með útgeislun kærleika svo allir sem
þangað koma, líka ég sjálfur, verði varir við þennan
kærleika og nærist af honum.

Ég elska sjálfan mig; þess vegna er starf mitt ánægjulegt
og skapandi hæfileikar mínir fá að njóta sín; Ég vinn með
fólki og fyrir fólk sem ég elska og elskar mig og ég hef góð
laun.

Ég elska sjálfan mig; þess vegna er ég elskuríkur í hugsun
og framkomu við allar manneskjur því að ég veit að allt það
sem ég veiti öðrum fæ ég aftur hundraðfalt.

Í veröld minni laða ég aðeins að mér ástríkt fólk, vegna
þess að það er spegilmynd af sjálfum mér.

Ég elska sjálfan mig; þess vegna fyrirgef ég og sleppi
gersamlega tökum á fortíðinni og liðinni reynslu,
og ég er frjáls.

Ég elska sjálfan mig; þess vegna lifi ég algerlega fyrir
líðandi stund, nýt hvers góðs andartaks í vissu þess að
framtíð mín er björt, gleðirík og örugg,
Því ég er barn alheimsins og alheimurinn ber ástríka
umhyggju fyrir mér, nú og um alla framtíð.
Í minni veröld er allt af hinu góða.


Góða nótt kæru vinir.
HeartSleepingHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 20.1.2009 kl. 21:52

2 identicon

Frábær texti og takk fyrir að birta þetta kæra Milla.  Athyglisvert þetta að segja "ég elska sjálfan mig...til að".  Margir tengja að elska sjálfan sig við sjálfselsku í neikvæðri merkingu samanber egóisma færsluna þína góðu.  Til að geta verið til staðar, aðstoðað og guð má vita hvað fleira, þá þarf manns eigin "heimavinna" að vera búin.  Svo aðrir geti notið þess.  Jæja, þú fékkst kauða núna í smá pælingu Milla mín.  Ég hætti áður en ég skrifa lengri athugasemd en færslan þín er.  Knús og kveðjur norður yfir heiða og gott að þjálfunin sé að hjálpa þér. .  Mundu svo að fara vel með þig.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 22:27

3 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Góða nótt, Milla mín.

Helga Magnúsdóttir, 20.1.2009 kl. 23:10

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk fyrir mig og vona að engin misskilji þessa færslu, sem ég er samt hrædd um að margir geri, en það er bara allt í lagi.
Þið vitið samt að þetta er rétt speki og ekki bjó ég hana til.

Gangi þér vel í fjörðinn Vallý mín.

Einar minn þú mátt ævilega skrifa eins löng komment eins og þú vilt,
Góð komment eru þroskandi.

Knús til ykkar allra
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.1.2009 kl. 08:04

5 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Góður texti Milla. 

 Gat ekki annað en hlegið þegar þú varst að kommentera á klæðnað fyrirfólksins í henni Ameríku.  Ég sagði einmitt upphátt rosalega eru þær hallærislegar hehehhe...  ohh þetta var eitthvað svooooo amerískt. En Obama var flottur og ræðan hans alveg frábær.

Ía Jóhannsdóttir, 21.1.2009 kl. 09:20

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Veistu Ía mín ég missti nú bara andlitið, aldrei hefðu Íslenskar konur komið svona fram. það vantar einnig alla reisn yfir fjöldann allan af þessum konum. En ég bind vonir við Obama og þau voru flott er þau dönsuðu upp á sviðinu á hátíðardansleiknum.
Knús til þín Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.1.2009 kl. 11:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.