Reiði og afleyðingar hennar.

Fyrir margt löngu tók ég þá ákvörðun að blogg eiginlega
sama og ekki neitt um vandamálið í landinu, en stundum
getur maður eigi orða bundist.
Fólk er reitt það er skyljanlegt allt sem er að gerast hefur
áhrif á líf okkar mismikið reyndar.
Margir, of margir eru að missa heimili sín, vinnu og um leið
og við getum ekki verið sjálfum okkur nóg, þurfum að leita
annað eins og einhverjir betlarar þá hverfur sjálfsálitið.
þeir sem aldrei hafa þurft að missa það vita ekki að það er
fjandanum verra.

Það er nefnilega þannig að margir bæir út á landi hafa mist
allt vegna kreppu sem hafa gengið yfir, sem engin man eftir
og hafði það áhrif á alla þá sem þjónuðu þeim fyrirtækjum sem
lenntu undir hverju sinni.
Get ég nefnt dæmi um eins og slippi og smiðjur út um allt land
sem fóru á hausinn að því að útgerðar menn fóru að fara með
bátana í slipp, var það ekki til Pólands, það var víst ódýrara.
Nú eftir stóð eiginlega bara slippurinn í Reykjavik og á Akureyri
en held nú að hann hafi riðlað á völtum fótum, Oftast.
Nenni ekki að fara að tala um aðgerðirnar sem ríkið hefði getað
gert til að aftra þessum hörmungum.

Við sem erum eldri og höfum lennt í niðursveiflum erum betur
í stakk búin til að takast á við kreppuna heldur en unga fólkið
sem ekki veit hvað þetta er í raun.

Já en sjáið til það virðast vera fólk á öllum aldri sem er reitt,
fólk verður að setjast niður og spyrja sig: ,,hvað fæ ég út úr
því að vera endalaust reiður?"
Það er í lagi að verða reiður, en það er ekki í lagi að láta
reiðina ráða yfir lífi manns.
Það þarf að læra að sleppa reiðinni. Sjáið til engin maður og
ekkert heimili þolir reiðina til lengdar.

Þekki nefnilega dæmi um þar sem reiðin sundraði heimili
hann missti allt konu börn og kærleikann og hefur aldrei
fundið frið.


Hvað með börnin ykkar?
Eru þau ekkert hrædd svona innst inni?
Lærið að elska sjálfan ykkur til að geta gefið af ykkur á réttan hátt
hvort sem það eru mótmæli eða að tala við fjölskylduna um
allt og ekkert.


Eigið góðan dag í dag.
Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mjög sammála eins og fyrridaginn

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 09:46

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Satt og rétt.

Ía Jóhannsdóttir, 21.1.2009 kl. 10:24

3 identicon

Það er alveg rétt það líður engum vel sem er reiður og heldur ekki þeim sem eru í kringum þann reiða. Bara ömurleg tilfinning og eins gott að losa sig við hana hið fyrsta.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 11:02

4 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Það er bara ekki hægt annað en vera reiður í því ástandi sem nú ríkir. Ástæðulaus bræði er forkastanleg en ef fólk hættir að vera reitt núna munu ráðamenn komast upp með að halda áfram að níðast á okkur.

Helga Magnúsdóttir, 21.1.2009 kl. 11:09

5 Smámynd: Anna Guðný

Nýta reiðina og beina henni í réttan farveg, veg uppbyggingar. Veit ekki með ykkur en ég hef aldrei heyrt að skynsamlegri ákvarðanir séu teknar í reiði.

Eigðu ljúfan dag Milla mín

Anna Guðný , 21.1.2009 kl. 11:10

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það sem ég er að meina Helga mín, að læra að hemja reiðina þannig að hún bitni ekki á þeim sem síst skildi.
það er í lagi að vera reiður í mótmælum, en sleppa henni svo á heimleiðinni þú skilur.

Anna Guðný mín rétt hjá þér engar ákvarðanir sem eru teknar í reiði eru skynsamar.

Jónína mín bara að losa sig við hana það er hið eina rétta eða alla vega að hemja hana.
Ljós yfir hafið Ía mín

Hallgerður mín við erum sammála að vanda

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.1.2009 kl. 12:02

7 identicon

Varð að "stelast" til að kommenta.  Flottur pistill hjá þér að venju Milla mín. Held að ég hafi eytt c.a. fyrstu 25 árum ævinnar í að vera reiður.  Svo reiður að ég vissi ekki lengur út hvað ég var reiður.  Var bara svona default stilltur.  Hef verið skárri síðan og eiginlega bara þokkalegur.  Auðvitað verðum við öll reið í þessu ástandi.  En þetta er vandmeðfarin tilfinning en hægt að stýra.  Var í körfubolta í hádeginu með vinnufélögum.  Þar fær mín "reiði" útrás.  Líður eins og nýfæddum á eftir. Reyndar í þetta skiptið með blóðbragð í munni og dúndrandi hausverk eftir átökin. Á víst að vera íþrótt án snertingar.  Geymt en ekki gleymt (reiður...).  En ég er líka haldin þeim galla að þurfa að horfa á allar hliðar mála og skoða öll sjónarmið eins og með mótmælin í gær.  Þannig að snögg reiði er fljót að breytast....Jæja, málæði, ætlaði bara að stimpla mig inn hjá þér Milla. Eigðu súperdag þar sem er eftir af honum og tékka á sögunni í kvöld.  Slakar kveðjur norður...

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 15:12

8 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég held að meðvirkni með ríkjandi ástandi geti verið hættulegri en "heilbrigð" reiði.  Enda er að koma í ljós í dag að reiði almennings í gær hefur aðeins hrist upp í ríkjandi valdhöfum.

Sigrún Jónsdóttir, 21.1.2009 kl. 15:39

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hvað er þetta eru bara læti í ykkur vinnufélögunum í hádeginu, blóðbragð og hausverk, kannski hefur einhver verið reiður.
Málæði er ætíð að mínu skapi og vona að þú náir þér á strik með löskunina sem þú varst fyrir.
Heyrumst
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.1.2009 kl. 15:58

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ég var nú ekki að tala um meðvirkni Sigrún mín fólk má alveg vera reitt í mótmælum, en sleppa á heimleið og brosa við konu og börnum er heim kemur.
Knús til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.1.2009 kl. 16:01

11 Smámynd: Dunni

Og reiðin nær langt út fyrir landsteinanna. En í dag vaknaði von.  Von um að Geir Haarde hafi lokið upp augum sínum og huga er lýðurinn hirti hann með eggjakast og klöppuðu bíl hans. Ég spái að þjóðin hefji uppbygginuna þegar í næstu viku.  Með nýrri ríkistjórn, bjartsýni og opnum huga.

Þá hættir þjóðin að vera reið og snýr bökum saman, vinnur, hlær og sigrast á erfiðleikunum sem almenningur á nákvæmlega enga sök á. 

Dunni, 21.1.2009 kl. 16:17

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Við vonum það besta Dunni minn. það er á tæru að við vinnum okkur út úr þessu saman, en það mun taka langan tíma.
Kveðja til þín yfir hafið
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.1.2009 kl. 16:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband