Fyrir svefninn.


Þessa mynd tók Gísli minn frá okkar húsi yfir Skjálfandann og
yfir í yndislegu Kinnafjöllin.

100_7679.jpg
Ég ætla nú bara að láta hana vera inni þessa mynd, mun koma
með hana betri seinna, en þetta er mynd af mér og langömmu
minni tekin er ég fermdist, það eru nú ekki allir sem eiga svona
gullmola. varð að herma eftir Rósinni minni hún setti inn mynd
af sinni langömmu.

Hún Jóhanna Olgeirsson frá Ísafirði er í raun ekki alvöru langamma
mín, en þegar amma og hennar systkini misstu mömmu sína 1905
þá tók hún Jóhanna ömmu og systur hennar Sofíu að sér og fluttist
til Reykjavíkur. Nú þær systur giftust og eignuðust  börn og var
Guðrún Ágústína amma mín, hún dó er ég var 2 ára og þá var
eiginlega Soffía frænka eins og amma mín, man hvað mér fannst
hún falleg kona og hún var það og amma líka.
Þarf að láta skanna þessar gömlu myndir inn það er svo gaman að
þeim og kannski hafa aðrir gaman að sjá þær líka,
Allavega tískuna, munið þið tískuna eftir stríð hún var æði.
                     *********************
Er ekki bara ágætt að koma með ljóð sem heitir:

               Í skugga stríðsins

Á vályndum voðatímum
von mín leitar til þín,
sem að greymennum gerðir þá ekki,
er glímdu við örlög sín.
Þú lést ekki heift og hatur
og hrapæði villa þig,
en þeystir í hörmun og þrautum
um þúsund kiðlinga stig.

Við hófdyn þess herjandi ótta,
sem hamríður skáldanna þrá,
svo jafnvel þeim flugvissu fatast
við fnykinn af blóðugum ná,
ég minntist mansöngva þinna
við myrkursins ládauða ós,
hvernig þín sál í söngvum
seildist í himinsins ljós.

Þótt öld eftir öld þér bæri
örbirgð í hverja sveit,
þitt andsvar við æviþrautum
varð aldrei nein dauðaleit.
þín lífsþrá í stefum og stökum
stældist af fornri dáð,
þú kvaðst á við kölska sjálfan
og Krist baðstu í ljóði og náð.

Þú bauðst ekki bölsýnir einar,
er barnið rétti þér hönd,
því jafnvel af bliknuðum blöðum
sló bjarma á þess framtíðarlönd,
það dreymdi enga hillinga drauma
um dýrð hins glitrandi prjáls.
Í stefhlóðum gamalla glóða
fólst galdur hins frelsandi máls

Svo veit ég þá, hvað því veldur,
þegar vágestur dauðans hér
með ógnandi svartnættissýnum
sækir sem svartast að mér,
að gegnum hamfarir heljar,
sem hlakkar nú ofurrík,
heyri ég hjartaslög lífsins,
þinn hásöng í öreigans flík.

                         Bjarni M. Gíslason
             Úr bókinni: Af fjarri strönd. 1971.

Góða nótt kæru vinirHeartSleepingHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús knús og ljúfar kveðjur........:=).=).=)

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 21.1.2009 kl. 20:38

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 21.1.2009 kl. 20:41

3 identicon

Ekki klikkar konan frekar en fyrri dagin, þó kröfurnar á þig séu stöðugt að aukast Milla mín. Alltaf gaman af þessu gömlu myndum (þó sumum finnist þær frekar hallærislegar).  Get ekki alveg tjáð mig um tískuna eftir seinna stríð.  Svo skemmtilegt að lesa þessi sögubrot þín og alltaf kynnist maður þér betur og betur.  Falleg mynd af fjöllunum sem ég þekki ágætlega þó ég hafi verið stubbur þegar ég flutti þaðan.  En svona fyrir þig þá flutti pabbi aftur á Húsavíkina og bjó þar til síns síðasta dags. Þannig að maður leit reglulega við. Þú heldur vonandi áfram að vera svona hress og jákvæð út í lífið og tilveruna þó skrokkurinn sé að stríða þér.  Jákvæðnin þín smitast út um allt.  Knús og kveðja, og góða nótt.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 22:00

4 identicon

Góða nótt Millan mín og sofðu rótt.

Knús

Auður (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 22:52

5 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Góð vísa þarna en myndirnar eru góðar líka ,en er að spá hvort þssi vísa væri eftir frænda minn ,.Þarf að kanna það .Kveðja og knús Óla og Vala

Ólöf Karlsdóttir, 21.1.2009 kl. 23:26

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Knús til þín Linda mín

Silla veistu hún Róslín mín frá Hornafirðinum fagra kveikti í mér í gær er hún setti inn undurfagra mynd af langömmu minni.
Ég þarf bara að biðja stelpurnar að skanna þær gömlu myndir inn sem ég á, það er svo gaman að skoða þær.
Knús í daginn þinn
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.1.2009 kl. 07:53

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Einar minn kæri þú færð síðar að úttala þig um þá tísku, það er ég set inn myndir af henni.
Hvenær dó hann pabbi þinn blessaður?
veistu, jákvæðnin mín hverfur eigi fékk hana nefnilega í vöggugjöf og passa vel upp á hana.
Uss og bara! skrokkurinn er eins og hann er, en mætti vera verkjaminni og það er það sem er verið að reyna að laga núna án verkjalyfja.
Ljós í daginn þinn
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.1.2009 kl. 08:01

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Elsku Auður mín takk fyrir að líta inn og eigðu yndislegan dag í dag.
ljós til þín sæta stelpa
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.1.2009 kl. 08:02

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Vallý mín takk fyrir það, þið ættuð nú dósirnar ykkar að geta lesið kvöldsögur sem drollið fram eftir öllu Þetta er eiginlega til Ólu líka.
Óla heldur þú að hann sé frændi þinn hann Bjarni M. Gíslason
Þessi mæti maður var einn af þeim sem barðist fyrir heimkomu Handritanna og ritaði bækur og ritgerðir til að finna lausn á því máli.

Ljós í daginn ykkar beggja
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.1.2009 kl. 08:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.