Sagan endurtekur sig.

Táragasi beitt á austurvelli.

Táragasi var skotið á mótmælendur á Austurvelli nú um klukkan
hálf eitt en það mun vera í fyrsta skipti frá árinu 1949 sem slíku
gasi er beitt hér á landi. Hvítan reyk lagði yfir Austurvöll þegar
gashylkjunum var skotið flúðu mótmælendur af svæðinu en
lögreglumenn voru allir búnir gasgrímum.

Er þetta gerðist 1949 þá voru mótmælendur að mótmæla
inngöngu Íslands í Atlantshafsbandalagið.
Það var gert með svipuðum hætti, miklar óeirðir, grjóti kastað
rúður brotnar og að lokum kom til bardaga á milli lögreglu og
borgara.
Gerði lögreglan og varalið hennar að síðustu árás á mannfjöldann
og dreifði honum með kylfum og táragasi.
Allir lögreglumenn voru með gasgrímur.
Margir borgarar særðust og nokkrir lögreglumenn er ryskingar
brutust út við þessar aðgerðir lögreglu.

Gaman að segja frá þessu því, að notað var sama efni til
útbýsnar og nú er gert það er, egg, grjót og moldarkögglum,
en nú er það skyrið í staðin fyrir moldarkögglana og meira að
segja höfðu þó nokkrir jeppa niðri á Austurvelli með
gjallarhornum á.

En það sem er skemmtilegast að segja frá er hvað blöðin
höfðu að segja um málið.
Morgunblaðið segir í fimm dálka fyrirsögn á forsíðu:
,,Ofbeldishótanir kommúnista í framkvæmd. Trylltur skríll
ræðst á Alþingi. Grjótkast kommúnistans veldur
limlestingum. Spellvirkjum dreift með táragasi."

Alþýðublaðið sagði: ,,Óður kommúnistaskríll réðist með
grjótkasti á Alþingishúsið. Rúður voru brotnar og
glerbrotum rigndi yfir alþingismenn inni í þingsalnum.

Tíminn segir: ,,Kommúnistar efndu til mikilla óspekta
fyrir framan Alþingishúsið í gær. Lögreglan varð að beita
kylfum og táragasi. Nokkrir lögreglumenn særðust og
allmargir borgarar.

Hins vegar var fyrirsögn Þjóðviljans á þessa leið:
,,Landráðin framin í skjóli ofbeldis og villimannlegra
árása á friðsama alþýðu. 8-10 þúsund Reykvíkinga
mótmæla fyrir framan Alþingishúsið og kröfðust
þjóðaratkvæðis. Svör ríkisstjórnarinnar voru gas-
árásir og kylfuárásir lögreglu og vitstola hvítliðaskríls."

Langloka eina ferðina en, bara varð að segja frá þessu.
það er svo skemmtilegt að bera saman atburði sem
gerast í voru landi. Það eru 60 tíu ár síðan þetta gerðist.

Gaman að geta þess í leiðinni að það eru rétt 60 ár síðan
Þjóðleikhúsið var vígt.

Eigið nú góðan dag í dag.
Milla
Heart


mbl.is Táragasi beitt á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Lífið er hringrás

Sigrún Jónsdóttir, 22.1.2009 kl. 11:04

2 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ég er sammála mínum gamla vinnuveitanda Þjóðviljanum. Sá eini sem metur aðstæður rétt.

Helga Magnúsdóttir, 22.1.2009 kl. 11:22

3 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

Það gengur á ýmsu..Milla mín ljós til þín..

Sigríður B Svavarsdóttir, 22.1.2009 kl. 11:43

4 identicon

Já nákvæmlega, það eru endurtekningar og aftur endurtekningar í lífinu.

Hringrásin á músarhjólinu.

Knús og ljós til þín.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 12:21

5 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Mér fallast hendur OFT Á DAG !

Ía Jóhannsdóttir, 22.1.2009 kl. 12:37

6 identicon

Í 60 ára hring.  Sama staða.  Lýðveldið ekki þroskaðra en þetta á þessum aldri.  Kvitt.

FYI:  pabbi lést 25. sept 2005 og var jarðsunginn á Húsavík en jarðsettur við hlið mömmu í Akureyrarkrikjugarði.  Móðuramma- og afi eru jarðsett í kirkjugarðinum á Húsavík.

Verið að öskra á mig að koma fund.....later..

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 13:20

7 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Ja hvernig endar þetta allt saman ????  Það er eðlilegt að við mótmælum ástandinu eins og það er núna,, þetta er ekki í lagi það er á hreinu. Enn það er bara hlegið af okkur í öðrum löndum í kring um okkur og víðar  vegna þess að Ríkisstjórnin er ekkert að gera , þetta er venjulegt fólk margt sem er að mótmæla en skil vel að það breytist í skríl eins og það er orðað , þegar það er búið að missa vinnuna, húsnæði sitt og er með börnin á götunni.  Við hverju búast þessir háu herra við ? En þetta kusum við og megum sitja uppi með það. Ef kjósa ætti fólk í dag mundi ég kjósa Jóhönnu Sigurðardóttir....... hún hugsar um okkur þjóðina !

Erna Friðriksdóttir, 22.1.2009 kl. 14:55

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Það er ekki hægt að segja annað en menn hafi haldi ærlega upp á afmælið. Kveðja norður

Ásdís Sigurðardóttir, 22.1.2009 kl. 15:05

9 Smámynd: Erna Sif Gunnarsdóttir

Það er bara nóg að gera i þessu...

 Koss,koss og knús

Erna Sif Gunnarsdóttir, 22.1.2009 kl. 15:11

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já Sigrún mín lífið er hringrás, enskondið að við skulum eigi þroskast neitt.
Knús Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.1.2009 kl. 15:22

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sammála þjóðviljanum, hinir voru hlutdrægir, er ég var að lesa þetta í öldinni gat ég eigi annað en hlegið, ef allur skríllinn hefðu verið kommúnistaskríllinn þá hefðu þeir nú örugglega verið á þingi með nokkra menn, því þetta voru víst um 10 þúsund mans.
Knús Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.1.2009 kl. 15:25

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já Jónína mín hringrásin á músarhjólinu, hún hefur nú aldrei verið talinn viturleg, en hvað veit ég
Knús Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.1.2009 kl. 15:28

13 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ía mín passaðu að fá ekki þreytu í hendurnar, það er svo erfitt er þær falla oft.

Knús til þín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.1.2009 kl. 15:30

14 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk Einar bara gaman. Já hringrás er stöðnun svo ekki von á þroska í bráð

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.1.2009 kl. 15:33

15 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sigga mín þú varst svo lítil þarna inn á milli að ég sá þig ekki
Já það gengur á ýmsu.
Ljós til þín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.1.2009 kl. 15:35

16 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Vallý sko í dag eru notaðar hellur í stað múrsteina, en skyr í stað moldarköggla. Já fékkstu hótun? þá verður þú að halda áfram.
Eins gott fyrir þig takk fyrir samtalið í morgun
Knús Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.1.2009 kl. 15:38

17 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Erna mín allavega mundi maður ekki kjósa neinn af þessum gömlu.

Knús til þín
Milla

Ásdís hvaða afmæli ert þú að tala um ?

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.1.2009 kl. 15:41

18 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Knús og kossar til þín elsku Erna mín hvernig er litla dísin þín

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.1.2009 kl. 15:42

19 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

knús knús og ljúfar kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 22.1.2009 kl. 17:39

20 Smámynd: Huld S. Ringsted

Æ þetta er sorgleg þróun á mótmælunum

Huld S. Ringsted, 22.1.2009 kl. 19:49

21 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Knús til þín Linda mín

Já Huld, en sorglegast er að þetta er bara fámennur hópur sem er skríllinn og hinir eru ásakaðir einnig.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.1.2009 kl. 07:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband