Fyrir svefninn.
24.1.2009 | 20:40
Fyrir rest vöknuðu englarnir mínir, eða er ég opnaði inn
til þeirra um hálf þrjú, rétt á eftir hringdi Milla og sagði
að Ingimar kæmi kl 4 til að fara niður í búð með þær allar
til að kaupa , er bara ekki að skilja þetta
því þær eru kannski alla vikuna eða tvær að klára þetta
ógeð
Nú við borðuðum pestó kryddaðar kjúklingabringur, ostasósu
og pasta, hrikalega sterkt og gott.
Síðan fóru þær allar inn og lokuðu hurðinni á eftir sér því það
voru fréttir og þá er þögn í stofunni.
Það er nú svo sem í lagi því þær hafa tvö herbergi til að drolla í
annað með tölvunni og hitt með öllu því sem þeim dettur í hug að
horfa á, en allar fóru inn í tölvuherbergi, ein fór í tölvuna tvær að
hanna og sauma föt á build a Bear sem litla ljósið á, vitið þið
hvað build a Bear er ? ekki ég, hann er bara voða mjúkur.
Litla ljósið var aðallega að pirra hinar þar til ég fékk hana til
að horfa á spólu og eru þær að því núna.
Ég fer nú bráðum að fara með hana inn, ég les fyrir hana og
hún sofnar eins og engill.
Hinar drollast fram eftir allri nóttu ef ég þekki þær rétt.
Jæja það er við hæfi að koma með smá eftir hana Ósk,
það vita nú allir sem lesa hjá mér hver hún er.
Hvernig ég er inn við beinið.
Ýmsum er ég sökum seld
svikul, grimm og löt,
en inn við beinið að ég held
aðallega kjöt.
Mínir rúmsiðir.
Ég opna bók eða yrki bögu
þá Óli lokbrá knýr að ranni.
Hvað gerist milli svefns og sögu
segi ég ekki nokkrum manni.
Góða nótt kæru vinir
Athugasemdir
Góða kvöldið Milla mín. Ég er með Build a Bear sérfræðing hér á heimilinu ef þú þarft ráðgjöf. Skemmtileg frásögn hjá þér að venju. Hér er tvöföld afmælishelgi í gangi, vinkonuafmælisveisla í dag og svo fullorðna fólkið á morgun. Og við eru ekki að tala um 5 eða 6 gesti skilurðu. En maður verður nú bara 8 ára einu sinni á ári. Og gleðin er ósnortin. Góða nótt til ykkar allra og skemmtið ykkur vel og kær kveðja.
Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 22:00
Góða nótt ljúfust.
Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 22:01
Ég næ minni enn á fætur um hádegi. Verð að muna að segja ekki frá þínum. Held hún viti ekki að þetta sé algengt.
Sweet dreams
Anna Guðný , 24.1.2009 kl. 22:19
Hvað er Build a Bear.....? og hvað fóru þær að kaupa niðrí búð? Aha, kannski nammidagur? Uss, ég fæ alltaf nammidag líka, svona bland í poka, namm,namm er að gæða mérá því núna og svo Nóa Kropp. Ha,ha nú er ég alveg búin að fara með þig Milla mín
Gott að heyra að helgin er góð og það verður fínn dagur á morgun. Knús og ljós til þín Millan mín
Auður Proppé, 24.1.2009 kl. 23:28
Góða nótt Milla mín
Sigrún Jónsdóttir, 25.1.2009 kl. 00:08
Góða nótt ljúfust mín....
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 25.1.2009 kl. 01:57
Knús á þig Milla mín
Helga skjol, 25.1.2009 kl. 08:17
Einar minn ég kannast við þess konar afmæli, hér hjá okkur er það fermingarveislustíll, hjá Viktoríu Ósk minni eru vinkonurnar sér og svo við fullorðna fólkið, held að það verði svo í ár einnig hjá Aþenu Marey.
Þær eru fæddar 10/3 og 11/3 það er bara einn fengitími á því hemili
Tvíburarnir mínir eru 22/5 og nú orðið er bara matur hjá þeim með tertu á eftir.
Já veistu það leið nærri yfir mig er ég vissi hvað þessir Build a Bear kostuðu, en þeir eru náttúrlega æðislegir og það er allt í lagi þó ég sé ekki sérfræðingur því tvíburarnir hjálpa þeim við allt í sambandi við þá.
Til hamingju með hana þessa skvísu, ég veit alveg hvað hún stækkar mikið við að verða 8 ára.
Eigið gleðilega helgi
Kveðja til ykkar allra
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 25.1.2009 kl. 09:46
Knús til þín í morgunsárið Hallgerður mín.
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 25.1.2009 kl. 09:47
Anna Guðný mín þú skalt ekkert vera að segja henni þetta, enda er þetta víst eigi svona heima hjá þeim, allavega ekki oft.
Þær segja að það sé svo gott að vera hjá ömmu því þar séu engin tímamörk sett.
Ljós í sunnudaginn ykkar
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 25.1.2009 kl. 09:49
Dóra mín það er svo mikið að gera hjá þeim frænkum að maður kemst ekki að með neitt, þær komu nú samt fram til að borða.
GEG er að hanna föt á Build a Bear og þær eru bara niðursokknar í það og margt annað.
Knús í krús frá okkur öllum
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 25.1.2009 kl. 09:53
Auður mín Build a Bear eru Bears sem eru hannaðir eftir því hvernig þú vilt og Ljósin mín gáfu hvor annarri þá í jólagjöf, höfðu mikið gaman er þær voru að velja saman hvaða Bears þær vildu.
Já var það ekki! þú veist sem sagt alveg hvað þær voru að kaupa sér á nammi barnum svo er ég með æluna upp í háls af lyktinni af þessu ógeði.
Ég fer nú að halda að þetta sé bara keypt upp á sport því þær klára aldrei úr pokunum.
þær keyptu svo Mars og rollo fyrir mig
Knús í knús í daginn ykkar
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 25.1.2009 kl. 09:59
Lady Vallý veistu ekki hvað það er óhollt að fara svona seint að sofa
En þú ert bara flott.
Þín Milla.
Ljós í daginn þinn Sigrún mín
Milla
Linda mín ljós til þín.
Ég kommentaði á myndir hjá þér í gær á face bokk
Ljós til þín Helga mín
Milla.
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 25.1.2009 kl. 10:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.