Engin martröð fyrir svefninn í kvöld.

Loksins er ég komin að tölvunni, afi er að aka englunum
okkar fram í Lauga, Dóra á að vinna á morgun og þær
að læra eða gera eitthvað sniðugt.

Þær komu um 11 leitið fóru þá í búðir, þau versluðu bæði
Gísli minn og Dóra síðan komu allir í brunch þá meina ég
Milla og Ingimar einnig með sínar.

Nú þau voru svo að fara í fjallið því Aþena Marey var að
fara í sinn fyrsta skíðatíma hjá kennara bað hún um
að fá að kenna henni, hún verður 5 ára í mars.
Viktoría Ósk er líka afar dugleg á skíðum.

Við gamla settið hjálpuðumst að við eldamennskuna, og
gekk það vel að vanda.
Það var ákveðið að hafa lasange og aldrei þessu vant
var bara keypt pakkadrasl.
Gísli minn steikti hakkið, ég sullaði duftinu og vökvanum
saman og bragðbætti með Chillý, osti og ýmsu öðru.
nú hann blandaði þessu út í og lét það malla smá og það
var svo tilbúið til að setja saman með plötunum.
'Eg undirbjó kartöflumúsina og bjó til smá sull það var
saman set af rifnum gulrótum, sveppum og rauðlauk
gljáð saman síðan settur rjómahvítlauksost, léttmjólk
salt og pipar og búið rosa gott með, ég elska svona sull.
nú auðvitað var hvítlauksbrauð með og bar ég pestó með
því og fullt af parmessan osti yfir lasangaið.

Nú það sem kórónaði matinn var þessi líka súkkulaðikakan
sem Milla bakaði. Takk fyrir eftirréttinn elsku dúllan mín.

Borðuðum svo öll saman kl 6 og allir farnir heim kl 8
Allir þreyttir eftir daginn.

Á ég að segja ykkur að lengi lifi ég á svona degi, þau börnin
koma manni alltaf á óvart, hafa sínar skoðanir og eru óhrædd
við að láta þær í ljós.

                  Góðir Húsvíkingar.

              Hér á Húsavík höfum við lengi
              borið höfuðið langt yfir menn,
              þó að útgerðin falleinkunn fengi,
              þó að Fiskiðjan kollvarpist senn.
              Enga ferðamenn að okkur hænum
              okkar list hér á brauðfótum er.
              En það efast þó engin í bænum
              um að úrvalið búi samt hér.

Þessi er eftir hana Ósk og er ekki alveg ný
eins og menn sjá er þeir lesa og jafnvel þekkja til,
en margt í henni passar samt en.

                                       Góða nótt
HeartSleepingHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auður Proppé

Það var líka Lasagne hjá okkur í kvöld sem Hannah bjó til, henni finnst svo gaman að elda.  Súpergott og hvítlauksbrauð og salat með.

Góða nótt

Auður Proppé, 7.2.2009 kl. 21:47

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Flott hjá Hönnu, hér vildu allir fá k. mús upp á gamla mátann, en úr
pakka fengu þau því engin hafði tíma til að elda aldrei þessu vant.
Knús kveðjur
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.2.2009 kl. 22:12

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Girnilegur matur hjá ykkur var að borða líka mjög góðan mat hjá dóttir minni, kær kveðja.

Góða nótt mím kæra Milla

Kristín Katla Árnadóttir, 7.2.2009 kl. 22:13

4 identicon

Milla þó, varstu með pakka lasagne og pakka kartöflumús. Ég held nú reyndar á lýsingunum að dæma að þetta hafi verið orðið minna af pakkamat en öðru gómsæti.

Ég lenti nú í því áðan þegar ég var að passa hjá syni mínum og tengdadóttur á meðan þau fóru á þorrablót.

Heldurðu ekki að sonarsonur minn 6 ára komi með frosinn grjónagraut í dalli og lifrapilsu til þess að bæta um betur og biður ömmu um að hita þetta fyrir sig af því að mamma hans sagði að hann mætti fá sér grjónagraut í kvöldmatinn, OMG.

Ég varð að halda fyrir nefið á meðan ég var að þessu og honum fannst nú amma ekki alveg vera í lagi. Það held ég að hún Dóra þín myndi skemmta sér við að heyra þetta.

Hvernig getur barnabarninu mínu þótt grjónagrautur góður og lifrapilsa í þokkabót.

Knús fyrir nóttina.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 23:20

5 Smámynd: Auður Proppé

Þú ert yndisleg Millan mín og takk fyrir allt, knúsaðu Dóru frá mér

Auður Proppé, 8.2.2009 kl. 00:27

6 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Góða nótt Milla mín

Sigrún Jónsdóttir, 8.2.2009 kl. 01:51

7 Smámynd: Helga skjol

Jammí ekki slæmt.

Knús á þig Milla mín

Helga skjol, 8.2.2009 kl. 09:43

8 identicon

Milla mín, vísan er flott, gott að heyra að sjálfstraustið sé enn til staðar. Og ég fékk vatn í munninn. Alveg eins og ég hefði gert þetta. Mín börn vilja ekta mús, reyni stundum að plata þau, en þau fatta. Sem ég tek sem kompliment. Ég er sérfræðingur í þessu, sem mörgu öðru. Eigðu flottan og góðan dag kæra. Kveðja héðan.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 11:52

9 Smámynd: Tiger

 Það er nú vel hægt að búa til hinn besta og lystugasta mat stundum úr pakka. Ef vel er á spöðum haldið og dassi af hinu og þessu bætt út í - þá getur slíkur matur bara verið hið besta lostæti - eins og mér sýnist ykkur hafa tekist Millan mín.

Veistu, ung yndisleg stúlka sem tengist minni ætt - heitir líka Viktoría Ósk. Yndislegt nafn og yndisleg stúlka þar á ferð - og gruna nú að þínar séu það líka ef líkjast þær ömmu sinni eitthvað ...

Knús í kaldan en yndislegan sunnudaginn.

Tiger, 8.2.2009 kl. 14:33

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Katla mín var bara ekki að fatta þig alveg strax, var að hugsa hvenær samþykkti ég þessa konu.

Þú ert yndisleg elskan og flottur matur hjá þér fór inn á síðuna þína
Kærleik til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.2.2009 kl. 14:47

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Guð hvað ég vorkenni þér Jónína mín Dóra hefði þurft að vera þarna til að hjálpa drengnum, hugsa að hann hefði lítið fengið hún hefði borðað allt.
Já þetta hjá mér var orðið svolítið öðruvísi en pakkabragðið.
enda vel borðað.

Gísli minn er ekki hrifin af grjónagraut, en lætur sig hafa það því hann er að sjálfsögðu eldaður á stundum.
Ljós í daginn þinn sko minn er rétt að byrja
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.2.2009 kl. 14:51

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Knús til þín Vallý mín,

Auður elskan átti einnig að knúsa þig frá Dóru hún fór í vinnu í dag.

Sigrún mín knús á þig

Helga mín knús á þig

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.2.2009 kl. 14:54

13 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Einar minn flott að heyra að þú getir kokkað þið eigið það þá sameiginlegt bestu vinir mínir Tiger og þú.
Knús á alla í Mosó
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.2.2009 kl. 14:56

14 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já Tiger minn stundum hefur maður ekki tíma í annað en pakkamat, og þá þarf maður að dassa hitt og þetta og á endanum verður þetta hinn besti matur, ég hef líka góða smakkara í kringum mig.

Viktoría Ósk mín er afar yndisleg stelpa eins og þær eru allar þessar stelpur mínar og takk fyrir komplimentið knúsi míó míó, eigna mér það bara hvað þær eru flottar þessar stelpur.
Knús kveðjur
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.2.2009 kl. 15:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband