Hoppaði hæð mína. VÁ! æði VÁ!!!

Auðvitað get ég ekki hoppað hæð mína það vita nú allir
sem þekkja mig, en hefði sko gert það ef getað hefði.
Sjáið bara hvað hann er sætur þessi elska, er það ekki
nægileg ástæða?  Allt í stíl hér.


Jón Ásgeir Jóhannesson. //

Jón Ásgeir og Gunnar áfram í stjórnum

Jón Ásgeir Jóhannesson stjórnarformaður Baugs í Bretlandi og Gunnar Sigurðsson, forstjóri Baugs, munu áfram sitja í stjórnum bresku verslunarkeðjanna House of Fraser, Iceland,  Aurum og Hamleys þótt skilanefnd Landsbankans hafi gengið að veðum bankans í þessum fyrirtækjum.

Fram kemur á vefnum thisismoney.co.uk, að þetta hafi orðið niðurstaða í viðræðum Baugs og skilanefndar Landsbankans sl. fimmtudag. Á föstudag tilkynnti Baugur, að fyrirtækið myndi ekki andmæla kröfu Landsbankans um að BG Holding, dótturfélag Baugs sem fer með eignirnar í Bretlandi, yrði sett í greiðslustöðvun. 

Vefurinn segir, að þessar fréttir hafi komið starfsmönnum á aðalskrifstofu Baugs í Bond Steet í Lundúnum á óvart en þar blasi við uppsagnir. Fram kemur, að stjórnarsetan tryggi Jóni Ásgeiri um 20 þúsund punda laun á mánuði, jafnvirði  3,4 milljóna króna, auk afnota af fyrirtækisbíl og einkaþyrlu.

Æði hann verður með 3,4 miljónir í laun á mán. fyrir utan
allt annað  sem og bíl, þyrlu og fær hann svo ekki dagpeninga
ef hann þarf að fara að heiman.
svo er hann örugglega með laun annarsstaðar frá, en vitið,
þetta finnst mér bara flott.
Kannski getur hann gefið smá til okkar þurfalingana á landi hér.

Er haft eftir heimildarmanni, sem sagður er þekkja til, að nauðsynlegt hafi verið talið að þeir Jón Ásgeir og Gunnar störfuðu áfram við fyrirtækin þar sem þeir þekki þar vel til mála og muni veita bönkum og tilsjónarmönnum ráðgjöf

Það sem mér finnst flottast við þetta er að það verður allt
upp á borðinu, engin hulin skilaboð í skilaboðunum, engar
nafnleyndir og heldur ekki talað undir rós.
Mér finnst hafa verið of mikið af því á liðnu ári.
Eru ekki allir sammála því?

Kemst ekki hærra í vellíðan en að fá svona frétt.
Knús í krús í daginn ykkar.
Milla

mbl.is Jón Ásgeir og Gunnar áfram í stjórnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auður Proppé

Sammála Milla mín, sérstaklega lokaorðin þín

Auður Proppé, 8.2.2009 kl. 15:04

2 Smámynd: Halla Rut

Já frábært hjá okkar Íslensku skilanefnd að vera góð við litlu hetjuna okkar. Hvað vilja menn, setja fallega drenginn út í kuldann. Þolir sá illa sem góður er vanur.

Samt svo undarleg tilmæli að þeir geti ekki án hans verið þegar haft er eftir forstjóra Iceland in Sunday Times  að Jón og þeir komi eiginlega ekkert nálægt rekstrinum.

Halla Rut , 8.2.2009 kl. 15:22

3 identicon

Bíddu nú við Milla mín hvað er í stíl? Nú held ég að þú hafir fengið þér vitlausa dropa í morgun.  Ég segi nú bara ekki meira.

Hafðu það gott sem eftir er af deginum.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 15:35

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Auður mín auðvitað erum við sammála um það.
Knús
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.2.2009 kl. 15:40

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Gátum við þá ekki alveg eins haldið ríkisstjórninni, fjármálaeftirlitinu og Seðlabankastjórninni  og alles Halla Rut mín
Kveðjur til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.2.2009 kl. 15:42

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Jónína!! sko grunnliturinn í hinni fögru mynd og stöfunum hjá mér,
tók alveg rétta blómadropa í morgun.
Knús kveðjur
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.2.2009 kl. 15:44

7 Smámynd: Halla Rut

Jú jú við greinilega lyftum fæti okkar upp úr einum skítahaugnum og stigum beint ofan í annan, og meira að segja koma drullan úr sama ranni. Við höfum auðvitað verið höfð að fíflum. Ennþá og eina feriðna enn.

Halla Rut , 8.2.2009 kl. 16:30

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já ég er búin að vera að koma því inn í skallann á mér í mörg ár hvers konar asnar við eru, það er svo auðvelt að teyma okkur.

Og ætla að leifa mér að halda að Jóhanna Sigurðardóttir hafi verið höfð að leiksoppi  valdahvata Ingibjargar Sólrúnar, ef hún hefði ekki veikst þá væri hún núna forsætisráðherra. Með fullri virðingu og ósk henni tilhanda um góðan bata.

Ég endurtek það sem ég sagði inn á síðunni hjá Jónínu áðan:,, það
átti að koma utanþingsstjórn með sérfræðingum hver á sínu sviði
til stjórnunar á landinu og hún hefði þurft að hafa vinnufrið í 2 ár.
Það er hægt að leysa vandan við þurfum bara að vita um hann.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.2.2009 kl. 16:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband