Fyrir svefninn.

þegar við Gísli vorum að drekka teið í dag og með fengum
okkur nýbakað brauð með sméri og osti, vitið það er eigi
til neitt betra. Fórum að rifja upp æskuna okkar er mjöl
af öllu tagi var keypt inn í 25 kg sekkjum ásamt sykri,
og bara öllu því sem hægt var að geyma, voru búrin fyllt
af á haustin.
Nú auðvitað fór það eftir efnum fólks hvað það gat keypt
mikið inn, en fyrir sláturtíðina var nauðsynlegt að afla vel
í búrið.
Nú er sá tími kominn að brýnt er að spara og þá er gott
fyrir okkur að segja unga fólkinu frá þessum tíma okkar.

Það er nefnilega æði margt sem hægt er að spara bara
með því að hugsa aðeins, smá dæmi: ,,Ég notaði afar
mikið af eldhúsrúllum, ég reif af bréf við öll tækifæri
þurrkaði potta og pönnur með bréfi og ég nenni ekki einu
sinni að telja það allt upp, en þær dugðu aldrei það voru
keyptar endalausar rúllur."

Núna dugar pakkningin, ja það er ein eftir núna síðan um
jól, dugleg stelpa ég er. Bara að hugsa aðeins.
                 ********************

Var að hugsa um að setja inn fjögur fyrstu erindin,
úr kvæði Gústafs Frödings

              Fátækur munkur frá Skörum.

        Nú hnignar fjöri, nú förlast verk
        hjá fátækum, ólærðum strokuklerk,
        munki á flóttaförum
        fordæmdum niðri í Skörum.

        Í kör hefir ellin mig kreppt og fellt,
        og kirkjan þeim vonda mig ofurselt
        sem drápsmann og trúvilltan syndasauð,
        og sekan og dræpann sem kóngurinn bauð.

        Þeir hafa elt mig sem úlfinn í skóg,
        æ síðan kankúnann Lassa ég sló.
        En hettuna eina þeir hrepptu,
        sem höfði mínu eftir krepptu.

        Ég syndgaði í klaustrinu, satt það er,
        og sopa of margan fékk ég mér
        í óleyfi úr ábótans tunnu
        og átti vingott við nunnu.
        Ég hafði krafta í kögglum þá,
        í kránum við slarkara flaugst ég á,
        til lausalýðs mig dró ég
        og Lassa kanúka sló ég.
        Og af því spratt þjáning og angur af,
        ég át í framandi landi draf,
        sem svínin sjálf mundu hata,
        sem segir í Vulgata.

Það eru átta kaflar eftir af þessu kvæði og mun
ég birta ykkur það næstu kvöld.
En það er nú ekki eins gaman að rita þetta eins og að flytja.
því þá getur maður notað díalektinn sem í dölunum er notaður.
En það er nú allt önnur Ella.

Magnús Ásgeirsson þýddi þetta kvæði.

                        Góða nótt kæru vinir
.
HeartSleepingHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Dóra mín spjallið var gott að vanda hjá okkur og ég sendi þér og englunum mínum ljós og kærleik.
Mamma, amma, afi og Neró

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.2.2009 kl. 21:37

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Búkolla það er ótrúlegt hvað maður getur sparað bara aðeins að hugsa.
Maður er orðin svo góðu vanur sem er svo bara rugl ef maður hugsar út í það. ljós til þín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.2.2009 kl. 21:39

3 Smámynd: Auður Proppé

Góða nótt Milla mín

Auður Proppé, 9.2.2009 kl. 22:27

4 identicon

Unglambið ég, eins gömul og forn sál og ég er, er að fíla kvæðin þín. Ég ætla að reyna að útskýra þetta með 25 kg. sekkina fyrir krökkunum. Halda þá að ég sé galnari en venjulega. Skottan er farin pínu að skammast sín þegar kallinn er að reyna vera fyndinn fyrir framan vinkonurnar, skilurðu. Góða nótt kæra og kveðjur norður.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 22:34

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Knús á ykkur elskurnar mínar.
Veistu Einar það er ekkert að byrja að krakkarnir roðni ef maður byrjar
á ræðuhöldunumþó sér í lagi stelpurnar, en hún er líka á þeim aldrinum, síðar vilja þau fræðast.
Knús í daginn ykkar
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.2.2009 kl. 07:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband