Já það var sko gaman hjá þeim.
12.2.2009 | 14:02
Það var bara gaman hjá þeim og reyndar í fyrsta
skipti í langan tíma sem ég sé svona glettni hjá
vini mínum Grétari Mar, en það getur nú verið
önnur ástæða fyrir því.
Grétar Mar Jónsson.
//Vill leita að olíu og gasi á Skjálfandaflóa
Grétar Mar Jónsson, þingmaður Frjálslynda flokksins varpaði þeirri fyrirspurn til Össurar Skarphéðinssonar iðnaðarráðherra á Alþingi í morgun, hvort hugað hafi verið að því að leita að olíu og gasi á Skjálfandaflóa eða í Flatey á Skjálfanda.
Össur svaraði því til að á sínum tíma, árið 1987, hafi íslenskt stjórnvöld ákveðið að einbeita kröftum sínum að rannsóknum á Drekasvæðinu, enda þótt það sé lengra úti í hafi og að á þeim tíma hafi ekki verið til tækni til þess að vinna olíu af hafsbotni á slíku hafsvæði. Hann telji að það hafi verið framsýn ákvörðun.
Hins vegar séu til vísbendingar um að gas geti verið að finna undir Skjálfanda.
Svo virtist sem miklir kærleikar væru á milli þingmannsins og ráðherrans á þingi í dag. Sagðist ráðherrann ekki vita hvor þeirra ætti að skipta um flokk til að geta verið nær hinum, en lagði til að þeir eyddu ellinni saman í að leita olíu á Skjálfandaflóa. Grétar Mar sagðist hins vegar bera þá von í brjósti að Össur yrði fyrsti olíumálaráðherra ÍslandsJá ef þeir yrðu samflokka þá yrði það að vera í nýum krataflokki
mundi mér ekkert lítast illa á það.
Bara að láta ykkur vita ef af verður þá að leita ekki nærri landi
sko ég meina ekki nærri Húsavík já og heldur ekki nærri Flatey.
Ekki má skemma allt það fagra útsýni sem við höfum hér.
Annars verð ég nú trúlega komin í gleðina á elliheimilinu eða
bara sex fetin.
Vill leita að olíu og gasi á Skjálfanda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ussuss .. ég er sammála þér með að það að ef farið verður í svona ævintýri - megi helst ekki fara í svona stórar olíuleitanir of nálægt landi eða uppi á landi - ekki gott að fara að skemma falleg landsvæði eða kannski hrekja burt dýralíf sem er nú ekkert of mikið hjá okkur yfir höfuð.
Knús og kram inn í daginn og hafðu yndislega helgi Millan mín.
Tiger, 12.2.2009 kl. 16:15
Tiger minn ég á alltaf góða daga.
Veistu ég gæti ekki hugsað mér að fá olíuborpall hér upp við landsteina.
Annars var ég nú meira að djóka, þetta verður aldrei.
Knús til þín
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.2.2009 kl. 17:20
Það verður saga til næsta bæjar ef þeir fara að bora í flóann kveðja
Ásdís Sigurðardóttir, 12.2.2009 kl. 18:28
Hef siglt rétt framhjá olíupöllum í Norðursjónum, vil ekki sjá slík ferlíki of nærri landi.
Helga Magnúsdóttir, 12.2.2009 kl. 19:15
Ég sé hann Össur alltaf fyrir mér að leita að olíu á árabátnum með iðnarmanna borinn eins og þeir sáu hann í Spaugstofunni. Góðir þegar þeir eru að gera grín að þessari olíuleit hans. En hver veit kannski er bara olía í garðinum hjá þér Milla mín.
Knús til þín.
Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 19:40
Ásdís mín það verður vonandi ekkert af því enda var þetta meira meint sem djók
Knús kveðjur
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.2.2009 kl. 20:05
Sammála því Helga mín
Knús Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.2.2009 kl. 20:06
Já það er bara gaman að þessu Jónína mín, ertu nokkuð farin í
heimsreisuna?
Knús til þín
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.2.2009 kl. 20:08
Það styttist óðum að ég fari af stað í heimsreisuna Milla mín, tek flugið á Valentínusardaginn. Það verður örugglega veitt kampavín og rósir um borð í flugvélinni.
Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 20:10
Það verður ekki dónalegt Jónína mín, rósir og kampavín
örugglega.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.2.2009 kl. 20:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.