Fyrir svefninn.

Las í morgunn grein sem gladdi mitt litla hjarta, hún var
um krakka sem voru í unglingadeildinni Stormi á Kjalarnesi
og er það deild innan björgunarsveitarinnar Kjalar að
sjálfsögðu á Kjalarnesi.
Þau segjast læra margt og mikið við að starfa í deildinni.

Þessu trúi ég vel, strákurinn minn var mjög ungur er hann
byrjaði í björgunarsveitinni Sigurvon í Sandgerði.
Hann var þar er á þurfti að halda hinn tímann sem hann átti
afgangs var hann í boltanum, þetta var líf og yndi margra stráka
í Sandgerði á þeim tíma sem hann var að alast upp.
Það er nú stundum sagt að við sem þarna unnum hafi alið þessa
stráka og stelpur upp, en ég vann í Íþróttahúsinu og sundlauginni
sem var tengd því.
Þarna voru krakkarnir sem áhuga höfðu á íþróttum bókstaflega
allan daginn.
Yndislegur tími, mun ég aldrei gleyma honum, Doddi var nú líka
besti yfirmaður sem ég hef haft.

            *************************************

                      Sumar Enn

Nornir hafa snúið mér ljúfan þráð.
En hvort ég ann þér í reynd veit enginn
nema dauði sem heldur því leyndu
og leyfir af góðvild
að við látum blekkjast enn um sinn.


Núna er ég sýni þér þessar á blaði
hlærðu við og segir: Þetta geturðu birt,
það trúa því allir nema við.

Ó, nornamáttur haltu fram á haust
hverflyndum börnum tveim á þessum stað,
og lát þau höldnum augum hverfa saman
hinzta sinn - frá tæmdum stundarglösum -


Það er undrun í röddinni
þegar þú segir: við erum sami skuggi.
já, ansans skuggi sem niður í beggja blóði,
af því má sjá að það er sumar enn.

                      Stefán Hörður Grímsson.

Góða nótt kæru vinirHeartSleepingHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auður Proppé

Góða nótt Milla mín

Auður Proppé, 12.2.2009 kl. 22:08

2 Smámynd: Anna Guðný

Sofðu rótt Milla mín.

Anna Guðný , 12.2.2009 kl. 22:52

3 identicon

Góða nótt Milla mín.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 23:11

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sigrún Jónsdóttir, 12.2.2009 kl. 23:29

5 Smámynd: Erna

Góða nótt og takk enn og aftur fyrir kvöldskattinn þinn Milla mín. Ljós til þín og kærleiksknús

Enginn gafst tíminn til í dag að hringja í þig eins og ég hafði hugsað mér, en fljótlega mun ég heyra í þér. Var það ekki annars STUTT LÖNG STUTT hringinginn í kærleikskot

Erna, 13.2.2009 kl. 00:51

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góðan daginn kæru vinir og eigið góðan dag í dag.


Erna mín það var akkúrat hringingin og kærleikskotið er þér ætíð opið.
Ljós til þín ljúfust.
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.2.2009 kl. 06:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband