Sjálfstæðið kom til baka, þú sagðir frá.


Gott hjá þér flotta kona að segja frá, en tel þig hafa
endurheimt sjálfstæðið með því að segja frá þinni reynslu
.

Ólafía Ólafsdóttir innanhúsarkitekt

Ólafía Ólafsdóttir innanhúsarkitekt.

„Áður var reglan sú að duglegt fólk fékk vinnu og þannig ól ég upp börnin mín: menntaðu þig, vertu duglegur og ábyrgur og þá verður allt í lagi. En þetta er allt breytt," segir Ólafía Ólafsdóttir innanhúsarkitekt, sem er ein hundraða íbúa Suðurnesja sem misst hafa vinnuna í kjölfar kreppunnar.

Sjálf var Ólafía að taka fyrstu skrefin í átt að sjálfstæðum rekstri þegar markaðurinn hrökk í baklás. „Ég átti von á því að geta farið vel af stað og var búin að koma mér upp skrifstofuhúsnæði sem ég vann að á kvöldin, þegar þetta gerist allt saman og verkefnin sem ég hafði átt von á hurfu. Það byrjaði á því að menn sögðust aðeins ætla að bíða og sjá til, en í raun er ennþá biðstaða."

Atvinnuleysi hefur farið vaxandi um allt land en er hlutfallslega mest á Suðurnesjum. Líkt og fleiri segist Ólafía aldrei hafa búist við því að verða atvinnulaus og það sé skrýtin tilfinning að standa skyndilega í þeim sporum.

„Ég upplifi þetta þannig, og ég held að margir aðrir geri það líka, að mér finnst eins og sjálfstæðið hafi verið tekið af mér. Ég sem er harðdugleg, heilbrigð, vel menntuð og full af krafti ... allt í einu gat ég ekki það sem ég ætlaði, en það var ekki ég sjálf sem stoppaði mig. Í raun geng ég á vegg og möguleikarnir á að lifa því lífi sem ég hafði sett mér og stefnt að lokast."

Þrátt fyrir að hátt í 15 þúsund manns séu nú skráðir atvinnulausir á Íslandi segir Ólafía að fyrir marga sé umræðuefnið enn viðkvæmt. „Ég skammaðist mín pínulítið fyrst. Og svo fylgja þessu áhyggjur um hvernig maður á að framfleyta sér og hvað gerist næst.

Það sem Ólafía er að upplifa ásamt mörgum öðrum er svo
rétt og satt, sjálf hef ég reynt þetta.
Veit ég vel að þetta er erfitt og á eftir að versna, en við
eigum eftir að spjara okkur upp úr þessum vandræðum.

Eins og Ólafía lýsir, hún er hörkudugleg, vel menntuð og
var tilbúin í sinn eigin slag, en þá brást allt
Bara ekki gefast upp, þó draumurinn hrynji núna þá kemur
hann aftur hjá öllum sem eru í þessum sporum.

Við eigum öll framtíð fyrir okkur, reynum að gera það besta,
jafnvel að lýta á ástandið sem ný tækifæri
.

Kveðjur til Suðurnesja og allra landsmanna.

 


mbl.is Sjálfstæðið tekið af mér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Kveðjur til ykkar allra

Ásdís Sigurðardóttir, 13.2.2009 kl. 12:47

2 identicon

Góðan daginn frú mín góð. Hér erum við ljónið saman í flensunni í miklu bloggstuði. Hann liggur greyið sárlasinn ennþá, ekki líkur sjálfum sér, að horfa á Bósa ljósár og nýbúinn að fá stíl. Svona er þetta. Varðandi færsluna þá er hér einmitt svipuð frétt af visi.is. Þú hefur kannski séð þetta. Sú fjölskylda lét bréf fylgja með. Þetta eru því miður of mikið af sönnum dæmisögum úr íslensku þjóðfélagi í dag. Eigðu svo góða dag Milla mín. Kveðja frá stóra og litla ljónunum úr Mosó.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 12:52

3 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Já mér finst þessi kona dugleg,,,,,,,,  ja hvenær veit hver og hvenær hann missir vinnuna ??????   Ég er hálf með í maganum að vera að fara út  og ef ég hefði ekki pantað þessa ferð í sumar , fyrir þetta HRUN   allt saman þá væri ég bara hér heima.......á ísköldum klakanum,   ég hugsa með hryllingi ef að minn maður missti nú vinnuna sína......hvað þá ?? Hann er aðal tekjumaður fjölskyldunnar ( þó mér finnist þær fremur snauðar) en betra er það enn ekkert, það veit ég og minn maður er þannig að hann mundi eiga erfitt með að hafa ekkert fyrir stafni nema að skrá sig á atvinnuleysisbætur.   Hann er metin með 54 % varanlega örorku þessi elska en hann ætlar ekkert að gefast upp og vill vinna  eins lengi og hann getur , þó hann finni til hér og þar eftir slysið,  ég bara tel hann hörkutól ...........Það mætti vera eins um fleiri..... kanski sem aðfinna smásting og eru komnir á örorku..Knús á þig Milla mín

Erna Friðriksdóttir, 13.2.2009 kl. 13:00

4 identicon

Frábær kona tek undir það Milla

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 13:15

5 Smámynd: Auður Proppé

Dugnaðarforkur þessi kona

Auður Proppé, 13.2.2009 kl. 13:44

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Æi þið litlu ungarnir bara sárlasnir ennþá.koss á hvorn ykkar.
Já veistu það er svo og vona ég að það komi fleiri sannar sögur frá samtímanum því það er svo gott fyrir fólk að segja frá.

Vona svo að þið hafið það af þar til ljónynjan kemur heim til að hugsa um ykkur
Knús í Mosó
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.2.2009 kl. 16:08

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þarna er ég sammála þér Erna mín hann er duglegur þinn maður, það þýðir ekkert að væla og skæla, manni batnar ekki við það.

Bara flott hjá ykkur að fara út og hafa það gott saman
þið missið ekkert vinnuna.
ljós til þín ljúfust.
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.2.2009 kl. 16:13

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hallgerður, hún hefur bein í nefinu.

Auður mín harkan sex

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.2.2009 kl. 16:14

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ásdís mín sá þig ekki fyrr en nú, þú ert svo lítil elskan
Knús í krús
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.2.2009 kl. 16:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.