Draga úr löngun?
14.2.2009 | 07:59
kreppunni, ekki er kreppa í þeirra lífi, en yndisleg
eru þau.
Friðrik krónprins í Danmörku og eiginkona hans, Mary. Reuters
Engin kreppa í ástarlífinu?
Mun kreppan verða til að draga úr löngun til ásta? Eða munu pör verða enn duglegri í ástarlífinu en nokkru sinni fyrr og bæta sér þannig upp það sem þau fara á mis við núna, til dæmis verslunarferðir?
Að sögn fréttavefs BBC hallast Helen Fisher, prófessor við Rutgers-háskóla, að seinni tilgátunni. ,,Erfiðleika- og hættutímar geta ýtt undir hrifninguna - fólk er einfaldlega móttækilegra en áður," segir hún.
Hún segir að peningaáhyggjur almennt og einkum áhyggjur af atvinnuleysi muni auka magnið af dópamíni í heilanum, efnasambandi sem meðal annars tengist rómantískri ást. Fisher byggir skoðun sína á rannsókn sem gerð var 1974. Þá kom í ljós að karlar sem látnir voru ganga yfir brú sem virtist vera mjög hættuleg höfðu meiri hneigð en ella til að verða skotnir í myndarlegri konu sem vann að tilrauninni.
Það eru svo margar ástæður fyrir því að fólk verður
tilkippilegra til ásta, það hefur ætíð verið þannig.
Sumum finnst best að njóta ásta ef þeir eru ofurþreyttir,
Þá er fólk hugsandi um það allan daginn hvað verður
gott að koma heim og njóta afslöppunar og ásta.
Sumum finnst best er það er búið að fara á trypp í búðunum
versla nógu mikið, kemur heim upprifið eftir eyðslusemina
og þá er ástarleikurinn punkturinn yfir i-ið.
Samviskubit kemur einnig fólki til, og vill þá oft ástarleikurinn
verða ofsafenginn og taka fljótt af.
Núna er þjóðin öll í erfiðleikum og þá fyndist mér að pör sem eru
í sambúð ættu að taka það sem verkefni að láta málin ganga
gera það saman og finna gleðina í því, þá kemur líka mikil
löngun bæði í góða ástarleiki og gleði saman og með sínu fólki.
Bara ekki gleyma af hverju þið byrjuðu að vera saman.
Á morgun er Valentínusar-dagurinn og þá vona ég að allir
sýni ást og kærleika.
Eigið góðan dag í dag
Milla
Engin kreppa í ástarlífinu? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ehemm, maður fer bara hjá sér svei mér þá En ég vona og bíð eftir að kreppan hafi þessi áhrif á þessu heimili
Unnur R. H., 14.2.2009 kl. 09:36
Gaman að sjá þig Unnur mín. heyrðu þú lætur það bara gerast.
Knús til þín
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.2.2009 kl. 09:39
Góðan daginn Milla mín, mikið ertu með rómantískar pælingar í morgunsárið, enda Valentínusar dagurinn í dag
Eigðu góðan dag og knús
Auður Proppé, 14.2.2009 kl. 09:55
Já elskan verður maður ekki að vera rómantískur annars taka áhyggjur og önnur vandræði völdin.
Ljós og kærleik til þín ljúfust
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.2.2009 kl. 10:10
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 14.2.2009 kl. 10:17
Takk fyrir hlýjar kveðjur Milla mín og njóttu dagsins í botn.
Ía Jóhannsdóttir, 14.2.2009 kl. 12:46
Sömuleiðis Silla mín hafið það öll sem best í Heiðarbænum
Knús kveðjur frá okkur Gísla
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.2.2009 kl. 16:37
Ía mín takk sömuleiðis, mun gera það.
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.2.2009 kl. 16:37
Það er ýmislegt í okkar eðli sem við gerum án þess að átta okkur á. Til dæmis er sagt að fólk á eyju eins og þessari hér, laðist fólk að aðkomlingum, hringir einhver bjöllum, suðrænir sjómenn, dátar og svo framvegis. En þetta er frá náttúrunnar hendi til að auka blóðblöndun. Það er líka sagt að á stríðstímum fæðist fleiri börn og fleiri utan hjónabands, ergo í stríði deyja fleiri og þess vegna mikilvægt að auka barnsfæðingar. Ef til vill erum við ennþá ekki komin alveg úr takti við eðli okkar. Knús á þig mín kæra.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.2.2009 kl. 18:59
Flott hjá þér elskan og raun-satt.
Knús Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.2.2009 kl. 19:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.