Allt upp á borðið.

Eins gott að Efling fór og ræddi við Ráðherra
annars hefðum við ekki komist að þessu
nema kannski eftir öðrum leiðum
.

Þorvaldur Örn Kristmundsson

// Innlent | mbl.is | 17.2.2009 | 11:10

Hvöttu ráðherra við að hætta við uppsögn starfsmanna

Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra, hitti í morgun forystumenn Eflingar - stéttarfélags, til að ræða aðstæður ófaglærðra á heilbrigðisstofnunum.

Það voru þau Sigurður Bessason, formaður Eflingar, Kristín Jóhannesdóttir, Marilin B. Obiang og Harpa Ólafsdóttir sem heimsóttu ráðherra. Auk þess að ræða aðstæður ófaglærðra á heilbrigðisstofnunum afhentu fulltrúar Eflingar heilbrigðisráðherra erindi og hvöttu hann til að Landspítalinn hætti við uppsögn 35 starfsmanna í ræstingu á Landspítalanum í Fossvogi. Segir í ályktun Eflingar að uppsagnirnar stangist á við stefnumörkun ríkisstjórnarinnar.

Það gat svo sem verið að það ætti að ganga að þeim
sem lægstu launin hafa, og annað, allt of fátt fólk er
við þessi störf, takið það til skoðunnar.

Ég og mitt fólk komum einu sinni inn á Boggann, er við
komum inn í liftuna og vorum á leiðinni upp sagði eitt
barnabarnið mitt: ,, Hér er virkilega illa þrifið."
Ég leit í kringum mig og satt var það, Bogginn var skítugur.
Við komum þarna nokkra daga í röð og sömu klessurnar og
blaðadraslið var þar til staðar.
Þetta var ekki um helgi.


Heilbrigðisráðherra hefur undanfarna daga átt viðræður við ýmsa starfs- og faghópa heilbrigðisstofnana. Þannig hitti hann á dögunum fulltrúa Læknafélags Íslands og félags heilsugæslulækna, en ráðherra hyggst á næstunni halda fundi með hjúkrunarfræðingum, sjúkraliðum og fulltrúum frá SFR, starfsmannafélagi ríkisstofnana.

Fjandinn hafi það eina sem getur lækkað rekstrarkosnað
sjúkrahúsanna er að endurskipuleggja allt frá grunni,
ekki bara taka toppinn og aðeins niður að miðju og svo er
neðsta hæðin og kjallarinn eftir.

Einu sinni var ég stödd í setustofu á Lansanum þá kom ung
stúlka og moppaði yfir gólfið síðan stuttu seinna kom önnur
að þurka af hreinsa blómin og lauf og annað rusl fór á gólfið.
Illa skipulagt af yfirmanni.


mbl.is Hvöttu ráðherra við að hætta við uppsögn starfsmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Milla mín það er alltaf byrjað á ræstingafólkinu þegar kemur að uppsögnum ,en bætt við á skrifstofurnar ,.Það finnst mér mjög skrítin ráðstöfun ,hvað er u ráðamenn að hugsa skil það engan veginn  

Kveðja Óla suður með sjó 

Ólöf Karlsdóttir, 17.2.2009 kl. 12:51

2 identicon

Kæra Milla. Þakka þér fyrir innlitið og orðsendingarnar þínar sem mér þykir vænt um. 

Já. Er það ekki makalaust að alltaf skuli gengið á þá sem minnst hafa.  Í þessum tilvikum eru árslaun ræstingarfólksins ef til vill tveggja mánaða laun stjórnenda.  Á hvorum endanum skyldi því vera skynsamlegra að endurskipuleggja?  Svíar og Englendingar berjast einmitt núna við mannskæðar bakteríur sem aðeins þrífast á sjúkrahúsum og valda dauða sjúklinga - líklega mest VEGNA ÓÞRIFNAÐAR.

 Já. Skrýtin er þessi veröld.

Bestu kveðjur 

Unnur Sólrún (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 13:37

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Óla mín ég er bara ekki að skilja svona tík.
Knús til þín ljúfust
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.2.2009 kl. 13:42

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þakka þér sömuleiðis fyrir þína síðu.

Það er makalaust að þeir skuli ætíð ráðast á þessa stétt, því það verður að þrífa og það vel, en nauðsynlegt að endurskipuleggja.
Ljós til þín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.2.2009 kl. 13:44

5 identicon

Manni sýnist að það eina sem er ekki skorið niður sé ríkiskirkjan... enda búast menn við metaðsókn þangað... við að jarða þá sem hafa ekki efni á læknishjálp... eða fá sýkingar á kolskítugum spítala.
úje

DoctorE (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 14:42

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Allavega hefur ekki verið talað um niðurskurð þar sem ætti að gera því kirkjan á nóg af peningum.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.2.2009 kl. 15:34

7 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

Ljúfust mín

Sigríður B Svavarsdóttir, 17.2.2009 kl. 15:35

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Knús til þín Sigga mín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.2.2009 kl. 15:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband