Morgunröfl.

Flott þætti mér að vita hverjir hafi keypt lúxusbíla gamla
Kaupþings, mikill afsláttur var gefin af þessum bílum sem
voru 50 bílar metnir á 400 miljónir, en seldir á 100 miljónir.
Nú ekki ber þeim saman um afsláttinn, söluaðilanum og
þeim sem stóðu fyrir sölunni.
Sem sagt hverjir keyptu bílana, fyrir hvað og fengu þeir
lán fyrir þeim í nýja Kaupþingi?

Veit að ég fæ aldrei svör við þessu, enda kemur mér
þetta svo sem ekkert við.

                 ************************

Engin spurning það á að afnema eftirlaunaruglið, komin
tími á að menn geri sér grein fyrir að ekki er hægt að leika
sér með peninga skattgreiðenda, það er nefnilega á launum
hjá okkur  þetta mæta fólk.

                ************************

Já blessaður, bara alltaf að misskilja, hann Geir H. H.
gaman finnst mér samt að heyra að þessi maður kann
að byrsta sig og fer ansi oft í pontu.
Með árunum, í stjórn, tel ég hann hafa misst málkraftinn,
eða kannski fundist hann vera yfir það hafin að útskýra
málin fyrir bæði þingheimi og okkur hinum.

               *************************


Það er þetta með fylgi flokkana, ekkert að marka.
Ég veit alveg hvernig næsta stjórn verður eða er ansi
hrædd um að það verði gamla stjórnin tilbaka sem var
búin að vera, ja of lengi.
Sjálfstæðið þarf langt og gott frí og Framsókn má missa
sig mín vegna.

             ***************************

Annars er ég bara góð, held að það sé ágætisveður úti,
en það sést eigi svo gjörla í myrkrinu samt eru einhverjar
kviður. Gísli minn var að koma úr sjæningu, það er nefnilega
í hans verkahring að opna gluggana og setja Neró út þá
kemur í ljós allt um veðrið.
Þarf að baka brauð í dag en veit ekki hvað ég geri.
Eigið góðan dag
Milla.
Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Eigðu góðan dag Milla mín.

Ía Jóhannsdóttir, 17.2.2009 kl. 08:44

2 identicon

Góðan daginn Milla mín, bara að kasta á þig kveðju. Vona að dagurinn verði ljúfur hjá þér. Kær kveðja.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 12:13

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sömuleiðis til þín Einar minn.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.2.2009 kl. 12:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband