Detta nú ekki af mér allar dauðar.

Já er það? Á það virkilega að vera stærsta verkefni
okkar að mennta þjóðina til þess að þeir verðir hæfir
til að taka þátt í að virkja lýðræðið, sem talað er um.
Ef að við Íslendingar erum ekki nægilega menntaðir
þá held ég að menntamálaráðuneytið ætti ekki að
draga úr grunni menntunar sem eru grunnskólarnir
og upp í Háskóla.

„Allsherjar endurmenntun nauðsynleg"

„Það var mjög afgerandi skoðun fólks á fundinum að stærsta verkefni Íslendinga á næstunni sé að hér þurfi allsherjar endurmenntun þjóðarinnar til þess að ná fram því virka lýðræði sem talað er um," sagði Sigurborg Kr. Hannesdóttir hjá fyrirtækinu Ildi, sem stóð í gær ásamt Háskóla Íslands og fleirum, að samræðufundi um þróun lýðræðis á Íslandi í átt til virkari þátttöku almennings og hagsmunaaðila.

Samkoman var á Háskólatorgi HÍ með fyrirkomulagi sem kallað er Heimskaffi (World Café); slíkir fundir eru ólíkir venjulegum fundum að því leyti að samræður fara fram í litlum hópum og þykir aðferðin vel til þess fallin að ná skýrri niðurstöðu með lýðræðislegum hætti.

Mikið rétt svo koma hóparnir saman og setja fram sýna
skoðun og sýn á málefninu sem rætt er um hverju sinni.

Rædd var spurningin: Ef Ísland vildi verða til fyrirmyndar í því að auka þátttöku almennings og hagsmunaaðila í „nýju lýðræði", hvaða afgerandi skref gætum við stigið?" Og svarið var afgerandi, eins og
Sigurborg benti á. „Jafnvel að byrja þurfi frá grunni, í skólakerfinu; á gagnrýnni hugsun, siðfræði og heimspeki - til þess að við verðum öll hæf til þess að taka þátt í lýðræðinu.

Hvenær á að byrja á því er það er verið að skera niður á
öllum sviðum fjölga á í skólastofum og minna námsefni
jafnvel í boði, en það á eftir að koma í ljós, skal ekki
fullyrða um það.

Að fundinum stóðu Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við HÍ, ILDI þjónusta og ráðgjöf, Endurmenntun HÍ og Morgunblaðið.

Það er svo langt frá því að ég sé á móti menntun
og er afar   hlynnt henni í alla staði og mundi ég segja
að menntunarkerfi það sem býður upp á að börn fari á
sínum hraða í gegnum skólakerfið sé meira í hávegum
haft. Nóg um börnin.


En að lesa það að það sé brýnasta verkefnið að
endurmennta þjóðina sem er bara ágætlega menntuð
finnst mér frekar benda til virðingaleysis við aðra en þá
sem í háskóla hafa gengið.

Þetta fólk skal athuga það að fólk hefur allt annað að hugsa
um heldur en að setjast á skólabekk , en ríkið ætlar kannski að
borga þeim mannsæmandi laun á meðan það er að mennta sig.

Tel flott að fólk fari í það að mennta sig, en það er ekki brýnasta
verkefnið að endurmennta fólk við erum bara ágætlega menntuð
úr skóla lífsins.

Góðar stundir.

 


mbl.is „Allsherjar endurmenntun nauðsynleg“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auður Proppé

Góðan daginn Milla mín

Ég held að síðasta kynslóð sem "var völd að" hruninu hefur verið menntuð á rangan hátt, einhvers staðar er maðkur í mysunni og allir þessir ungu menn höfðu allt of háleitar hugmyndir um hvað langt þeir gætu gengið og áttu að kallast hámenntaðir. 

Nú get ég alls ekki fullyrt að það sé ástæðan, veit bara að skóli lífsins gefur ekki gráðu sem myndi vera samþykkt í þeim störfum, því miður. Reynslan gefur oft mikið meira en bækur ég er sammál því.

Knús í daginn þinn

Auður Proppé, 20.2.2009 kl. 07:16

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ef hún er að tala um að opna augun á okkur fyrir svindli og svínaríi eins og viðgengist hefur undanfarna áratugi meðan við lokuðum augunum, þá er það svo sannarlega rétt, við höfum verið eins og sauðir leiddir til slátrunar, og þó einstaka hafi reynt að vara almenning við, þá vað einfaldlega enginn hljómgrunnur.  Ég hef oft furðað mig á því hve fólk hefur verið handgengið valdhöfum trúgjarnt og lotið þeim í duftið.  En svona er þetta.

Aftur á móti ef hún er að tala um að allir þurfi háskólamenntun þá er hún á rangri braut.  Eins og þú segir, oft jafnast skóli lífsins á við bestu háskólamenntun, það fer eftir manneskjunni sem meðtekur það sem að henni er rétt. 

Knús á þig inn í daginn mín kæra.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.2.2009 kl. 08:05

3 identicon

Ég get ekki skilið þessa grein öðruvísi en að það sé allt í einu komin menntunarkrafa á lýðræðið hér á landi, ég get semsagt ekki orðið virkur þáttakandi nema hafa lokið einhverju námi áður, síðan hvenær gerðist það?!

Menntun sem slík er að sjálfsögðu góðra gjalda verð en mér finnst keyra um þverbak þegar menntahroki er slíkur að það sé verið að setja háskólagráðu kröfu á sjálft lýðræðið.

Lifið heil.

Sigurður H (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 10:04

4 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Góður pistill hjá þér.

Kær kveðja

Kristín Katla Árnadóttir, 20.2.2009 kl. 10:55

5 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sennilega er það fólkið með háskólagráðurnar, sem þarf að endurmennta...kannski við ómenntaða fólkið getum "leiðbeint" því í nægjusemi og almennri siðfræði

Sigrún Jónsdóttir, 20.2.2009 kl. 11:08

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hæ Auður mín, er bara ekki að skilja svona lagað, erum við íslendingar svona illa að okkur, eða eigum við að læra til heilahreinsunar fyrir eitthvað visst eða hvað.
Ekki er ég á móti menntun en að koma í kreppunni og tala um þetta er ég ekki að skilja.
Ljós í daginn þinn

Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.2.2009 kl. 11:22

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hæ Ásthildur mín maður spyr sig náttúrlega hvað hún sé að meina, en ég tel að við séum alveg búin að læra og opna augun fyrir sið og virðingarleysi við okkur þegna þessa lands.

Ég er ekki á móti menntun, en hún er ekki allt.
Ljós til ykkar vestur og gleymdu nú ekki að kyssa elskurnar sem
þú vinnur með frá mér.
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.2.2009 kl. 11:28

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sæll Sigurður, gott innlegg hjá þér og já maður spyr sig hvort fólk sé ekki gjaldgengt nema?????????????
Kveðja

Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.2.2009 kl. 11:30

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Katla mín ljós til þín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.2.2009 kl. 11:31

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sigrún við gætum sko örugglega kennt þessu mennta-hroka-fólki
heilmikið.
Ljós í þinn dag
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.2.2009 kl. 11:32

11 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Ætli hugsunin með þessu sé ekki að efla samræðuna um menntun, efla samræðuna um siðfræði, efla samræðuna um lýðræði, efla samræðuna um hvernig við viljum sjá framtíð lands okkar. -

Efla okkur, mig og þig,  og alla þá sem skrifa hér á bloggið og þyrstir eftir umræðu.  Þá er hugsunin að efla "samræðuna".

Íslendingar hafa ekki mikið talað saman undanfarna áratugi, það hafa farið fram orðsendingar í skeytastíl, oft í formi háðsglósa, enn oftast orð látin falla í kaldranalegum húmor.

Án þess að ætlast til að einhver svari.  Og hafi einhverjum orðið á að svara eða jafnvel andmæla, þá er jafnan litið á viðkomandi sem einfeldning. 

Vegna þess að við höfum misst niður orðræðuna, samtölin, samræðuna.

Eins og við misstum niður samkenndina og samlíðunina, sem var svo rík í okkur Íslendingum langt fram eftir síðustu öld, og hélt lífstórunni í þjóðinni öldum saman.

Þessvegna er þörf á að þjappa fólkinu saman, þjappa þjóðinni aftur saman, hittast, ræða málin, skiptast á skoðunum, finna til, finna með. VERA.

VERA ÓHRÆDD VIÐ AÐ HUGSA OG HAFA SKOÐANIR. ÞAÐ ER ENGINN ÖÐRUM FREMRI

Endurmenntun, Símenntun, Heimspeki námskeið, Siðfræðinámskeið, og samræður sem skapast við sameiginlegt lestrarferðalag.

Allt þetta, eða eitthvað af þessu mun hjálpa okkur af stað í að fylla það tóm sem skapast getur í hjarta okkar, við atvinnumissi, ástvinamissi, heilsumissi, og svona mætti lengi telja.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 20.2.2009 kl. 12:20

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Lilja mín að vanda kemur þú með flott komment, sammála er ég þér í
þessu öllu.

Hugsunin er örugglega sú, en mæla mætti hana á mannamáli.

Íslendingar þurfa að læra að tala saman um mál sem viðkoma daglegu lífi og sem betur fer eru nú margir að því.
Sér í lagi unga fólkið.

Einfeldning ,já oft er það nú og ef þú hefur skrítnar skoðanir, miðað við það sem öðrum finnst, ertu bara ekki með.

Samkenndin kemur upp í okkur oft á tíðum í gervi góðmennsku, en hún er einnig til einlæg sem betur fer.

Lilja mín ég veit að þetta er rétt með menntun og bara allt sem þú telur upp, en það þarf bara að byrja í leikskólanum,
ekki að taka fullorðið fólk inn í dæmið nema að það vilji það sjálft.

Það eru örugglega margir sem þurfa á því að halda að
VERA ÓHRÆDDUR VIÐ AÐ HUGSA OG HAFA SKOÐANIR.
ÞAÐ ER ENGINN ÖÐRUM FREMRI.

En því miður breytum við ekki og kennum ekki gömlum hundi að sitja og það eru einnig svo margir sem kunna svo miklu meira en við höldum.

Takk fyrir þitt innlegg
ljós í daginn þinn.

Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.2.2009 kl. 13:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.