Þær eru til yngri.
21.2.2009 | 10:15
Þrettán ára selja sig fyrir fíkniefni
Rannsóknum vegna vændis ungra stúlkna allt niður í 13 ára hefur fjölgað undanfarin tvö ár þótt rannsóknirnar hafi ekki verið margar, að því er Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, greinir frá. Að sögn Björgvins hafa stúlkurnar oftar en ekki selt sig fyrir fíkniefni eða áfengi.
En af hverju eru þær ekki margar?
Jú að því að stúlkan sem í hlut á vill ekki kæra.
Hún er föst í neyslu.
Björgvin Björgvinsson kveðst ekki minnast þess að málin hafi leitt til kæru eða ákæru á þessum undanförnum tveimur árum. Í þessum málum sem við höfum haft til rannsóknar hefur þolandinn, það er að segja barnið, ekki verið mjög samstarfsfús þannig að við eigum erfitt með að ná í þá sem hafa notfært sér stelpurnar," segir Björgvin og bætir því við að lögreglan hafi áhyggjur af fjölgun þessara mála.
Það verður að vera með sterkar forvarnir alveg frá unga aldri,
en þannig að börnin verði ekki hrædd heldur að þetta sé
bara liður í siðferðislegu uppeldi, ef börn eru alin upp í því
hvað er rétt og rangt þá fara þau síður þessa sorglegu leið.
þau verða auðvitað fyrst og fremst að bera virðingu fyrir
sjálfum sér.
Nú eru til rannsóknar hjá kynferðisbrotadeildinni mál tveggja unglingsstúlkna, 13 og 14 ára, sem taldar eru hafa selt sig fyrir fíkniefni og áfengi. Þeir sem vekja athygli á slíkum málum eru yfirleitt skólayfirvöld, að sögn Björgvins.
Sem betur fer eru skólayfirvöld orðin það þroskuð að þau
gera sér grein fyrir því að það er í lagi að láta vita,
það er sko ekki þeim að kenna og þetta er ekki blettur á
skólanum.
Það er blettur að láta ekki vita.
,,Þeim finnst kannski barnið haga sér öðruvísi en gengur og gerist og skólinn lætur barnayfirvöld vita. Málin koma ekki alltaf til rannsóknar hjá okkur en þau gera það þegar ástæða þykir til. Það fer eftir alvarleika málsins og hversu langt þetta er gengið," segir Björgvin.
Díana Óskarsdóttir, ráðgjafi í Foreldrahúsinu, segir nokkur tilfelli um vændi mjög ungra stúlkna hafa komið upp á yfirborðið í viðtölum þar á undanförnum árum.
Stígamót fá í hverri viku nokkur símtöl sem tengjast einhvers konar kynferðislegu ofbeldi gegn börnum, að því er Þórunn Þórarinsdóttir ráðgjafi greinir frá.
Eitt er sem allir verða að gera sér grein fyrir að við foreldrar,
leikskólakennarar, kennarar og aðrir þeir sem umgangast
börnin okkar hafa alla ábyrgð.
það var verið að tala um að allsherjar endurmenntun vær
stærsta verkefni þjóðarinnar.
Hvernig væri þá að byrja á unga aldri og leggja sérstaka
rækt við þá sem erfitt eiga með að læra, ekki sleppa af
þeim hendinni eins og gert var hér áður fyrr, hjálpa strax
þá mundu kannski færri börn lenda í þessum málum.
Vöknum öll til lífsins og verum með því þetta getur
gerst hjá okkur.
Þrettán ára selja sig fyrir fíkniefni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Góðan daginn Millan mín
Þetta er mikið rétt að forvarnir verða að byrja frá unga aldri en svo er spurning hvað mikið síast inn hjá krökkunum. Við sem foreldrar, ömmur og afar verðum öll að leggjast á eitt og svo hefur hugarfarið á heimili barnanna mikið að segja líka. Ég veit um dæmi þar sem börnum hefur liðið illa heima hjá sér og þess vegna reynt að eyða sem minnstum tíma þar og leiðst í neyslu.
Knús í daginn þinn
Auður Proppé, 21.2.2009 kl. 10:43
Þessi frétt meiðir. Maður trúir ekki eigin augum.
Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 21.2.2009 kl. 11:21
Það er enginn lögaldur á vímuefni. Hugsið ykkur ef að vímuefni væru einungis seld í nokkrum verslunum þar sem haft er fullt eftirlit með allri neyslu sbr. áfengisverslanirnar. Myndi það leysa einhver vandamál?
Matti (IP-tala skráð) 21.2.2009 kl. 11:40
Auður mín það er allt þetta sem er á milli línana og það er svo margt ó margvíslegt að ekki er hægt að setja í færslu, engin mundi nenna að lesa það, en gott að fá í kommentum.
Að sjálfsögðu þurfum við endalaust að vera á varðbergi, og að hafa hugann við að börnunum líði vel heima hjá sér og í skólanum.
Ljós í daginn þinn
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.2.2009 kl. 12:00
Matti, það myndi auka neysluna auk þess sem það myndi draga til okkar alla aumingja og eiturlyfjaneytendur Evrópu sem myndu skilgreina landið okkar sem frábæran stað til að búa á og stunda eiturlyfjaneyslu með tilheyrandi glæpum og ógnunum.
Það er þetta sem hefur verið að gerast í Hollandi, venjulegum Hollendingum til mikils ama.
Sigurður Viktor Úlfarsson, 21.2.2009 kl. 12:00
Hallgerður mín hún meiðir, en þetta er ekki að byrja í dag búið að vera í felum í tuga ára.
hér áður seldu þær sig fyrir fötum og öðru því sem þeim vantaði, síðan kom hassið. Gæti sagt margt en læt hér staðar numið.
Ljós í daginn þinn
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.2.2009 kl. 12:03
Matti það tel ég eigi og ef þú kemur inn aftur þá vísa ég þér á komment frá Sigurði Viktor.
Kveðja til þín
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.2.2009 kl. 12:05
Takk fyrir þitt innlegg Sigurður það er mikið rétt sem þú telur upp.
Kveðja til þín
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.2.2009 kl. 12:06
Þetta er skelfilegt, vesaling börnin og fjölskyldur þeirra. Þetta er einmitt það sem maður hræðist mest. Ótrúleg sorglegt.
Rut Sumarliðadóttir, 21.2.2009 kl. 12:41
Ég spyr mig nú samt hvar foreldrarnir voru?
Þegar einstaklingur er kominn í þessa aðstöðu fer það ekki milli mála, þannig að líklegt verður að teljast að foreldrarnir hafi ekki verið til staðar eða í bullandi afneitun. Börn sem fá tíma með foreldrum sínum í gegn um allt uppeldið eru mun ólíklegri til að koma sér í þessar aðstæður. Börn sem fá ekki umhyggjuna og traustið sem þarf heldur boð og bönn annaðslagið (eða foreldra sem voka yfir börnunum að reyna að vernda þau frá heiminum) eru síðan mun líklegri til að sækjast í rugl.
Margir þeirra sem ég þekki til sem fóru í ruglið komu af heimilum þar sem annaðhvort voru strangar reglur en lítil samvera (trúaðir foreldrar), eða frá óvirkum ölkum sem reyndu að nota hræðsluáróður í stað eðlilegra samræðna. Hinir hafa bara minni áhuga á lífstílnum og þurfa ekki að flýja foreldrana til að finna frelsi.
Ég er 33, og tveggja barna faðir.
Ari (IP-tala skráð) 21.2.2009 kl. 13:03
Já Rut mín sorglegt og mest fyrir það að við sofnuðum á verðinum fyrir langa löngu.
Knús í daginn þinn
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.2.2009 kl. 13:47
Ari minn þetta er rétt hjá þér og þú kemur vel að því orði.
Takk fyrir innlitið
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.2.2009 kl. 13:48
spurning í framhaldi frá matta spurningu
En ef bara hassið yrði leift í ríkinu myndi þaði taka peninginn frá sölumönnunum og fólk kæmist ekki í sterku efnin á samastað og hassið yrði selt.
Við viljum alltaf meina að eitt leiði að öðru,sem sé að ef við notum hass þá byrjum við fljótlega á sterkari efnum.
kv stjani
stjani (IP-tala skráð) 21.2.2009 kl. 14:44
Stjani auðvitað á ekki að leifa hass frekar en eitthvað annað, út með þennan viðbjóð allan.
Takk fyrir þitt innlegg
Kveðja
Milla.
Merkilegt að hér hafa komið nokkrir karlmenn sem ég fagna að sjálfsögðu, en engin talar um það sem rætt er um í upphafi það er að
börn selji sig til að borga neyslu.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.2.2009 kl. 15:12
Skelfilegur veruleiki.
Sigrún Jónsdóttir, 21.2.2009 kl. 16:27
Já förum þá út í afneitunina ,td frá móður ,dóttir kemur og talar um að sér hafi verið nauðgað .Hvað var svarið þegiðu og láttu engan heyra þetta .Það þarf líka að afnema afneitunina .:-(
Keðjuknús Óla:-)
Ólöf Karlsdóttir, 21.2.2009 kl. 17:08
Akkúrat Sigrún mín, ömurlegt.
Knús til þín
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.2.2009 kl. 17:26
Óla mín auðvitað þarf að gera það það má ekki lengur þegja yfir hlutunum, koma fram og tala um þá.
Knús til þín
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.2.2009 kl. 17:28
Það mega ekki vera hömlur á flæði efna ef einhver lögleiðing verður.
Sigurður. það er ekki sjálfgefið að allt þurfi að fara í rusl við smá frelsi.
Glæpir tengdir efnum eru yfirleitt vegna verðlags, þ.e til fjármögnunar. betra flæði yrði til verðlækkunar. Hvað ógnir varðar þá tel ég þær að miklu komnar frá því að menn vernda sitt umhverfi og lífshætti, sem og að þær tengist verðlagsmálum, t.d skuldurum.
Neytandi (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 00:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.