Fyrir svefninn, martröð fólks.

Ef satt reynist og bankarnir eru að selja þessar eignir
langt undir markaðsverði, þá er það ekki gott.

Ætíð hefur það tíðkast að fólk hafi getað keypt á ágætis
verði af bönkunum og með frábærum skilmálum.
fólk hefur slegist um þessar eignir, það er að segja þeir
sem minna hafa haft á milli handanna.

Ef um fínni eignir er um að ræða þá hafa þær kannski
komið á söluskrá einn dag eða svo, en eru seldar ef einhver
spyr um þær.

Ég sel þetta ekki dýrara en ég keypti það.

En ef satt reynist með þessar sölur sem eiga að fara fram
sama hvað það kostar þá er gróflega verið að mismuna fólki.


                    *****************************

               Smá grín í endann.

Kona úr Þingeyjarsýslu kvað þessa vísu til Hermóðs í Árnesi
um það leiti er Miðkvíslarmál og deilurnar um laxárvirkjun
stóðu sem hæst.

               Hermóður með himneskt skap
               hallar sér að konum.
               Ekki myndast mikið krap
               í miðkvíslinni á honum.

Sigurður Ívarsson kvað:

              Nú lifi ég þessu lífinu fríða,
              um lauslæti hugsa ég ekki par.
              Fer snemma að hátta, er hættur að ríða
              og hugsa um dyggðir og þess konar.

Góða nótt kæru vinir
HeartSleepingHeart


mbl.is Eignir á „góðu verði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og kveðjur:=)

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 21.2.2009 kl. 22:22

2 identicon

Góða nótt Milla mína.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 21.2.2009 kl. 23:35

3 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

En voru bankarnir ekki að lána til íbúðakaupa ,og verðið snar hækkaði ,við það.Ég hef grun um að þar sé maðkur í misunni .En held 

að bankarnir eignist allar íbúðir bráðum og legi þær til okkar  bara .Þetta er bara mín hugdetta .

En góða nótt Milla mín ,

þín Óla og Vala knúsý knús 

Ólöf Karlsdóttir, 22.2.2009 kl. 00:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband