Hugum að heimahögum.

Hinir handteknu störfuðu í alls 29 borgum í Bandaríkjunum.

Hinir handteknu störfuðu í alls 29 borgum í Bandaríkjunum.

// Erlent | mbl.is | 23.2.2009 | 20:50

Uppræta barnavændi

Bandaríska alríkislögreglan, FBI, hefur handtekið hátt í 600 manns í þriggja daga aðgerðum gegn barnavændi í Bandaríkjunum. Börn allt niður í 13 ára aldur hafa verið seld af misindismönnum í vændi.

Yfir 570 manns í 29 borgum hafa verið teknir höndum vegna gruns um aðild að vændinu og segir lögreglan nú allt kapp lagt á að hafa hendur í hári 16 ára stúlku sem plataði ung börn til fylgilags við dólgana.

Það þarf að þyngja dóm þessara manna svo að þeir hugsi
sig tvisvar um áður en þeir fara að græða peninga á börnum
á svona viðbjóðslegan hátt sem að selja þau til vændis.

16 ára stúlka sem platar ung börn til fylgilags við þessa menn
er að sjálfsögðu heila þvegin, dópuð eða bara alin upp í algjöru
siðleysi og gerir þetta fyrir peninga.

Afar sorglegt og ekki mikið að gera úti í hinum stóra heimi,
en við getum gert heilmikið hérna heima því að sjálfsögðu
er þetta til hér og það allt niður í mjög ungan aldur.
Ætla ég ekki nánar út í þá sálma, en hugsið um það og
verið ekki svona fjandi lokuð inni í ykkar glerhúsi.

Lögreglukonan Melissa Morrow hjá FBI sagði eldri vændiskonur hafa veitt ábendingar um stúlkuna sem talin er hafa leiðst út í vændi 13 ára gömul. 

Börnin sem bjargað hefur verið úr höndum vændishringjanna eru á aldrinum 13 til 17 ára.

Þið hugsið örugglega að það sé alltaf verið að tala um þetta
og að það þurfi ekki alltaf að vera að tönglast á þessu.

það er akkúrat það sem þarf þar til allir vakna upp og taka
þátt í því að vaka yfir og láta vita.

Eigið góðan dag.


mbl.is Uppræta barnavændi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Ojbarasta og ullabjakk.

Rut Sumarliðadóttir, 24.2.2009 kl. 13:19

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Tek undir það Rut mín

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 24.2.2009 kl. 13:46

3 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

Úff púff...Ljós til þín ljúfust mín..

Sigríður B Svavarsdóttir, 24.2.2009 kl. 16:01

4 identicon

Skelfilegt að heyra þetta ásamt mörgu öðru.

Hafðu góða kvöldstund.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 20:39

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hæ elskurnar mínar kvöldstundin er bara búin að vera góð og fer bráðum að sofa og hvíla mig, þurfti nú endilega að detta á stofugólfið eina ferðina enn, passaði mig ekki á máttlausa fætinum og datt.
vonandi verður það búið á morgun.

Ljós til ykkar
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 24.2.2009 kl. 20:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband