Hefði sko millifært þá strax.

Og svo aftur og aftur og engin hefur leifi til að fara inn
á reikning til að taka út peninga, en svo er þetta þannig
að þú skuldar alltaf tæknilegu mistökin.
Ég hefði nú samt viljað verða gjaldþrota fyrir 130 miljarða kr.

Svo er það afar hlægilegt, þegar talað er um tæknileg mistök
þetta heita á réttu máli mannleg mistök og við þurfum ætíð
að greiða þau sama hvað þau koma sér illa.

En af því að til eru útsmognir glæpamenn, þá var nú víst best
að láta peningana vera, annars hefði henni kannski verið kálað.


Óhuggulegur heimur sem við búum við í dag.




mbl.is Milljarðar birtust á reikningnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hefði tekið 10mill út strax...  sagt svo við þá að þegar þeir spyrðu um þessar millur sem ég tók út að það væri fyrir leigu á reikningnum mínum sem þeir millifærðu inná í leyfisleysi.  10mill af 130milljörðum er bara djók auðvitað.

KidB (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 08:56

2 Smámynd: Auður Proppé

Góðan daginn Milla mín

Konugreyið, þetta hefur nú verið freistandi hjá henni fyrst hún lét engan vita en ákvað að tékka aftur í von um að þetta myndi ekki uppgötvast, aldrei að vita.   Hún hefur örugglega ekki trúað sínum eigin augum blessunin að vera orðin milljarðamæringur

Knús og kærleik í daginn þinn elskuleg

Auður Proppé, 25.2.2009 kl. 09:04

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það hefði náttúrlega verið snjalt, 10 miljarða Humm.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 25.2.2009 kl. 09:12

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Dágóðir vextir sem hún hlýtur að hafa fengið þarna

Sigrún Jónsdóttir, 25.2.2009 kl. 09:33

5 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Ég hefði verið snögg að millifæra á reikninginn minn á Jómfrúareyjum!

Rut Sumarliðadóttir, 25.2.2009 kl. 12:29

6 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

hefði ekkert haft á móti því að fá þennan pening á bókin a mína

Knús Óla  

Ólöf Karlsdóttir, 25.2.2009 kl. 13:38

7 identicon

Hafið þið aldrei lent í þessu? Það sem mér finnst fyndnast er að bankarnir geta farið inn á reikninginn manns, þegar þeir setja svona pening alveg óvart inn á hjá manni, og eytt innlegginu - þeir taka peninginn ekki aftur úr heldur eyða öllum sönnunum um að peningurinn hafi nokkurn tímann verið þar inni.

Ég held að Kaupþing hafi allavega tvisvar gert mér þetta.  Reyndar ekki svona stórar upphæðir.

Varðandi þessa blessuðu konu er eins gott að hún millifærði ekki eins og þú segist hafa mundu gert.  Þá færi hún væntanlega beinustu leið í djeilið.  Maður má víst ekki snerta peninga sem maður veit að maður á ekki, þó þeir hafi ratað inn á reikninginn manns.

Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 13:46

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Bragi auðvitað veit ég það, já þeir eru sniðugir hjá bönkunum, eigi hef ég nú lent í þessu, en veit dæmi þess.
Kveðja til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 25.2.2009 kl. 14:40

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Óla mín, hefði svo gjarnan viljað eignast smá brot hefði gefið það að mestu til þeirra sem bágast eiga.
Knús til þín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 25.2.2009 kl. 14:41

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Rut ertu svona útsmogin í útrásinni, bara með reikning á eyjunum frægu.
Uss skamm skamm.

Knús í knús
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 25.2.2009 kl. 14:43

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sigrún heldur þú að hún fái þá?

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 25.2.2009 kl. 14:44

12 Smámynd: Villi Asgeirsson

Millifæra 130 milljarða til Tívolíeyjar, fara í djeilið og borga sekt og lifa í vellystingum eftir það.

Hvað hefði gerst hefði hún gert þetta? Hefði almenningsálitið á fjármálastofnunum breyst eitthvað? Hefði hrunið orðið endanlegt?

Villi Asgeirsson, 26.2.2009 kl. 09:16

13 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það er spurning Villi, en veistu, við þessir vanalegu Jónar erum svo heiðarlegir að aldrei mundum gera slíkt.
Það er eins með lánin okkar erum að sperrast við að borga og eigum svo ekki fyrir salti í grautinn.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.2.2009 kl. 09:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.