Pissað á útrásarvíkinga.

Hef nú ekki heyrt annan eins dónaskap.
Eru íslendingar virkilega svo dónalegir að þeir pissi
á fólk þó það séu bara myndir, en í pissuskálum á
herraklósettum einhvers skemmtistaðar í Reykjavík.

Hvað hafa menn út úr því og selur þessi heimska
fólki, kemur það á þennan stað?
Það er, er hann verður opnaður, sem er í bráð.

Ég mundi álíta að svona gjörningar kynntu undir
múgsefjun, blindfullir vanvitar, pissandi á þetta fólk
tautandi fyrir munni sér þú gerðir mig öreiga, þú ert
villidýr, pissa bara á þig, en hvað svo ef maðurinn
sem á í hlut mundi nú birtast, 'o my þá yrði nú fyrst
allt vitlaust.

Ef að við ætlum að fara að haga okkur svona lágkúrulega
þá erum við engu betri en þeir sem pissað var á það er
að segja ef hann er sekur.

Getum við sest í dómarasæti og dæmt einhverja menn
fyrir eitthvað sem við vitum ekki hvað er því við höfum
ekki hundsvit á því sem er að gerast.
Allavega hef ég það ekki á þessu stigi málsins, en þeir
mega svo gjarnan vita að engu er hægt að ljúga í mig
ég trúin engum, en þar til að sannast hefur, hvað og hver
þá eru við engu betri ef við högum okkur eins og skríll.

Eigið góðan dag
Milla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auður Proppé

Góðan dag Milla mín og ég vona að þú sért að jafna þig eftir fallið

Auður Proppé, 26.2.2009 kl. 08:56

2 Smámynd: Anna Guðný

Já Milla mín, það er ýmislegt sem fólki dettur í hug til að trekkja að. Mér finnst þetta líka ósmekklegt, enda erum við oft sammála í svona málum.

Hafðu það gott í dag ljúfan

Anna Guðný , 26.2.2009 kl. 09:05

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Auður mín ég verð vonandi fljót að jafna mig eftir öll föll, sko var að detta núna en gat gripið í stólinn hér við tölvuna, en vonandi sleppir fjandans brjósklosið taugunum svo ég fái kraft tilbaka.
Ljós til þín ljúfust
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.2.2009 kl. 09:25

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Anna Guðný mín mér finnst endilega að við þurfum að gæta okkar og það erum við svo sannarlega sammála.
Ljós í daginn þinn
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.2.2009 kl. 09:26

5 Smámynd: TARA

Það verður alltaf þannig Milla mín...sumir eru ótrúlega fljótir að upphugsa gróðavænlega starfsemi vegna ófara annarra.

Vona að þú eigir góða dag

TARA, 26.2.2009 kl. 10:26

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já Tara mín en við höfum bara ekki leifi til að láta svona, maður skammast sín fyrir fáviskuna í sumum, svo hlær fólk að.
Knús til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.2.2009 kl. 10:48

7 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég er svo sammála þér Milla mín.

Kær kveðja

Kristín Katla Árnadóttir, 26.2.2009 kl. 16:14

8 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Þetta er alveg fáránlega hallærislegt. Þetta á örugglega að vera eitthvað hip og kúl. Bara botna þetta ekki.

Helga Magnúsdóttir, 26.2.2009 kl. 19:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.