Hugleiðing á sunnudagsmorgni.

Hef nú eigi heyrt það vitlausara, bílar í farbann, kona
sem ætlar til Noregs með Norðrænu á vit nýrra atvinnu
fær ekki að fara með bílinn sinn úr landi, bíllinn er 3 ára
og hefur hún aldrei verið í skuld með hann, á eftir að
borga í þrjú ár og þeir, það er Tryggingarnar vilja ekki
leifa bílnum að fara úr landi, ræfillinn er kyrrsettur þó
hann hafi aldrei gert neitt af sér.
Datt í hug alla þá sem fara í sumarfrí á sama hátt og
með bíla áláni, er það þá heldur ekki hægt?
Vitið hef bara aldrei heyrt það asnalegra.

Jæja ég sit hér og er ég horfi út um gluggann það sem ég
sé er bara í næsta hús, það er stórhríð, rok og ekki neinum
út sigandi, en man ég það nú verra er yngri ég var þá var sko
hægt að tala um óveður, þetta eru svo sem engin veður í dag.
Undanskil þó fjallvegi.

það sem gleður mig mest í dag er að lesa um alla þá sem sátu
þing í góðærinu,  hruninu og svo núna sem á að heita einhver
gæðastjórnun og hjálp í þessu og hinu sem engin sem minna
mega sín verður var við.
Flest þetta yndislega fólk ætlar að sitja áfram búið að raða á lista
eða kjósa í prófkjöri svo eru allir bara undur ánægðir með úrslit
þeir munu bæta sig núna þessir menn.
Talað er um sóknarfæri í mínu kjördæmi, hægan var ekki búið að
sjá þau áður?
Gaman verður að tala saman eftir 4 ár, því ég verð nú bara að
viðurkenna að ég treysti ekki neinum  flokkum til þeirra verka
sem þarf að leysa núna. Getur einhver sannfært mig?

Gleðilegt er einnig að Barbie er 50 ára í dag, hugsið ykkur og
hún er en jafn vinsæl.
Dætur mínar léku sér við Barbie síðan eru barnabörnin að því núna.
Frábært til hamingju Barbie.

Jæja nú er það sjæninginn, maður getur ekki setið svona
í allan dag.
Knús á línuna
Milla
Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Kveðja inn í góðan dag.  Ætla líka að fara að koma mér í gang. 

Ía Jóhannsdóttir, 8.3.2009 kl. 10:21

2 identicon

Góðan daginn Millan. Skemmtileg lesning og góð hugleiðing. Hér bjart og sól en kalt. Talandi um gæðastjórnun m.ö.o. góð stjórnun. Það væri óskandi að þing og ráðherrar störfuðu samkvæmt lágmarksgæðastaðli sem væri tekinn út reglulega. Þeir ætlast þess til af öðrum en ekki sjálfum sér. Svona er hausinn á kýrinni skrýtinn. Eigðu góðan dag þrátt fyrir slæmt veður. Góðar kveðjur héðan.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 11:39

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Knús í daginn þinn Ía mín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.3.2009 kl. 11:53

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Einar minn læt nú eigi veðrið aftra því að eiga góðan dag.
Búin að fara í sjæninguna og elda brauðsúpu með rúsínunum út í átti ekki sveskjur, geri yfirleitt súpu úr endunum sem koma af rúgbrauðinu er ég sneiði það niður, svo höfum við þeyttan rjóma með.

Það sem maður krefst af öðrum á maður að framfylgja sjálfur.
Og eins og þú kemur inn á væri gott að þeir gerðu það blessaðir.

Knús til ykkar
Frá Húsó.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.3.2009 kl. 11:59

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

njóttu dagsins....það er gott að kúra inni þegar Kári æðir um

Hólmdís Hjartardóttir, 8.3.2009 kl. 16:44

6 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og ljúfar sólarkveðjur:0)

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 8.3.2009 kl. 17:24

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Vallý bíllinn minn er næstum kominn í kaf hér alveg upp við húsið, síðan er ég búin að fá nýjar útigardínur sem heita snjór, nýjasta hönnun eftir veðurguðinn, ekki dónalegt það sé ekki út.
Knús til þín í sólinni.
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.3.2009 kl. 18:46

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þú þekkir þetta Hólmdís mín, tengdasonur minn kom áðan á jeppanum
varla komst hann fyrir bílum sem voru fastir á öllum hornum, en komst þó, bara að labba úr bílnum, að húsinu varð hann al-klammaður.
þetta er versta veður sem hefur komið í vetur og bara síðan ég flutti hingað. hef að sjálfsögðu séð það verra hér á árum áður.
Knús til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.3.2009 kl. 18:51

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk Linda mín þú færð bara ljós frá mér í staðin fyrir sólina
Knús til þín

Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.3.2009 kl. 18:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband