Fyrir svefninn, smá röfl.
12.3.2009 | 21:25
Hef nú eigi heyrt aðra eins vitleysu, heldur þessi gaur að
það sé þetta sem við þurfum ein matvörubúðin í viðbót?
Ekki aldeilis við höfum Bónus, Nettó, Kaskó og krónuna
svo eitthvað sé upptalið.
Ég fyrir mína parta versla í Kaskó því ég bý á Húsavík, en
nota hvert tækifæri til að versla í Bónus á Akureyri.
Hvað vinnur þessi maður, er hann bara í því að undirbúa
einhverja verslun, hann hlýtur að hafa haft sterkt stofnfé
ef hann vinnur ekkert með þessu. Fyrirgefið þetta vekur
bara undrun mína.
Annars kemur mér þetta ekkert við að öðru leit en því að
á Íslandi bý ég og vill ekki að þær verslanir sem fyrir eru
fari á hausinn vegna þess að einhver gaur opnar búð sem
örugglega allt of margir freistast til að kíkja í, við erum svo
hrikalega nýungagjörn, en aldrei mun ég stiga fæti þarna
inn, það er að segja ef hann getur fjármagnað þetta.
**************************
Annars er ég bara góð kemur í ljós í fyrramálið hvort þetta
kvef fer á verri veginn eða betri, ég segi betri veginn.
Góða nótt kæru landar
Jón Gerald kynnir Smart Kaup | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Bara rétt að kíkja inn og láta vita að ég sé risin upp aftur. Lá flöt ansi lengi.
Ég er heldur ekki að kaupa þetta. Lyktar of mikið af eintómri hefnd.
Hafðu það gott ljúfan og kysstu Gísla frá mér.
Anna Guðný , 12.3.2009 kl. 22:00
Einmitt, vona að kvefið þitt fari á betri veginn en Jón Gerald á "smart" veginn, þ.e.a.s. þann verri, bara rugl að mínu viti.
Marta smarta, 12.3.2009 kl. 22:48
Þetta er nú orðið meira ruglið, nú er ekki rétti tíminn til að koma með nýja verslunarkeðju. Það vantar hérna "að hrista hausinn kall" svo ég set bara þennan í staðinn
Góða nótt og sofðu rótt. Vona að heilsan sé að verða betri
Auður Proppé, 12.3.2009 kl. 23:06
Ó jú, nú er rétti tíminn að koma með nýja lágvöruverslun og ég fagna því svo sannarlega og óska Jóni Gerald til hamingju með það. Frábært framtak hjá honum og ég vona svo sannarlega að þessar verslanir eigi eftir að ganga vel hjá honum. Ég mun ábyggilega vera með þeim fyrstu til þess að versla við hann. Yesss
Ég vona samt að þrátt fyrir þessar fréttir að heilsan fari batnandi hjá þér Milla mín.
Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 23:16
góðan daginn stelpur, Jónína læt nú ekki svona fréttir aftra því að heilsan verði betri.
Það verður gaman hjá okkur ef við til dæmis förum eitthvað saman þá fer önnur til Jóns Geralds og hin til Jóhannesar í Bónus
Knús til ykkar allra
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.3.2009 kl. 07:01
Það er eins gott að Jón Gerald verði þá við hliðina á Bónusbúðunum svo við þurfum ekki að fara í sitthvorn endann á bænum. Svo verður hver að borða upp úr sínum poka ekki get ég farið að borða Bónusmat og þú Smart kaups mat.
Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 10:29
Nei það getum við ekki gert, verðum bara að hætta þessu rugli og versla bara þar sem okkur finnst best vera saman og hafa gaman.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.3.2009 kl. 11:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.