Viðbót við færsluna mikið var.
17.3.2009 | 19:28
Langar til að bæta við nokkrum atriðum sem ég var eiginlega
of þreytt til að tala um í gærkveldi.
Allir vita það að vændi, barnaklám og klám af öllum toga
hættir aldrei, það verður alltaf til.
Einnig vitum við að klám tengist víni, dópi og öfugt og við
munum aldrei að fullu getað aftrað því.
Þessi lög eru nauðsynlegur og góður liður í því að geta náð
til þeirra sem stunda kaup á klámi.
Hef nú oft talað um þetta áður, en það erum við foreldrar,
ömmur, afar, leikskólakennarar, kennarar og allir þeir sem
koma að uppeldi barnanna okkar sem þurfa að hjálpast að
við að ala börnin upp í góðum gildum, hvað sé rétt og rangt.
Mikið hefur til dæmis borið á virðingaleysi í tali barna og það
er miður því barn sem sýnir öðrum virðingaleysi ber ekki virðingu
fyrir sjálfum sér, þetta þarf að laga.
Einnig er afar brýnt að ala börnin upp þannig að allt þetta sé
ekki eins og kennsla heldur að það sé bara liður í lífinu rétt eins
og að bursta tennurnar, borða, klæða sig og umfram allt að sýna
þeim kærleikann því ef þau ekki fá hann þá leita þau eftir honum
í hinum ýmsu myndum.
Eigið góðan dag í dag.
Og ég spyr af hverju ekki fyrir margt löngu, var einhverjum
hagur í að hafa þetta svona?
Fyrirgefið það er von að maður spyrji, búið að taka of mörg
ár að setja þessi lög.
Til stendur að breyta almennum hegningarlögum þannig að kaup á vændi verði gert refsivert. mbl.is/Árni Torfason
// Innlent | mbl.is | 17.3.2009 | 15:03Kaup á vændi verði refsiverð
Í nýrri aðgerðaáætlun gegn mansali, sem ríkisstjórn Íslands samþykkti í dag, eru lagðar til aðgerðir sem miða að því að sækja gerendur til saka, auka aðstoð við þolendur og tryggja vernd þeirra. Þá stendur til að breyta almennum hegningarlögum þannig að kaup á vændi verði gert refsivert.
Einnig á að girða fyrir undanþágumöguleika í lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald fyrir nektarstaði þannig að lögin banni alfarið starfsemi nektarstaða. Þá verða siðareglur settar fyrir Stjórnarráðið og opinberar stofnanir sem fela í sér skýlaust bann við kaupum á kynlífsþjónustu.Talað er um að þessi lög færi málið neðanjarðar, en það er
ekki endalaust hægt að skýla sér á bak við það.
Ef eftirlitið með þessu er gott ef stúlkur vita að þær geta
fengið hjálp þá hlýtur þetta að minnka þó við vitum að ætíð
verði þetta til því miður.
Vonum það besta.
Góða nótt
Kaup á vændi verði refsivert | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Gott kvöld hér.
Já meiningin er góð líklega. Áfengisbannið í bandaríkjunum þar sem kaup á áfengi var bannað varð til þess að færa kaup og sölu áfengis undir glæpaflokka og skapa þar með glæpamönnum alveg gríðarlegar tekjur.
Reikna má með að sama gerist með vændi undir þessum nýju lögum. Þetta færir tekjur til glæpahópa. Vegna þess að ekki er þorandi fyrir leikmenn að gera viðskiptin nema fyrir tilstuðlan glæpona vegna hættu á ákæru. Að komast í viðskiptin gegnum undirmálsmenn tryggir að viðskiptin séu ekki "under cover" aðgerð lögreglu eða DV.
Þetta er afturför að mínu mati og menn geta rétt ímyndað sér þá aðstöðubreytingu sem konurnar verða fyrir.
Svona frumvarp nánast tryggir aðkomu þriðja aðila að vændi í öllum tilfellum.
Árni (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 20:37
Er ekki sammála þér Árni en það er allt í lagi að við séum eigi með sömu skoðun.
Kveðja til þín.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.3.2009 kl. 21:14
Milla mín góða nótt.
egvania, 17.3.2009 kl. 22:00
Þá verður vændisþjónusta ókeypis í þessu landi hér eftir sem er ágætt fyrir illa borgandi neytendur, nei djók. Það verða samt örugglega fundnar leiðir framhjá þessu ef ég þekki hórumangara þessa lands rétt (þekki þá samt ekki neitt, ekki misskilja strákinn gott fólk). Annars góðir punktar hjá þér Milla mín. Vonandi hefur Árni ekki rétt fyrir sér, en hann ber kynlífssölu saman við áfengi og dóp. Þekki ekki samanburðinn. Sem betur fer. Eigðu annars ofsalega góða nótt mín kæra og skilaðu kveðjur frá okkur.
Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 22:02
Þessi lög voru þörf fyrir löngu en ég fagna að nú hafi vændi verið bannað. Vændi er brot á mannréttindum og með lokun þessara nektarstaða mun það að mestu hverfa en þó þarf líka að vera á varðbergi fyrir vændi sem er rekið í heimahúsum eða auglýst á netinu.
Klámvæðingin er vonandi að deyja út.
Hilmar Gunnlaugsson, 17.3.2009 kl. 22:14
Góða nótt mín kæra
Sigrún Jónsdóttir, 17.3.2009 kl. 23:10
Vallý þó og skilja mig eftir úti Milla mín nú verð ég að fylgjast með heimsókn á vissan stað .Eins gott að ég flækist ekki í það.Góða nótt Milla mín ,Óla og co
Ólöf Karlsdóttir, 17.3.2009 kl. 23:46
Ásgerður mín góðan daginn og endilega vertu í bandi elskan
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.3.2009 kl. 07:29
Einar minn þú veist nú að ég sem kalla þig strák misskil eigi orð þín.
Auðvitað verður vændi alltaf til, en vonandi tekst með öllum þeim ráðum sem við eigum til að bjarga einhverjum.
Árni er að líkja saman tíma AL Capons þá voru nú löggumenn bara drepnir ef þeir stein héldu ekki kjafti og litu undan.
Við skulum vona að það verði minna um svoleiðis ofbeldi og mútur
núna.
Því miður fer þetta saman vín dóp og vændi, en þessi lög voru samt nauðsynleg.
Góðan daginn kveðjur til ykkar í Mosó
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.3.2009 kl. 07:38
Hilmar minn klámvæðingin deyr aldrei út, ég vildi að það væru fleiri menn eins og þú, en hvernig dettur þér í hug að menn sem eru sjúkir í svona ógeð hætti eins og hendi er veifað, Nei Hilmar því miður það verður aldrei. rétt hjá þér á varðbergi verðum við að vera.
Kveðja til þín
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.3.2009 kl. 07:43
Knús í daginn þinn Sigrún mín
Ladý Vallý posavél? sko Óla viltu vera á varðbergi með hana Vallý.
Þú hringir bara í Pétur ef einhver grunur læðist að þér.
Knús í daginn ykkar
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.3.2009 kl. 07:47
Solla Guðjóns, 18.3.2009 kl. 08:15
Ía Jóhannsdóttir, 18.3.2009 kl. 08:48
Knús til ykkar Ía og Solla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.3.2009 kl. 10:17
Auður Proppé, 18.3.2009 kl. 10:24
Sigríður B Svavarsdóttir, 18.3.2009 kl. 11:04
Knús til ykkar elskurnar eigið góðan dag
Væri nú gott ef einhver mundi kommenta á þessa færslu mína,
hef áhuga á að vita hvað fólki finnst um þessi mál.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.3.2009 kl. 11:43
Ég er nú svolítið mikið hrædd um að hann Árni sem skrifar efsta kommentið hafi rétt fyrir sér í þessum málum, því miður held ég að þetta sé að virka eins og hann sér það.
Ljós til þín Milla mín.
Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 11:56
Já Jónína enda segi ég það síðar í kommenti frá mér.
Knús Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.3.2009 kl. 12:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.