Fyrir svefninn.
22.3.2009 | 21:26
Það er svo mikið að gerast að varla nokkuð er til að skrifa um,
jæja samt. Svaf til hádegis í dag, ég veit það er ekki í lagi, en
stundum er maður bara ekki í lagi.
Drattaðist fram til að borða brauð, pepsí, súkkulaði, kex og
bara nefnið vitleysuna sem er í gangi á þessum bæ.
Engum er það að kenna nema mér þó ég sé nú að kenna
meðulum um sem ég byrjaði á fyrir tveimur mánuðum, ætla að
panta tíma hjá lækninum mínum á morgun.
Milla og Ingimar komu með stóra ljósið í heimsókn um sex leitið
þá vorum við búin að hita okkur brauð í ofni, þau voru að koma
úr afmæli, ekki beint svöng, en samt smá þegar við vorum búin
að borða þá þvoði ég minni um hendurnar, henni fannst nú nóg
um og sagði:,, amma, hættu nú þessu veseni."
Stúfurinn minn í Njarðvíkunum er með Gin og klaufaveiki.
Dóra frænka hans spurði hvort það væru ekki bara beljur sem
fengu slíkt.
Viktoría Ósk mín kom heim í dag, undur og stórmerki gerðust
hún svaf án mömmu á Egilstöðum, enda þarf hún að venja sig
við ef hún ætlar að vera í fimleikum.
Jæja ætli það sé ekki best að fara að undirbúa bedtime, sko á
að vakna sex í fyrramálið fer í þjálfun klukkan átta.
Það tekur nú tíma sinn að regulera lyfin í skrokknum, en geri það
nú oftast sitjandi hér við tölvuna.
Góða nótt kæru vinir
jæja samt. Svaf til hádegis í dag, ég veit það er ekki í lagi, en
stundum er maður bara ekki í lagi.
Drattaðist fram til að borða brauð, pepsí, súkkulaði, kex og
bara nefnið vitleysuna sem er í gangi á þessum bæ.
Engum er það að kenna nema mér þó ég sé nú að kenna
meðulum um sem ég byrjaði á fyrir tveimur mánuðum, ætla að
panta tíma hjá lækninum mínum á morgun.
Milla og Ingimar komu með stóra ljósið í heimsókn um sex leitið
þá vorum við búin að hita okkur brauð í ofni, þau voru að koma
úr afmæli, ekki beint svöng, en samt smá þegar við vorum búin
að borða þá þvoði ég minni um hendurnar, henni fannst nú nóg
um og sagði:,, amma, hættu nú þessu veseni."
Stúfurinn minn í Njarðvíkunum er með Gin og klaufaveiki.
Dóra frænka hans spurði hvort það væru ekki bara beljur sem
fengu slíkt.
Viktoría Ósk mín kom heim í dag, undur og stórmerki gerðust
hún svaf án mömmu á Egilstöðum, enda þarf hún að venja sig
við ef hún ætlar að vera í fimleikum.
Jæja ætli það sé ekki best að fara að undirbúa bedtime, sko á
að vakna sex í fyrramálið fer í þjálfun klukkan átta.
Það tekur nú tíma sinn að regulera lyfin í skrokknum, en geri það
nú oftast sitjandi hér við tölvuna.
Góða nótt kæru vinir
Athugasemdir
Svaf til hádegis, fékk sér svo súkkulaði, kex og pepsí. Jæja mín kæra gengin í endurnýjun unglings. Gott að lesa hvað þú ert skemmtilega ung í anda. Gaman að lesa hversdagslegar lýsingar hjá þér og geta gert svo mikið grín af sjálfum sér. Annars góðar kveðjur úr hundslappadrífu héðan. Góðan nótt.
Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 22.3.2009 kl. 21:55
Borðaði hún hvað ? ? ?
Milla þó hvar er rúgbrauðið, speltbrauðið, gulræturnar, eplin og allt það sem er svo holt og gott fyrir líkamann.
Ja hérna ég segi nú bara góða nótt Milla mín og vona að líkamanum gangi vel að vinna úr þessum ófögnuði sem þú gegn vilja þínum gróðursetti í hann.
Einhver hefur hreppt þig í álög !
Fussum svei og skömm, skömm.
Ein alveg svo rasandi hissa !
egvania, 22.3.2009 kl. 22:24
Milla mín, gott hjá þér að sofa út og svo í svallið í náttfötunum. Bara að leyfa sér þetta svona öðru hvoru og njóta þess á meðan.
Góða nótt og sofðu rótt í alla nótt.
Auður Proppé, 22.3.2009 kl. 22:50
Það er mest móðins núna að taka einn sukkdag í viku. Það er sagt svo gott fyrir kerfið. Ég veit ekkert um slíkt - ég ét bara það sem hendi er næst.
Knús og góða nótt
Ragnheiður , 22.3.2009 kl. 22:57
Góða nótt Milla mín
Sigrún Jónsdóttir, 22.3.2009 kl. 23:32
Silla mín stundum gengur allt út í hróa og verst er hjá mér er ég er búin að vera slæm.
Knús í daginn þinn kæra vina
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.3.2009 kl. 07:03
Þú ættir bara að vita hvað ég er ung í anda og svo verð ég að koma með allt það hversdagslega sem kemur hjá mér það er svo sjaldan elskan
Knús í Mosóinn
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.3.2009 kl. 07:05
Auður elskan, skylningur þinn er mér mikil huggun í ofáts-temanu
Ljós í daginn
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.3.2009 kl. 07:06
Vallý mín flottasta það ert þú einnig, bara flottust og synd að segja að þið kunnið ekki að lata ykkur þarna sunnan heiða.
Ljós til þín elskan
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.3.2009 kl. 07:09
Ásgerður hef mér það til afsökunar að ég er að geyma rúgbrauðið þar til í grillveislunni, svo er ég að stækka magann fyrir marengstertuna á laugardaginn ekki fáum við smörebröd.
Svo skal ég taka öllu þessu frá þér eftir næstu helgi.
Hægan er ég virkilega að svara þessu? Fjandi er ég vitlaus.
Gangi vikan vel hjá þér elskan mín.
Þín vina Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.3.2009 kl. 07:13
Ragga mín ég nenni nú ekki svoleiðis rugli geri eins og þú, borða er ég er ó óstuði
Knús í daginn
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.3.2009 kl. 07:15
Sigrún mín, ljós í daginn þinn
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.3.2009 kl. 07:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.