Hefði sko bakkað í hans sporum.

Sem betur fer er ég það ekki. Oft verið hugsað til þess
er menn og konur sitja endalaust á þingi hvort sem er
í ríkisstjórn eða í andstöðinni.
Er ekki hægt að hætta, er þetta einhver fóbía sem fólk
fær gagnvart annarri vinnu eða hvað er þetta eiginlega?

Nokkrir eru þeir sem eru búnir að vera of lengi og er
maður orðin þrautleiður á mörgum þeirra svo leiður á
þeirra þreyttu röddum að maður bara slekkur er þeir
byrja.

Jæja Einar fékk fullt af karla atkvæðum í annað sætið
svo hann telur ekki að hann eigi að hætta.

Ég var svo viss um að konurnar yrðu ofar á listanum,
en svei ykkur kjósendur.


mbl.is „Mun að sjálfsögðu taka þetta sæti“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auður Proppé

Ég er nú ekki mikið inní þessu en ég hef bara aldrei tekið eftir þessum manni áður eða þá að hann hafi gert eitthvað af viti.  Kannski var það þá fyrir 2004 þegar ég flutti hingað heim?

Sammála, konurnar ættu að vera ofar á listanum.  Knús í daginn þinn Milla mín.

Auður Proppé, 23.3.2009 kl. 08:30

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Einar k Guðfinnsson var sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðis og Samfylkingar áður en þessi bráðabyrgðar stjórn tók við.
Hann er bara gamall á þingi og fólk átti að kjósa hann út af listanum því við viljum endurnýjun.
Knús í daginn þinn elskan
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.3.2009 kl. 09:27

3 Smámynd: Auður Proppé

Hehe, sýnir hvað ég er lítið inní þessu, takk fyrir upplýsingarnar.

Auður Proppé, 23.3.2009 kl. 09:31

4 Smámynd: Heidi Strand

Auður þú hefur ekki misst af miklu.
Ég held að hans tími er liðinn.

Heidi Strand, 23.3.2009 kl. 09:35

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það skulum við vona Heidi það sem býr í þessum heilum er eiginhagsmunastefna.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.3.2009 kl. 10:34

6 identicon

Þá verðum við bara að vona að fólkið kjósi ekki Sjálfstæðisflokkinn í þessu kjördæmi og mótmæli þannig. Það þurfa víst að vera ansi margar yfirstrikanir til þess að það verði mark á því tekið. En ég þarf ekki að hafa áhyggjur af þessu ég ætla ekki að kjósa.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 11:08

7 identicon

Mér skilst að sá sem er í öðru sæti sé kvótakóngur.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 11:09

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Allir sjálfstæðismenn kjósna náttúrlega flokkinn, get bara ekki skilið af hverju þeir vilja ekki endurnýjun.

Var að segja við þjálfarann minn í morgun að við ættum að stofna kaffihús fyrir þá sem ekki ætla að kjósa og féll það í góðan jarðveg.
Það væri kannski lagið á hverjum stað fyrir sig. þá kæmi í ljós hvað í raun margir detta úr, en þeir sjá það náttúrlega á kjörsókn.
Bara gaman að gera eitthvað svona.

Knús í daginn
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.3.2009 kl. 11:34

9 identicon

Ein hjúkkan á Grensás ætlar að opna kaffihús 1. maí en það er verst að það er salur Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði en hún er auðvitað með hann á leigu.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 12:33

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Vá frábært og þá fyrir þá sem ekki ætla að kjósa, sko það gerist allt í firðinum.
Knús í krús

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.3.2009 kl. 12:47

11 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Ekkert að kommentera á þessa færslu bara sendi hér kveðjur og knús.

Ía Jóhannsdóttir, 23.3.2009 kl. 12:51

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Elskan þú þarft ekki að gera það, knús á þig tilbaka ljúfust
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.3.2009 kl. 13:08

13 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Það er svo erfitt að verða atvinnulaus á þessum síðustu og verstu....hvaða vinnu fengi f.v. þingmaður og ráðherra?.

Sigrún Jónsdóttir, 23.3.2009 kl. 14:00

14 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

USS Sigrún mín okkur kemur það nú ekki mikið við.

Gömlu mennirnir mundu nú hafa svar við þessu öllu og ef þeir hefðu verið við lýði hefðu málin eigi farið eins og nú.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.3.2009 kl. 15:20

15 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Jónína sá ekki fyrr en nú að þú varst að tala um kvótakóng, hef ekki heyrt það en það mun koma í ljós, ekki yrði ég hissa.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.3.2009 kl. 16:16

16 identicon

Ef ég færi í svona og bæði um 1-3 sæti en fengi 9 mundi það tákna að annað fólk var valið.En stundum veit fólk ekki hvenær er best að hætta. Nei ég er ekki að fara í framboð

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 16:47

17 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ég var nú að vona það elskan, en já það mundi tákna það.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.3.2009 kl. 17:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.