Fyrir svefninn.

Fór í nudd í morgun, ekki veitti af eftir hækjuna í 3 mánuði.
Ég fæ nudd hjá Björgu minni einu sinni í viku svo er ég hjá
Jóhanni einnig einu sinni í viku.

Pantaði tíma fyrir mig hjá lækninum og var svo heppin að einn
tími var laus í þessari viku, ég hringdi klukkan tíu, svo ásóknin er
mikil.

Var nú hálf tussuleg fram eftir degi eftir nuddið það hefur ekki
verið hreyft við þessu síðan fyrir jól.

Gísli minn sótti Aþenu Marey á leikskólann og var hún hjá okkur
þar til hún fór í fimleik.
Við horfðum á eina mynd saman, Hefðarkettina og á meðan við
horfðum perlaði hún eitt hjarta.
Vorum síðan í mat hjá Millu, hún var með svínalundir sem hún
setti í pottrétt á Indverskan hátt æði.

einu sinni var ég að tala um tískuna og setti inn nokkrar myndir
hér koma fleiri. Þetta eru ballskórnir mínir síðan 1965 eða svo.

100_8123.jpg

100_8124.jpg

Þetta er perlutoppur keyptur hjá Báru bleiku í Austurstræti
mamma átti hann og lét mig hafa hann.
Síðan kemur perluveskið mamma átti það líka.
Þetta eru bara antik hlutir í dag.

100_8126.jpg


Það kemur meira seinna.

Góða nótt kæru vinir
HeartSleepingHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Glæsilegt Milla mín. Ef skórnir frá árinu 1965 eru antik þá er ég líka antik. Og líkar það vel. Enda aldrei verið verðmætari. Öllum velkomið að fjárfesta í hlutum í mér. Við erum ekki að tala um fjármálaloftbólu. Heldur eðal stöff. Vona að skrokkurinn sé aðeins skárri núna í kvöld eftir daginn. Skilaðu kveðjur til allra og við biðjum að sjálfsögðu kærlega að heilsa norður. Góða nótt kæra.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 21:33

2 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Vá hvað þetta er flott Milla mín.Knúsý knús ,Óla og co

Ólöf Karlsdóttir, 23.3.2009 kl. 22:09

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Flottir munir, vá

Góða nótt ljúfa kona

Sigrún Jónsdóttir, 24.3.2009 kl. 00:49

4 Smámynd: Auður Proppé

Flottir skór, toppur og taska, eins og Búkolla segir þá er þetta hámóðins í dag. ég tók eftir boxinu á bak við skóna.  Ég átti alveg eins box þegar ég var krakki og safnaði servíettum og þær voru vel geymdar þar.

Auður Proppé, 24.3.2009 kl. 05:12

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já Búkolla mín þau eru hámóðins og ferlega flott. Það er gaman að þessu og englarnir mínir eru að setja inn fyrir mig gamlar myndir og þá sjáið þið meir af þessum herlegheitum.
Knús í daginn
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 24.3.2009 kl. 07:46

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Einar minn þú ert ekki Antik, heldur júnik og ég mundi alveg vilja eiga smá í þér, enda held ég að það sé staðreynd strákurinn minn.
Skrokkinn tölum við bara ekkert um, en hlakka til að sjá ykkur í sumar og hjartans kveðjur í Mosó.
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 24.3.2009 kl. 07:50

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já þetta er flott Óla mín og knús til ykkar Völu.
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 24.3.2009 kl. 07:51

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Silla mín hefði ég geymt allt það sem ég hef átt í gegnum árin og fengið frá mömmu þá væri ég dugleg, en ég á myndir og þær koma.
Knús til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 24.3.2009 kl. 07:53

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Lady Vallý ég henti óvart 22 pörum á Ísafirði eða í þeim flutningum.
Það voru sko allavega skór í þeim kassa.
Knús til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 24.3.2009 kl. 07:56

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sigrún mín maður var svo flottur
Knús í daginn þinn

Auður mín, kassinn er frá mömmu og hefur verið í mínu minni allar götur,
Flottur er hann, ég elska svona dósir.

Knús til þín elskan
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 24.3.2009 kl. 07:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband