Það er nú aldeilis munur að vera þekktur.

Hver skildi eiga málverkið, eigi kemur það fram.
Alveg hefði ég viljað það.
Sjáið hvað hún er sæt, gæti alveg setið fyrir í dag
.

410341a.jpg


Tony og Cherie Blair. AP

// Veröld/Fólk | mbl.is | 23.3.2009 | 22:34

Nektarmynd fyrir 99 milljónir

Málverk af nakinni fyrirsætu, Cherie Booth að nafni, er nú til sölu í Browse & Darby galleríinu í Mayfair í Lundúnum og verðmiðinn er 600 þúsund pund, jafnvirði 99 milljóna króna.

Einhverjum gæti þótt þetta hátt verð en á því er skýring, sú að Cherie Booth heitir nú Cherie Blair og er eiginkona Tony Blair, fyrrum forsætisráðherra Bretlands.

Hvernig ætli snobbliðið bregðist við, örugglega ekki vel, en
ég meina hún er nú ekki sú eina sem hefur unnið fyrir sér
á þennan hátt á námsárunum.

Þetta gerði ég fyrir reyndar heilan hóp sem var í Listaskóla
þar sem ég var við nám, var ekki alveg nakin en næstum.
Fékk pening fyrir og þetta var bara ekkert mál.

En sko munurinn á mér og hinni flottu Cherie er sá að ég
hef aldrei orðið fræg og heldur ekki þeir sem voru að læra
í þessum skóla, ömurlegt, annars hefði ég kannski komist á
spjöld sögunnar.

Eitt veit ég að ég kemst tanna á milli í mörgum munnum
og það er náttúrlega það skemmtilegasta
.

Málverkið, sem nefnist  Striding Nude, Blue Dress var málað fyrir rúmum þremur áratugum legar Cherie var 22 ára námsmaður. Málarinn hét Euan Uglow og var vinur fyrirsætunnar en hann er nú látinn.

Eigið góðan dag.


mbl.is Nektarmynd fyrir 99 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auður Proppé

Góðan daginn Milla mín.

Þú verður bara að gera Gísla frægan og þá koma millurnar inn fyrir málverkin sem þú sast fyrir á sínum tíma.

Ljós og kærleik í daginn þinn.

Auður Proppé, 24.3.2009 kl. 07:47

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Get ég það? Já hann gæti orðið frægur fyrir þjónustulundina
ekki allir hafa hana.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 24.3.2009 kl. 08:02

3 Smámynd: Auður Proppé

Já, já, auðvitað getur þú það, meistarinn sjálfur. Annars ertu orðin fræg sjálf svo það ætti að duga.

Auður Proppé, 24.3.2009 kl. 08:05

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já elskan á Íslandi

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 24.3.2009 kl. 08:15

5 Smámynd: Erna

Góðan daginn Milla mín, áttu ekki þessa mynd af þér ennþá? Ef svo er þá setur þú hana bara á bloggið og verður frægari á svipstundu og þú þarf ekkert að hafa fyrir því það munu örugglega aðrir sjá um. Þjónustulund er þakkarverð og hana kunnum við að meta. Sumir þurfa að gera allt sjálfir og spjara sig bara vel, í orði og æði.

Eigðu góðan góðan dag Milla mín og ég hlakka til að hitta þig

Erna, 24.3.2009 kl. 08:40

6 identicon

Ja þér er margt til lista lagt Milla mín ég segi nú bara ekki annað. Varstu í skónum hérna í færslunni að neðan einum fata þegar þú sast fyrir? En mikið rosalega hefur þú verið mikil gella að geta gengið á þessum. Púff ég hefði nú bara snúið á mér ökklana.

Þú verður að grafa upp þessar myndir sem þau voru að mála af þér og setja þær á góðan stað og þú verður eins fræg, eða frægari en frú Blair. Það kemur þegar Dorrit verður búin að setja upp listaskemmuna þá færðu pláss á veggnum, ég skal tala um það við hana.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 09:33

7 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Heheheh alltaf heyrir maður eitthvað nýtt.  Sastu virkilega fyrir Milla?  Þú getur þá orðið fræg að endemum heheheh..

Ía Jóhannsdóttir, 24.3.2009 kl. 10:17

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sko Erna ef ég ætti hana sko eða þær þá mundi ég setja eina inn og mundi ekki skammast mín neitt fyrir það.
En þetta var hópur manna og kvenna sem sátu fyrir framan mig og máluðu, ekki mjög skemmtilegt til að byrja með en vandist.

Fræg já ég þyrfti eigi að sjá um þann part sjálf ætti ég mynd í þessum dúr, en margar á ég aðrar og þær munu koma smá saman.
Þjónustulundin er rík á meðal okkar vinarkóps og kann ég að meta það elskan.

Eigðu góðan dag og hlakka til að knúsa þig um helgina.

Þín Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 24.3.2009 kl. 10:27

9 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 10:47

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Jónína mín þið eruð nú bara yndislegar, nei ég eignaðist þessa skó miklu seinna, en ég var farin að vinna á svona pinnum 16 ára, en svakalega hefði verið flott að eiga þessa skó þá. man samt eftir einum sem ég átti á þessum árum þeir voru ekki síðri en þessir.

Gella já ég var víst talin vera það og alin upp í fjandans snobbinu.
Myndirnar á ég ekki, kannski sem betur fer.
 Nokkrar aðrar sýni ég ykkur seinna.
Knús í daginn

Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 24.3.2009 kl. 10:48

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ía belive itt or not, I did Það er ýmislegt sem maður gerir þó vantaði mig ekki peninga var bara eyðslusöm á þessum árum.
Knús til þín elskan
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 24.3.2009 kl. 10:51

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Birna Dís er þetta ekki skondið, ég sem er 110 kg í dag
Knús til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 24.3.2009 kl. 10:53

13 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Sama hér Milla, sat fyrir í Handíða og myndlistaskólanum gamla. Var svo fjári vel borgað, ekki margar konur né karlar (þó það hafi nú einu sinni verið karlfyrirsæta þegar ég var á námskeiði í sama skóla) Nú felur maður holdið eins og maður getur!

Rut Sumarliðadóttir, 24.3.2009 kl. 13:08

14 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sko Rutlu ekki er ég ein um þetta hneykslanlega fyrirbæri, þetta var bara gaman. Já segðu, felur það vel takk fyrir skjóðan mín að koma fram með þetta.
Knús í krús
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 24.3.2009 kl. 13:13

15 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Vá, bara fyrirsæta í listaskóla.

Eins og Ásta Sigurðar sem var nú falleg til að byrja með.

Frábært Milla, þetta líka mér.  Tepruskapur hamlar þroska.

Og já ég er enn að drepast.  Heldurðu að það sé?

Svo er skítkalt hérna í Teigahverfinu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.3.2009 kl. 13:45

16 identicon

Þetta er náttúrlega bara flott að hafa setið fyrir, enda ertu flott kona og einhver verður að vera módel annars væri ekki hægt að mála fegurð líkamans. Ég veit um aðra nema sem eru eiginlega naktir í sínu námi en það eru nuddnemar. Það er bara ekki hægt að nudda hvort annað í fötunum.

Knús

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 14:27

17 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Jenný mín aldrei hef ég nú verið tepruleg, er það nokkuð í ættinni?

Ég var að vakna, mér var svo kalt og allt ómögulegt svo þá er leitað í draumaheiminn, en er ekki að skilja þessa fjandans pest.

Jenný ertu í Teigahverfinu í laugarnesinu, eða?
Sveim mér þá þú ert bara í yfirheyrslunni hjá mér, SORRY.

Farðu vel með þig.
Knús Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 24.3.2009 kl. 16:13

18 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Guð Jónína mín takk fyrir það, en ég var 17 ára þá var ég sko flottari en í dag og þó.
Svo finnst mér þetta ekki vera nein skömm sem betur fer hefur engin komið inn með líkt komment.
Og takið eftir stelpur, enginn karlmaður

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 24.3.2009 kl. 16:17

19 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Uss Vallý mín ekkert svoleiðis hjá mér ég fékk styrk og eitthvað svoleiðis var í Lýðháskóla í Svíþjóð, fékk vasapening, en hann bara dugði ekki þó maður hefði enga búð að fara í nema Konsum við skólann, jú fór
einstaka sinnum á kaffihús,eða eitthvað með stelpunum
Knús til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 24.3.2009 kl. 16:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband