Hvað nær villidýrið langt í manninum?
11.5.2009 | 07:40
Pygmýum nauðgað í Kongó.
Hermenn ríkisstjórnarinnar í Austur-Kongó hafa orðið uppvísir að ofbeldi gegn pygmýum (smávöxnum kynþætti) í þorpinu Kisa í Walikale. Meðal annars var þorpshöfðinginn afklæddur og brotið á honum kynferðislega fyrir framan fjölskyldu hans. Börnum höfðingjans var jafnframt nauðgað fyrir framan hann.
Annar eins viðbjóður er ekki til, að nauðga fólki og börnum
undir hervaldi, engin getur björg sér veitt.
Er ekkert siðferði til í þessu landi, hvar er kærleikurinn hann,
kannski tilheyrir hann ekki þeirra trú eins og okkar.
Þegar maður les svona fréttir verður maður sorgmæddur og
ofsa reiður, jafnvel mest reiður vegna sinnar eigin vanmáts.
Maður getur ekkert gert.
Hermennirnir telja sig fá ofurkrafta og vernd guðanna með athæfi sínu. Mannréttindasamtök hafa lengi barist gegn ofbeldi á pygmýum. Um er að ræða smávaxinn kynþátt af ættbálki Mò-Áka - frumstætt veiðimannasamfélag - sem býr í skógum á Austur-Kongós við miðbaug. Ættbálkurinn hefur lengi átt undir högg að sækja vegna fordóma og ofbeldis.
Ja hérna þvílík ofurtrú, að halda að þeir fái ofurkraft og
vernd guðanna við að fremja slík ódæði, nei þessum mönnum
er bara ekkert heilagt, þeir gera bara það sem þeir vilja
og svífast eigi neins.
Hvenær hættir allur viðbjóður heims?
Fáum við nokkur svör við því?
Eigið góðan dag.
Pygmýum nauðgað í Kongó | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Nei þeir eru einhver skrímsli sem maður eiginlega kann ekki að skilgreina.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.5.2009 kl. 09:12
Þetta er svipað og í einhverju afríkuríkinu (man ekki hvar) þar nauðga menn smátelpum, þeim yngri því betri til að losna m.a. við alnæmi og eignast langlífi. Þetta kom í fréttum í fyrra og yngsta telpan var nokkurra vikna þegar henni var nauðgað.
Í þjóðfélögum fullum af úreltum kreddum er ekki von á góðu. Hryllingurinn í Darfur stendur enn og alþjóðasamfélagið gerir ekkert enda ekki um neinar auðlindir að ræða þar um slóðir.
Nú má ekki skilja það sem svo að ég sé að gera lítið úr ofangreindri frétt hjá þér Milla mín, alls ekki. Það er svo margt sem þarf að laga í heiminum
Ragnheiður , 11.5.2009 kl. 09:39
Eins og allir vita hafa kristnir hermenn aldrei orðið uppvísir af hegðan sem þessari... (Írak, einhver?)
Sigurjón, 11.5.2009 kl. 11:28
Heyrði eitt sinn að maðurinn væri hættulegasta skepna jarðar. Í mörgum tilfellum eru það orð að sönnu og þarna í sinni ljótustu mynd. ég er viss um að ekkert annað dýr veraldar myndi haga sér eins og þessar skepnur
Guðný Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 11:31
Að maðurinn sé hættulegasta skepna Jarðar?
Ég efast nú um það, en það fer líklega eftir því hvaða skilgreiningu þú leggur í orðið ‚hættulegt‘.
Baldur Blöndal, 11.5.2009 kl. 11:52
Maðurinn er hættulegasta skepna jarðar enda hefur engin önnur skepna á jörðinni eyðilagt eins mikið og mannskepnan!
Guðrún (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 13:15
Ragga mín ég veit að þú ert ekki að gera lítið úr mínum skrifum og vel veit ég um allt sem þú telur upp og gott betur.
maður er eitthvað svo varnalaus og einnig bara fyrir því sem gerist hér heima fyrir.
Knús til þín
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.5.2009 kl. 13:30
Guð hjálpi okkur Sigurjón, nei það hafa hermenn hins vestræna heims aldrei gert, við vitum það nú manna best.
Veistu, að við gætum endalaust talið upp eins og vinkona mín hún Ragga á undan þér, og er það mín skoðun alveg sama hverrar trúar eða litarháttar fólk sem fremur svona glæpi eru bara skrímsli.
Kveðja
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.5.2009 kl. 13:39
Nokkuð sammála þér Guðný, en við höfum misjöfn gen og uppeldi.
Ef við lesum söguna þá sjáum við grimmdina sem hefur ríkt í heiminum frá alda öðli. það er bara spurning hvenær er hægt að þroskast upp úr henni.
Kveðja
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.5.2009 kl. 13:43
Baldur allt sem er hættulegt er af hinu vonda fyrir mannkynið.
Kveðja
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.5.2009 kl. 13:44
Guðrún við erum nokkuð sammála.
Kveðja
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.5.2009 kl. 13:45
Því miður erum við ekki betri en þetta! svona er mannkynið í dag (og kanski bara alltaf), já þetta er ógeðslegt, en svona lagað gerist ekki bara í Afríku heldur líka í Evrópu og öðrum heimsálfum.
Man einhver eftir Josef Fritz!?!?
Jacob Zuma nýkjörin forseti Suður Afríku á að hafa nauðgað ungri konu og er búinn að vera í ransókn vegna spillingar í mörg ár.
Steingrímur Njálsson??
Maður gæti endalaust talið upp svona dæmi.
Því miður erum við mjög sjúk dýrategund!
Haraldur Egilsson (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 14:01
Sammála því að maðurinn er hættulegasta dýr veraldar. Ekki voru þessar fréttir til að breyta þeirri trú.
Rut Sumarliðadóttir, 11.5.2009 kl. 14:06
Nei Rut mín ekki aldeilis, en svona er viðbjóðurinn allsstaðar, manni verður flökurt við að lesa svona lagað þó maður viti af því að þetta er að gerast öllum stundum
Knús til þín
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.5.2009 kl. 14:35
Mannskepnurnar hafa barist síðan þeir byrjuðu að setjast að í þorpum. En núna í dag er örugglega tímapunkturinn sem það hafa aldrei verið jafn fá stríð. World War 2, Víetnamstríðið, Kóreustríðið sem dæmi eru að nefna voru hérna fyrir stuttu og í þeim dóu meira en 100m manns. En já þetta er bara hryllingur það sem gerðist þarna!
Eggert (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 15:54
Lengi hægt að upptelja Eggert.
Kveðja
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.5.2009 kl. 17:52
Þetta er sannkallaður viðbjóður. Kveðja af Geðdeild F:S:A:
gustarina (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 19:51
Axel ég tel að þeir væru á sömu grimmdar og vitsmuna-gráðu og vesturlandabúar hefðu þeir fengið sömu tækifæri og þeir.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.5.2009 kl. 20:02
Hæ elsku vinkona mín, gott að heyra í þér, já við erum sammála um viðbjóðinn.
Ljós og kærleik til þín og sjáumst fljótlega.
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.5.2009 kl. 20:04
Ég vildi að fólk myndi hugsa meira, "hættuleg í hvaða samhengi".
Einn maður getur ekki drepið fíl.
Bakteríur hafa drepið fleiri skepnur en maðurinn.
Þetta er afstætt.
Baldur Blöndal, 11.5.2009 kl. 20:25
[quote]Guð hjálpi okkur Sigurjón, nei það hafa hermenn hins vestræna heims aldrei gert[/quote]
........ ?
ætla rétt að vona að þú sért að grínast, prestar,stjórnmálamenn,hermenn vestrænna ríkja hafa allir misþyrmt börnum og að halda öðru fram er barnalegt þetta fólk þarna í Kongó hefur allaveganna afsökun(léleg menntun, léleg lífskilyrði)
hver í fjandanum er afsökun presta sem misþyrma börnum og kúga barnið með hótun um eilífð í eldi
þetta er orðið þreytt, séuð þið fullorðið fólk mæli ég sterklega með því að þið horfið á staðreyndir, áttið ykkur á hvað barnatrúin ykkar er ógeðsleg og fáið ykkur stóran skammt af skynsemi
ég segi farið út og takið plat skrípatrúina ykkar með ykkur.
Halldór már Kristmundsson (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 20:29
Er ekki í lagi með þig Halldór skilur þú ekki hæðnina í orðum mínum, auðvitað er ég að grínast, og ekki orð meira með það.
Við tölum sama málið nema þú ert bara aðeins orðhvassari en ég og barnstrúna megum við hafa svo framan lega sem við blindumst ekki af henni.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.5.2009 kl. 20:40
Fyrirgefðu Haraldur, sá þig ekki þarna uppi, en eins og ég sagði áður þá má lengi telja og öll munum við sitthvort um svona mál.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.5.2009 kl. 20:42
Óskapleg froða er þessi umræða öll. Það er ekki að undra að illa sé komið fyrir þessari þjóð.
DanTh, 11.5.2009 kl. 22:41
fyrirgefðu guðrún þegar þú hefur verið svona lengi á internetinu og ég áttarðu þig á að kaldhæðni virkar ekki á netinu
kanski hugsar þig betur um næst og það sama geri ég
biðst afsökunar ef ég hef verið of orðhvassur, þú mátt samt spá aðeins í afhverju þú trúir á fjöldamorðingjan í skýjunum, og ef þú ert eins og flestir íslendingar trúir á "einhvað" og "kærleikan" .... þroskist
Halldór már Kristmundsson (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 23:25
Þú ert nú svolítið skondinn Dan TH
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.5.2009 kl. 07:04
Blessaður Halldór Már, ég er nú ekki búin að vera lengi á netinu og er nú eiginlega ekkert að huga að því hvað virkar og ekki, skrifa bara það sem mér dettur í hug, þetta er nefnilega mín síða og mínar skoðanir, og ekki skoðanir, kaldhæðni og kátína.
Þeir sem vilja koma inn og lesa eru velkomnir, að sjálfsögðu einnig að segja sínar skoðanir en ekki að reyna að breyta mínum undur og stórmerki gerast þó enn.
Ertu nokkuð skáld;? þá mundi ég skilja þetta með að trúa á fjöldamorðingja í skýjunum.
Já veistu ég er ein af þeim mörgu sem trúir, en ég fer aldrei í kirkju nema tilneydd, en ég trúi á kærleikann, hvað værum við án hans?
Trúi á gott uppeldi, aga og auðvitað þroskast fólk það tekur bara lengri tíma fyrir suma og breyttan hugsunarhátt fólks sem tekur einnig afar langan tíma.
Hverju trúir þú???
Þetta er nú orðið gott hjá mér er það ekki.
Kveðjur í daginn þinn.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.5.2009 kl. 07:18
Sæl Milla.
Ég er búinn að segja það áður og segi það aftur.
Þetta er viðbjóður.!
Kær kveðja.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 16:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.