Fyrir svefninn

Erum komin heim eftir alveg ólýsanlega frábærann dag.
Lögðum í hann í bítið, sóttum þær fram í Lauga og ókum
svo í blíðunni til Akureyrar.
Ekki er það ofsögum sagt að Eyjafjörðurinn er undur fagur,
og þegar veðrið er eins og í dag og akandi niður Vikurskarðið
horfandi yfir, þá fellur maður í stafi, ég geri það nú líka þegar ég
sé Húsavíkina mína sem stendur við Skjálfanda-flóann.

Fórum í búðir við göngugötuna og það hef ég ekki gert í mörg ár
það eru bara flottar búðir þarna, ég verslaði mér nærföt og
sætan bol.
Nú ég ætlaði að kaupa mér skó, en fékk ekki, eða sko ég kaupi
ekki sumarskó á allt upp í 14.000 ef það hefðu verið vetrar eða
spari þá sök sér, en ekki bara skó til að draslast í.

Nú þegar við vorum búin að versla þá datt okkur í hug að fara í
kaffi til Erlu og Smára, það var afar skemmtilegt.

síðan var það hittingurinn hann var frábær, Vallý kom að sunnan
Ásta systir Ásgerðar kom líka og vorum við að hitta hana í fyrsta
skipti eins var með Vallý hún var að hitta konur/menn einnig í
fyrsta skipti, nema við Dóra og Ásgerður höfðum hitt hana áður.

Hef ekki lengi fengið eins mikið út úr degi eins og í dag
Takk fyrir mig, hver sem var að verki.

Jæja nú er ég eins og undin tuska eftir daginn, en er viss um
að afþreytt verð ég á morgun.

Ég ætlaði að setja inn myndir en eitthvað er það að stríða mér
svo þið sjáið þær bara á morgun.



     Litla blóm

Á lækjarbakka lítil fjóla grær
og laugar sig í morgunsólar gliti.
Í gleði minni geng ég henni nær
og greini hennar undurfögru liti.

Fuglar hafa brugðið sínum blund
og björkin angar, vot af daggarúða.
Í huga mínum helg er þessi stund,
ég heyri lækinn niða milli flúða.


Ég krýp í auðmýkt litla, bláa blóm,
bundið þinni rót á lækjarbakka.
Og heyri í fjarlægð unaðslegan óm,
allt sem lifir er Guði að þakka.

                    Þuríður Kristjánsdóttir
                        Frá Hvammsgerði
                              (1921-1991)


Góða nótt kæru vinir
HeartSleepingHeart

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Já ég er alltaf komin "heim" þegar ég keyri niður Víkurskarðið, enda átti ég heima undir því í rúm 20 ár. Gott að dagurinn var ljúfur.

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 16.5.2009 kl. 22:36

2 Smámynd: Huld S. Ringsted

Góða nótt Milla mín

Huld S. Ringsted, 16.5.2009 kl. 23:13

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk Dúna mín, vissi ekki að þú hefðir búið þar, en hvenær ætlar þú að láta sjá þig mín kæra?
ljós í daginn
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.5.2009 kl. 09:15

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk fyrir síðast Huld mín og hlakka til að sjá ykkur í dag.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.5.2009 kl. 09:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband