Kvöld röfl.

Jæja gott fólk, mikið fer í gegnum hugann dags daglega,
og endalaust er hægt að finna fram í hugann neikvæðni
og jákvæðni, ég hallast að jákvæðni.

Mér verður hugsað til allra þeirra sem bara ég þekki, sem
eru með alvarlega sjúkdóma, allt frá pínu litlum krílum upp
í fullorðið fólk.
Ég les, fylgist með, tala um, sendir óskir góðar og bara allt
sem mér dettur í hug að komi að gagni, en við vitum að eigi
fara alltaf málin eins og óskað er af þeim sem búa í þessari
vídd.
Alltaf fer það eins og best þykir fyrir þann sem er veikur eða
hvað það er sem kemur fyrir, og er það okkur óskiljanlegt
á stundum, en verðum að læra að sleppa, það er ekki auðvelt,
en nauðsynlegt.

Stórum þykir mér, er foreldrar sem eru með langveik börn
þurfa að berjast við eitthvað kerfi sem situr í föstum ramma
ekkert óvenjulegt má komast inn eða út úr rammanum.
Ætla eigi að ræða það nánar, allir vita sem hugsa eitthvað,
hvað um ræðir.

Það er hægt að taka á mörgu og ég er örugglega ekki hætt,
en núna er ég að fara á Baramba tónleika í skólanum,
Viktoría Ósk mín er að spila þar.

Gefið öllum þeim sem eru í kringum ykkur kærleik og ljós
Milla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Falleg hugleiðing.  Þetta kalla ég ekki röfl.

Knús inn í góðan dag Milla mín.

Ía Jóhannsdóttir, 21.5.2009 kl. 07:34

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Besta og skærasta ljósið til þín mín kæra, þú ert nú sú bjartsýnasta kona sem ég þekki.
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.5.2009 kl. 08:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband