Kvöldsaga.
30.5.2009 | 20:42
Páll Zóphoníasson
Páll var þingmaður 1939 til 1959, búfræðingur að mennt og
um tíma búnaðarmálastjóri. Það var Páli að listgrein sem
aðrir kölluðu orðaslys og skömmuðust sín fyrir.
Lítum á fáein dæmi um listfengi Páls:
,,Það dregur úr vexti lambanna að slátra þeim of ungum."
,, Bændur hafa bætt kyn sitt í seinni tíð."
,,Það eru tvær dulbúnar þungamiðjur í þessu máli."
,,Menn eru ekki búnir að súpa úr nálinni með þetta mál."
,, Bændur ættu að þekkja ærnar sínar eins og konurnar sínar."
,,Duglegum bændum ætti ekki að vera ofraun að gera ærnar sínar
Tví og þrílembar."
Og í ræðu á Alþingi sagði Páll eitt sinn að umrædd tillaga hefði
Komið ,,... eins og þjófur úr heiðskýru lofti."
Þetta voru fáein dæmi um listfengi Páls.
Jæja eins og ég sagði frá í morgun á facebokk þá svaf ég til níu,
það er ekki minn still, en er maður er farin að vaka fram að
miðnætti öll kvöld þá kemur að því að maður þarf hvíld.
Var að drollast, hringdi síminn það var Dóra mín sem vildi
koma til að versla, Gísli fór náttúrlega um leið af stað, ÆI
honum finnst svo gott að fá eitthvað að gera.
Ég spjallaði við vinkonu smá tíma fór síðan í sjæningu, þau
komu og við auðvitað í búðir, mæðgur að vanda.
Fórum í Kynlega kvisti og viti menn sá eitt skrifborð á 500 kr
og keypti það á staðnum, sko gripið og greitt þurfti ekki vísa rað
fæ það heim eftir helgi, geri aðrir betur.
Er heim kom hringdi Dóra í Ingimar mág sinn, bauð honum með
ljósin mín til nónverðar hjá mér, sátum við nokkuð lengi að vanda
yfir því.
Ingimar þurfti svo að fara að versla, Milla var nefnilega að vinna.
Gísli ók Dóru heim, ég moppaði yfir öll gólf á meðan, hef nú ekki
getað það í marga mánuði, en þetta er allt að koma ég trúi því.
Við gamla settið borðuðum síðan afganga frá í gær mjög gott.
Nú bið ég um að ekki verði miklir jarðskjálftar fyrir sunnan og
ekkert slæmt gerist, en maður veit aldrei.
Góða nótt kæru vinir munið að vera góð við hvort annað.
Milla
Athugasemdir
Skemmtilegar setningar hjá kallinum, takk fyrir og GN
Ásdís Sigurðardóttir, 30.5.2009 kl. 20:53
Knús til þín
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.5.2009 kl. 20:58
Halló Milla og Gísli.
Smá innlit og ég er komin heim.
Knús
Ásgerður Einarsdóttir (IP-tala skráð) 30.5.2009 kl. 23:25
Innlitskvitt og ljúfar kvöldkveðjur :)
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 30.5.2009 kl. 23:43
Elsku Milla
Þakka þér fyrir góðu orðin þín og uppörvun
Kærleikskveðja
Ruth, 31.5.2009 kl. 00:11
Takk elsku vinkona að láta okkur vita og vertu velkomin heim.
Við elskum þig
Milla og Gísli
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 31.5.2009 kl. 08:36
Sömuleiðis til þín elsku Linda
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 31.5.2009 kl. 08:37
Elsku Ruth777, þakklætið yljar flotta kona. Ég mun ætíð blanda mér í þessar umræður og vera styrkur ef ég get.
Stóran faðm til þín
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 31.5.2009 kl. 08:40
Hvar er myndin af þér flotta kona? Eigðu góðan hvítasunnudag.
Ía Jóhannsdóttir, 31.5.2009 kl. 12:13
Það er oft gaman að heyra og lesa um svona ambögur ég var að skrifa nokkrar upp um daginn sem hafa ekki komið út á prenti. Flott hjá þér að fá skrifborð á 500 kall. Ég segi nú eins og Ía hvar er myndin af þér kona.
Ljós og kærleika til þín elskuleg
kv Jónína
Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 31.5.2009 kl. 14:09
Sömuleiðis Ía mín, hvaða mynd?
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 31.5.2009 kl. 15:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.