Er ekki allt í lagi með mig?
4.6.2009 | 15:27
Nei það getur ekki verið, það er svo mikið að gera suma
daga að maður gleymir að blogga, hvað segir þetta mér?
jú að ég sé ekki tölvufíkill og þurfi ekki í meðferð við því.
Gæti það verið kannski að það sé komin sumarleiði í bloggið
já það gæti svo meira en verið.
Í morgun þurfti ég að símast í TM vildi fá lægri tryggingar, maður
er búin að borga í þetta í áraraðir aldrei valdið tjóni 7,9,13........
svo mér fannst vera komin tími á ennþá lægri gjöld en ég er með,
ég vildi einnig lengja bílalánið mitt, nenni ekki að streðast við þetta
lengur, viti menn það er í athugun.
Nú svo þurfti ég að hringja út af sláttuvélinni sem er náttúrlega bara
ónýt, raðhúsalengjan á hana saman, en við fáum bara nýja vél.
Við erum í búseta-raðhúsi svo við eigum í sjóð fyrir þessu.
Um hádegið fórum við í búðina og get sagt ykkur að grænmetið má
taka allt og setja það á haugana, nema hið Íslenska sem eru tómatar,
gúrkur og paprikur.
Ætli þetta fari ekki að verða eins og eftir stríð, bara ekkert til, eins gott
eins og að henda þessu á haugana alla tíð, því ég get ekki ímyndað
mér að nokkur kaupi þennann viðbjóð.
Þeir mega líka alveg vita af þessu birgjarnir sem byrgja upp þessar búðir.
Fórum svo á tannlæknastofuna, hún var tilbúin með reikninginn, borgaði
smá inn á. Náttúrlega fórum við í Viðbót og versluðum svínahakk, rúllupylsu
hangirúllu og roste beef. þessi kjötvinnsla er alveg frábær ég hvet alla
Húsvíkinga til að versla þarna og svo að sjálfsögðu ferða menn einnig.
Jæja má ekki vera að þessu meir, er að fara að ná í skrifborðið sem ég
keypti í kynlegum kvistum um daginn á 500 kr.
Kannski finn ég eitthvað meir, hver veit.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.