Aðgangsharðir mótmælendur.


500920frikirkjuvegur_11.jpg

Ruddust inn í Fríkirkjuveg 11

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð að Fríkirkjuvegi 11 nú í kvöld, en lögreglunni barst tilkynning um að hópur fólks - um 20 manns - væri búið að brjóta sér leið inn í húsið. Lögreglan er mætt að svæðið. „Húsið er okkar," hrópar hústökufólkið.

Mikið vildi ég óska að húsið væri okkar, en því miður að þó
að verið sé að hengja á okkur skuldarklafa vegna Icesafe
þá hefur okkur ekki verið dæmt hvorki þetta eða annað
hús þeirra Bjöggana til eignar. veit síðan ekki betur en að
Ríkið sé að eignast þetta hús eins og allt annað sem þeir
yfirtaka núna og við að borga, ekki spyr ég nú að, okkur
munar nú ekki um að borga nokkrar trilljónir.

Þetta hús er forngripur, og við vitum að bera skal virðingu
fyrir ellinni, en ekki væri svo galið að útbúa í þessu fagra
húsi, dagaðsetur fyrir fólk sem þarf á því að halda,
þá meina ég föndur af ýmsu tagi, spilaborð, tölvur, leir,
málun, sauma, smíðar og bara nefnið það.
Einnig má líka tala saman fyrir þá sem það vilja.
Það vantar svona stað þó jafnvel einhverjir séu. Þetta hús
sem upphaflega var ríkimannshús með vinnufólki í kjallaranum,
eins og var bara í þá daga mundi sóma sér vel sem slíkt.
Bara smá tillaga.

Húsið er í eigu Novators sem er auðvitað í eigu Björgólfsanna,
en ekki mikið lengur, Ríkið er búið að yfirtaka þetta allt.
Mikið erum við rík.


mbl.is Ruddust inn í Fríkirkjuveg 11
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það átti aldrei að láta þetta hús í eigu auðjöfra.

Mér finnst það myndrænt að taka það þó ekki væri nema í klukkutíma til að minna á það.

Góðan daginn annars.

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.6.2009 kl. 09:18

2 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

Mér finnst þetta flott hjá fólkinu, við eigum húsið þangað til að Björgúlfur er búin að gera upp skuldirnar sem hann stefndi okkur þjóðinni í ásamt öðrum fjárglæframönnum.

Sigríður B Svavarsdóttir, 9.6.2009 kl. 10:24

3 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

Góðan daginn ætlaði ég auðvitað að segja. og njóttu dagsins ljúfan mín.

Sigríður B Svavarsdóttir, 9.6.2009 kl. 10:25

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ef ekkert hefur verið skemmt eða eyðilagt, þá finnst mér svona vera í lagi miðað við aðstæður.  Vildi samt ekki fá svona óboðna gesti til mín, en ég hef heldur ekki gamblað með eigur heillar þjóðar.  Knús á þig elskulega Milla mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.6.2009 kl. 14:39

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Nei Jenný mín það átti aldrei að láta þá hafa húsið, þetta er forngripur eins og ég sagði og ég vill nýta það í okkar þágu.
Og annars góðan daginn elskan.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.6.2009 kl. 15:07

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ljós til þín Sigga mín, já við eigum húsið og meira en það.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.6.2009 kl. 15:08

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ásthildur mín þeir búa ekki í þessu húsi eru allir erlendis í sínum fínu villum eða skútum, það er svo satt hjá þér við höfum ekki gamblað með eignir þjóðarinnar og ekki sett okkur í skuldir sem eru ófyrirsjáanlegar
Ljós til þín ljúfust

Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.6.2009 kl. 15:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband