Saga dagsins.

Eins og marga sunnudagsmorgna drollaðist ég fram að
hádegi, fór í búðina eftir hádegið og eins og oft áður fékk
ég hugdettu er ég sá Vin minn vera að vinna í garðinum,
datt í hug að tefja þau hjón Ínu Rúnu og Gæja og dreif mig
í heimsókn, eins og ævilega þá var glatt á hjalla hjá okkur.
Lilja kom síðan og mikið var spjallað og hlegið að gömlum
bröndurum sem sagðir voru, drukkum kaffi og borðuðum
ostatertu, er ég var að fara kom Hulda með lítið barnabarn.
Takk fyrir mig kæru vinir.

Þegar ég kom heim lá ein lítil/stór og var að horfa á Garðabrúðu
hún hafði þá komið, henni var kalt og það er svo notalegt að
kúra hjá afa og ömmu, hún fór síðan heim í kvöldmatinn.

Milla hringdi og bauð í eftirmat og kaffi og það var eitthvað æði
sem þau sáu í nýjum matar þætti á skjá einum.
Litla ljósið kúrði upp í rúmi er við komum, kannski hún sé að
verða lasin hver veit.

Hún gerði abstrakt listaverk fyrir ömmu og hún bað pabba sinn
að skrifa á það, Amma ég elska þig þú ert besta amma í heimi
og svo átti að teikna rós. Hinum megin á myndinni stendur.
Góða nótt, takk fyrir alla hjálpina
Kær kveðja
Aþena.

Svo er hún nú eitthvað lík mér litla ljósið mitt, sko allavega
með stjórnsemina.
Það er nefnilega þannig að hún á að byrja í skóla haustið 2010
og ekki er ráð nema í tíma sé tekið, hún spurði ömmu hvort hún
gæti komið til mín eftir skóla og auðvitað er það auðfengið.
Yndislegt, það er nefnilega ætíð gert grín að ömmu gömlu fyrir
það sem ég kalla fyrirhyggju, en dætur mínar kalla stjórnsemi.

Ekkert mundi vera skemmtilegra en að fá hana og hjálpa henni
við lærdóminn, svo gæti Stóra systir komið er hún vill.

100_8162.jpg

Hún er efnileg þarna að hjálpa Dóru frænku að baða Neró.

Góðar stundir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

Var sunnudagur hjá þér Milla mín eins og hjá fleirum í dag? hehe Ég var alveg viss um að Gísli færi út og suður í kvöld en það var þá ég sjálf sem gerði það hehe. Við fáum auka sunnudag á morgun. Njótum hans Elskuleg.

Sigríður B Svavarsdóttir, 27.6.2009 kl. 22:02

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Krúttleg lítil stúlka.

Um að gera að plana fram í tímann.

Knús.

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.6.2009 kl. 22:07

3 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Minnir mig´á það að ég verð að fara að setja Erró í bað. 

Flott sú stutta.  Góðan sunnudag Milla mín.

Ía Jóhannsdóttir, 27.6.2009 kl. 23:38

4 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Ég heyri að þú hefur átt ánægjulegan sunnudag í dag, vonandi verður jafn gaman á morgun sunnudag.   Falleg ömmustelpa sem þú átt þarna Milla.  

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 28.6.2009 kl. 00:20

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Var gaman hjá þér Sigga mín, þú veist nú að það er alltaf sunnudagur hjá mér  því ég elska lífið, og reyni að nýta hverja mínútu sem ég fæ, takk fyrir það.
Ljós til þín ljúfust.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.6.2009 kl. 08:10

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Jenný það er sko vel planað, Hún er til dæmis að fara fram í Lauga í dag og var hún búin að plana daginn fyrir sjálfan sig og aðra.

Já krúttleg, við erum heppnar frænkurnar með börn og barnabörn.

Ljós til þín og þinna
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.6.2009 kl. 08:13

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sömuleiðis til þín Ía mín, ertu komin heim eða fórstu aldrei, mér varð hugsað til þín er ég sá fréttirnar af flóðunum, varstu ekki að skreppa til Vínar?
Ljós til þín ljúfust
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.6.2009 kl. 08:16

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Lilja Guðrún mín það er alltaf gaman hjá mér og sú litla skottast til ömmu á hverjum degi á heima hér rétt í næsta húsi, systir hennar einnig og svo koma tvíburarnir í öllum fríum svo ég hef þær fjórar sem koma hin 5 eru fyrir sunnan, elska þau ekkert minna, er einmitt að fara suður núna í júlí hlakka mikið til.
Ljós til þín Lilja Guðrún mín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.6.2009 kl. 08:20

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Vallý mín sömuleiðis elskan og vertu nú stillt og góð og hafðu allt reddý á pallinum er við komum.
Ljós til þín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.6.2009 kl. 08:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.