Kvöldsaga.

Sumir dagar fara öðruvísi en maður er búin að plana, en
rétt er ég var að enda við að sjæna mig til að fara til
Klingenberg, hringdi síminn og var það ekki Helga Dóra,
þessi elska að biðja mig um að færa tímann minn hjá
Klinku til morguns.
Nú það sem ég er vel hreyfanleg þrátt fyrir alla mína
yfirvigt, þá sagði ég auðvitað já við því.
fer á morgunn klukkan 12.30,
en ég var nú nokkuð vel búin að kalla til mín allar góðu
nornirnar mínar, svona mé til halds og trausts, geri það
bara aftur á morgunn. Gaman, gaman.

Nú í morgun áður en ég fór í sjæningu, þurrkaði ég af öllu
og gerði fínt síðan tók Gísli æði með róbótinn og þvotta-
moppuna, fórum síðan að versla, tókum Viktoríu Ósk sem
var í búðinni hjá mömmu sinni, versluðum, náðum í Aþenu
Marey og svo heim.

Veðrið var yndislegt bara of heitt fyrir mig, Viktoría Ósk mín
vökvaði beð og potta, afi í sólbaði, en Aþena Marey horfði
á eina spólu því hún var þreytt eftir leikskólann, þessi elska.
Borðuðum síðan saman í kvöld, Hakk, speghetti og brauð.

Set hér inn eitt afar fallegt ljóð

eftir Magnús Ásgeirsson

         Hafið


Hafið er blátt
um hljóðar nætur
Djúpið blundar
við bergsins rætur.
Kyrrt sem örlög,
en aldrei breytast.
blátt sem augun,
sem ég elska heitast.

Það er svo margt,
sem marinn dylur.
Hver vík er breið,
sem viniskilur.
Köld er hjartans
heimaströndin
sem annarsstaðar
á óskalöndin.

Hafið er blátt
um hljóðar nætur.
-- Í lágnættiskyrðinni
ljóðið grætur.--
En allri gæfu
þeir aldrei týna,
sem gefa djúpunum
drauma sína.


Góðar stundir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Ljóðið yndislegt. Þú líka sæta snúlla.

Rut Sumarliðadóttir, 1.7.2009 kl. 21:52

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk Rut mín sömuleiðis.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.7.2009 kl. 07:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband