Komin aftur, Jibbý, jibbý jæ.

Þegar maður fer í frí þá segir maður: ,,Jibbý jibbý jæ", og
einnig er maður kemur aftur heim, því heima er jú best."
Rúmið mitt, að leggjast í það er bara sælustund sem ekki
er hægt að lýsa, en hver og einn veit og skilur.

Hæ elskurnar, við komum heim í gæreftirmiðdag mokuðum
dótinu inn hér heima og fórum svo í mat til Millu og C/O
vorum þá búin að vera á Laugum hjá englunum mínum
og tókum Neró með okkur heim.

Ég vissi að þær væru búnar að fara hingað að laga til þessir
englar mínir, en það er ætíð eitthvað óvænt hjá þeim, og einnig
var það í þetta sinn, á koddunum okkar voru hjartalaga, bleikir
konfektmolar, Wc pappírinn var svona fiðrilda-pappír og litirnir
eftir því síðan var á borðstofuborðinu bleikt ilmkerti, servéttur
og diskar í stíl ásamt bleikum hjörtum til að skreyta með því
það er nefnilega mærudagar hjá okkur á Húsavík og mun ég
sýna ykkur myndir frá þeim síðar.
Viktoría Ósk og Hafdís Dröfn vinkona hennar fóru í gærmorgunn
og opnuðu alla glugga, vökvuðu blómin úti og hreinsuðu það
sem ónýtt var.
Ekki er hægt að hugsa sér betri heimkomu þegar maður finnur
kærleikann streyma á móti sér.

Við áttum alveg yndislegt frí og mun ég segja ykkur frá
því í kvöld því nú þarf ég að fara í sjæningu og svo í hinar ýmsu
reddingar því hér er allt að fyllast af fólki.

Kærleik á línuna
Milla
Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Yndisleg heimkoma hjá ykkur  það er ekkert betra rúm til en manns eigið.  Njótið helgarinnar og ég veit að það verur gaman þó veðrið verði ekki eins og í fyrra.  Kær kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 23.7.2009 kl. 11:16

2 identicon

Yndisleg heimkoma.Dóttir mín er einmitt dugleg við að snyrta og setja hreint á rúmið mitt þegar ég er að ferðast.Og eimkoman verður svo notaleg.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 23.7.2009 kl. 12:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband