Ferðasaga í stuttu máli.

Við lögðum af stað héðan frá Húsavík föstudaginn
10 júlí, við dóluðum okkur með nesti og nýja skó
áleiðis í Grímsnesið, nánar tiltekið í sumarbústað í

Búrfellslandi.
Á leiðinni heyrðum við í fréttum að stórbruni ætti sér stað
á Þingvöllum, Hótelið var að brenna til kaldra kola, enda
ekki von á öðru er um svona timburhús er að ræða, en það
tók í hjartað því margar minningar átti maður frá þessum
merka stað, jæja það hverfur allt nema gleðin sem skapast í
hjarta manns er sáttur maður er við sjálfan sig og aðra, ja
svona í flestum tilfellum, ég var afar glöð að vera að fara í þetta
ferðalag vorum með Millu minni og Ingimar sem eiga ljósin mín
á þessum myndum.

100_8715.jpg

100_8716.jpg

Tekin í sumarhúsinu og við erum að sjálfsögðu að mála okkur.

Á laugardeginum komu Fúsi minn og Solla með yndislegu
barnabörnin sín.

100_8770.jpg

Viktor Máni og Sölvi Steinn

100_8735.jpg

Kamilla Sól með Gísla afa.

Síðan á sunnudagskvöldið komu kærkomnir vinir, það var hann
bloggvinur minn Jóhannes konungur þjóðveganna og hún Sirrý
konan hans, þau búa á Borg í Grímsnesi, það var yndislegt að
hitta þau og fá aðeins að kynnast þessum galgopa svona í raun
Takk fyrir að koma elskurnar.

Nú það var farið á Gullfoss og Geisi, ekki skoðaði ég mikið þar enda
margbúin að gera það þau hin voru ekkert betri en túristarnir út um
allt takandi myndir.

000_0037.jpg

100_8687.jpg

Við fórum að heimsækja frænku Gísla sem býr á Selfossi og þau
höfðu ekki sést í 15 ár, frábært að kynnast þeim hjónum.

100_8710.jpg

Nú það var farið í Laugarásinn með þær og í sund og ekki skemmdi
það ferðina að fara í leiktækin sem notuð hafa verið í gegnum árin á
Úlfljósvatni í sambandi við sumarbúðir skáta.

Á föstudeginum fórum við í Njarðvíkurnar til Fúsa og C/O og vorum
þar fram á mánudag, en á laugardeginum komu Milla og C/O og
það var veisla um kvöldið, hér eru þær mágkonurnar að útbúa
reyndar eftirmiðdagskaffið æðislegar að vanda.


100_8749.jpg

Nú mamma fær að fylgja með borðandi pulsu sem henni langaði í
mest af öllu er við fórum til hennar.

100_8772.jpg

Restin kemur seinna.

Kærleik á línuna kæru vinir
Milla
Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þeta hefur aldeilis verið gaman

Ásdís Sigurðardóttir, 23.7.2009 kl. 21:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband