Góðar minningar.

 Sem betur fer eigum við flest góðar minningar frá barnæsku, stundum er ég ekki næ tökum á að tala við verkina mína þá fer ég að hugsa um eitthvað sem gerðist í æsku það er afar ljúft.

Einu sinni fórum við í jólaboð til vinafólks mömmu og pabba, minnir að það hafi verið á Flókagötunni,
það var gott veður snjór yfir öllu og ekkert útlit fyrir ófærð.
Við vorum allan daginn, það var spilað og borðað, er við ætluðum heim var komið frekar vont veður fórum samt af stað heim, vorum á fólksbíl og fórum oft útaf á suðurlandsbrautinni komumst fyrir rest inn í Nökkvavog til ömmu og afa, bjuggum þar einn vetur. Amma og afi voru að farast úr áhyggjum, við ísköld, hrakin, svöng og þyrst.
þegar vorum við háttuð og komin undir sængur og teppi kom afi með koníaksflösku og öll urðum við að drekka eina matskeið af þessum fjanda, en sofnuðum eins og englar og sváfum alla nóttina.

Þó þetta hafi verið erfitt þá var þetta mjög spennandi, sjáið til þetta hefur verið í kringum 1953-4

image0014.jpg

Þetta eru elsku amma mín og afi Jón og Jórunn þau voru klettarnir
í mínu lífi, ég elska ykkur og takk fyrir mig.

Ljós á línuna. Heart

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Það er gott að vera í Nökkvavoginum, þar hef ég búið í meira en 20 ára og það er sko ekkert fararsnið á mér. Ólst upp í Ferjuvoginum og er því með eindæmum átthagatrygg.

Helga Magnúsdóttir, 4.8.2009 kl. 21:31

2 identicon

Yndislegt Milla mín og þetta hafa verið góðar manneskjur amma þín og afi .Enda ert þú greinilega með elskusemina í blóðinu.Kær kveðja:)

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 4.8.2009 kl. 23:22

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Helga mín, amma og afi bjuggu að Nökkvavog 27 og þar var alltaf fjör og mikið um að vera. Svo var nú ekki amalegt að stelast niður í röraport og leika sér þar, var röraverksmiðjan til er þú varst að alast upp?
Knús í daginn þinn

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.8.2009 kl. 08:32

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ragna mín þau voru yndisleg, ákveðin, en elskuðu okkur öll, einnig þá sem minna máttu sín eins og það er kallað í dag, Var ekki þá, en þau voru vel efnuð sem kallað var.

Knús í daginn þinn

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.8.2009 kl. 08:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband