Súperkonan ég

Já ég er það sko súperkona, sko í morgun ætlaði ég að vera svo dugleg, en komst ekki í sjæninguna fyrr en um 10 leitið, síðan hringdi ein vinkona mín og þið vitið nú hvernig það er ef maður talar sjaldan saman þá vill það enda í 2 tímum eða svo, jæja en samtalið var yndislegt.


Gísli minn var búin að klára gólfin, tók meira að segja fram vélarnar í vaskahúsinu, og einnig frystikistuna og frystiskápinn í kompunni, veitti nú ekki af, og þegar þessi elska var búinn setti hann í könnuna og ristaði brauð og þá akkúrat kom ég fram.

Við fengum okkur kaffi og brauð, enda var klukkan hálf eitt, fórum síðan upp í Tryggingarumboð hér í bæ, Gísli þurfti að tilkynna lækkun á lífeyrissjóðnum sínum og græddi heilmikið á því, þið vitið.

Og viti menn ég svona rétt í leiðinni athugaði hvað ég mundi fá í ellistyrk, því nú er sú gamla að fara á hann í desember. Ég lækka ekki neitt hjá Tryggingastofnun, en trúlaga eitthvað hjá lífeyrissjóðunum, ætla nú ekki að hafa áhyggjur af því núna.
Fórum síðan í búðir, mig vantaði svona ýmislegt, bæði til heimilisins og fyrir mig persónulega eins og gloss, vax í hárið og sitt af hverju.

keypti mér líka reykelsi, svona til að hreinsa húsið frá öllu leiðinlegu.
Milla mín og Aþena Marey voru hjá okkur í súpu og brauði, en Viktoría Ósk fór með vinkonu sinni og hennar fólki út í Flatey á Skjálfanda.
Milla fór í vinnu eftir mat svo ljósið sefur hjá okkur í nótt.

Er að byrja í sjúkraþjálfun á morgun eftir 5 vikna sumarfrí, hlakka til að byrja aftur.
Kærleik til ykkar allra
Milla

att0002424.gif


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jæja súperkona takk fyrir samtalið í morgun það var gaman að heyra loksins í þér, það er orðið svo langt síðan síðast. Gott að Gísli var svona duglegur á meðan við töluðum. Við hefðum kannski átt að tala aðeins meira. Og svo hefur þú fengið þér svona "út anda" hreinsi eins og Haukur vinur minn kallar það.

Knús og meira knús.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 00:19

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góðan daginn Jónína mín já það var gaman að spjalla. Já ég kaupi mér alltaf svona "út anda" hreinsi, en hann hreinsar ekki álfana, segðu Hauk það.

Knús knús
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.8.2009 kl. 06:49

3 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Bara að kvitta fyrir komu minni :-)

Ólöf Karlsdóttir, 14.8.2009 kl. 10:40

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hæ skvís. Hann Bjarni minn sagð einmitt þegar við fórum frá þér, hvað er Milla gömul? er hún mikið eldri en við? ég svaraði, nei held hún sé jafn gömul elstu systrum okkar (61 árs) ertu að kidda mig kona  ertu að fara á elló??? þú ertu nú bara snilld, hefði aldrei grunað það. Knús til ykkar

Ásdís Sigurðardóttir, 14.8.2009 kl. 13:36

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Knús til þín Óla mín.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.8.2009 kl. 19:51

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ásdís mín er ekki að kidda þig, enda stendur þetta í persónulýsingu minni.
Knús til þín og Bjarna

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.8.2009 kl. 19:53

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

úbbs, gáði ekki á aldurinn, finnst þú lítið eldri en vð.. knús 

Ásdís Sigurðardóttir, 14.8.2009 kl. 20:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband