Frábær ferð.

Er við komum á Eyrina fórum við beint upp á dýraspítala, það þurfti að kaupa mat handa prinsinum og að sjálfsögðu svolítið nammi, hundaól fékk hann nýja um hálsinn, blá hún er með demöntum, dugar nú ekkert minna en það handa svona prins.

Þaðan var farið í miðbæinn, BT, Glerártorg þar var nú ýmislegt keypt, við fórum er þær höfðu boðið upp á kaffi á Talíu, í ódýru-búðina þið vitið sem allt kostar það sama, komst að því að það er hægt að gera frábær kaup þar, keyptum margt sem við ætlum að prufa. Stelpurnar gáfu afa sínum nike bol rosa flottan, og sokka þrenna í pakka, bara flott.

Hittum Unni Maríu, barnabörn hennar og Helgi var með þau ætla að koma bráðum í heimsókn.
Hittum síðan Gunna, hann er fyrrverandi maður frænku minnar og hef ég ekki séð hann í nokkur ár, konan hans Elva var með og afréðum við að þau kæmu nú einhvern tímann í heimsókn.

Fórum í Húsasmiðjuna, eða Blómaval réttara sagt og það endaði með að þær komu út með hamstur einn hvítan og flottan, búr og allar græjur, hélt að þær væru komnar yfir hamsturtímabilið, en aldeilis ekki.

Nú aftur niður í bæ og þær þræddu búðirnar og fengu loks eitthvað á sig, en ekki það sem þær voru að leita að, svona þykkar Nikita það kemur seinna.
Þá var farið í Bónus að versla og síðan buðu þær okkur á Greifann að borða, við fengum okkur pitsu sem heitir nautabaninn og við vorum að spring, maður var svo sem ekkert svangur fyrir.
Þegar við komum út þaðan þá var farið í Hagkaup, en ég beið úti í bíl á meðan, síðan brunað heim.
Komum aðeins við hjá Millu og ljósunum og svo sé ég rúmið mitt í hillingum núna.

Góða nóttina ljúflingarnir mínir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Guðný

Ég hefði sko verið til í að láta þær hafa eins og tvo hamstra. En ég er í minnihluta á heimilinu með þá skoðun. Við hjónin skruppum á Taliu um fimmleytið, þá vorum þið öll löngu farin trúi ég.

En gott að þið höfðum það fínt hér.

Anna Guðný , 19.8.2009 kl. 00:12

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ekki minnast á Hamstra elskan, finnst þeir reyndar sætir, en taldi þetta nú vera liðin tíð.
Um fimmleytið þá vorum við í búðum niður í bæ fórum svo í bónus síðan á Greifann að borða, Hagkaup og heim.
Þetta var eins og ég sagði svona Kleppur hraðferð.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.8.2009 kl. 07:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.