Saga dagsins.

Já það er svo sem margt að gerast, englarnir mínir eru hjá okkur og svo koma ljósin mín líka svo það er yndislegt líf í kotinu.
Við förum í búðirnar saman, verslum í matinn, förum í fatabúðir, eldum og spjöllum, ekkert er yndislegra en að hafa fjölskylduna hjá sér og hér gera bara allir það sem þeir vilja.

Munið þið þegar við vorum yngri og fórum í fjölskylduboð, gudemala hvað það var leiðinlegt uppstrílaður með slaufu í hárinu og mátti ekki hreyfa sig svo maður druslaðist ekki út.

Á sumrin var aftur á móti gaman þá var verið í sumarbústaðnum og við vorum bara nokkuð frjáls, skoppuðum um allt, busluðum í vatninu, týndum ber er þau voru komin.

Rétt hjá okkur var bústaður sem vinafólk okkar áttu, þar uxu villt jarðaber, í brekkunni á móti suðri.
nokkuð vorum við iðin við að stela þessum berjum, bara eins og aðrir krakkar stálu rabbbara, haustið sem við vorum duglegust við að nappa okkur berjum buðu þau okkur í kaffiboð og jarðaber og rjómi var á borðum, þau sögðu að verst væri að uppskeran hefði eitthvað brugðist.
Við skömmuðumst okkar afar.

Nú svona er að vera ungur, glaður og hafa engar áhyggjur af neinu.

Góðan nótt ljúflingarnir mínir

MillaHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Það er ekkert dásamlegra en að hafa krúttin sín hjá sér

Ragnhildur Jónsdóttir, 26.8.2009 kl. 22:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband