Fyrir svefninn

Já er það, verða straumhvörf á morgun eftir að seðlabankinn hefur tilkynnt vaxtastefnu sína, hvað mun breytast, er ekki allt í lagi með fólk, ekkert mun breytast, engin lausn verður boðuð, látalæti og undanfærslur einkennir alla þá sem eiga að segja okkur eitthvað. Sannið til, sama vellan aftur og aftur.

Einstæð móðir fékk lottó vinninginn síðast og það var
yndislegt, óska henni til hamingju.

Ekkert verður gert á Drekasvæðinu á næstunni, ekki að
það hafi komið á óvart.

Og svo á Raggi Bjarna afmæli, verð bara að segja að
hann þessi stórkostlegi maður er búin að fylgja mér
allt frá djammárunum mínum, engin er eins og hann.


Jæja það var vel heppnaður föndurdagur hjá mér í dag og mikið líður mér vel, ég er nefnilega að gera eitthvað sem mér finnst gaman. Gunna kom, en þurfti síðan á fund þá kom Aðalheiður og það var yndislegt hef ekki hitt hana síðan í byrjun júlí.

Aþena Marey og Hjalti Karl komu í heimsókn og þau eru bara flott, horfðu á Ronju Ræningjadóttir
borðuðu og þá voru þau sótt.

                       Sá Ríki.

Sá ríki á sér einkabíl
og erfðargós í sveit og bæ.
Í krónuvindli kveikir hann
       með kímniblæ.

Hann lifir sem hann listir, því
úr lífi hans út er fátækt byggt.
Hann virðist einskær ánægjan
      því allt er tryggt.

En heldur þ, þó logi lágt
minn lampi, og kaupið hrökkvi ei til,
að hans ég vildi hafa sess?
     já hvort ég vil!

                         Franklin P. Adams

Magnús Ásgeirsson þýddi.

Góða nótt
HeartSleepingHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.