Við hvern á Skap ofsi að sakast?

Það er nú spurningin, fólk sem notar atburði, sem koma upp í þjóðfélaginu/heiminum til að skeyta ofsa sínum á, þarf nú að mínu mati að fara í sjálfsskoðun ( ég meina þetta vel) Hvað hefur þessi skapofsi eða einhver annar sem svona framkvæmir, upp úr krafsinu? Ekkert, nema ef vera skildi að hlakka yfir sínum gjörning heima í eldhúsi, er það eitthvað gaman, skil það nú ekki, þegar enginn veit nema hann.

Ekki virðist auðvelt að finna manninn, eða eru þeir kannski of fámennir hjá löggunni til að sinna þessu, kannski finnst ráðamönnum þetta bara allt í lagi, "Nei varla"
En hvar kaupir maðurinn alla þessa málningu og ekki er hann blankur því hún er ekki gefin slettan sú.

Ekki er ég nú að láta þetta frá mér að því að ég sé á móti andspyrnu, síður en svo gerið allt sem  ykkur dettur í hug, og eiginlega er ég alveg hissa á hvað fólk er rólegt, en því finnst kannski flestu að málin gangi bara hratt og vel fyrir sig. Ekki mér.

Ég var í hópi fólks hér um daginn og allir voru á háa C-inu vegna þessa og hins, ég sagði nú bara hægan, hefur eitthvað komið endanlegt út úr þessu málinu eða hinu, nei það var ekki komið, nú þá þarf ekki að argast út í það strax, og svo er hin stóra spurning, höfum við svo gjörla vit á hvað er að gerast, engin hefur sagt okkur það. Mjög algengt er, maður heyrir mann segja frá einhverju, já og svo spyr maður um framhaldið, ÆI nei fréttin hafði þá ekki öll verið lesin, en það stóð ekki á því að básúnast.

Vill endilega benda fólki á að þeir sem gera allt á laun hvort sem það er í skjóli myrkurs eða heima í eldhúsi, götuhornum, kaffihúsum og eða hvar sem er komið fram og látið heyra í ykkur á réttum vettvangi, því við þurfum að láta í okkur glymja, við eigum ekki fyrir mat eða öðrum nauðsynjum.

Góðar stundir.


mbl.is Rauðri málningu slett á hús Hreiðars Más
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

,, þeir sem gera allt á laun hvort sem það er í skjóli myrkurs eða ". Það er einmitt þannig sem útrásarvíkingar/þjófar á borð við Hreiðar Má unnu sín myrkraverk við markaðsmisnotkun.

Stefán (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 09:20

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Erum við eitthvað bættari með sömu aðferðir, en svo er ég á þeirri skoðun að eftirlitið brást algjörlega, og annað, héldum við virkilega sem viti borið fólk að
það væru til svona miklir peningar.
Það hefði átt að grípa inn í  og fara eftir lögum.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 24.9.2009 kl. 09:24

3 identicon

Sem vitiborið fólk héldum við einmitt að það væru EKKI til svona miklir peningar. Útrásarvíkingarnir/þjófarnir lugu hins vegar alltaf öðru að okkur og blekktu bæði almenning og stjórnvöld. Og ekki vantaði að þetta lið rifi líka kjaft við dani, breta og aðra sem vöruðu okkur við. Þvílíkt lygapakk ! Svo flaug forsetinn út og suður með þessu liði á einkaþotunum og er annþá að bulla um þetta í erlenda fjölmiðla. Var forsetinn algjörlega heilaþveginn þarna í háloftunum ? 

Stefán (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 09:51

4 identicon

Því miður hefur þessi málningaslettugangur ekkert að gera með þá sem fá þær á húsin sín. Þeir fá bara menn til þess að þrífa málninguna af og tryggingarnar borga og tryggingarnar hjá almenningi hækka ennþá meira. Ef þeir þyrftu að þrífa þetta af sjálfir þá væri kannski einhver tilgangur með þessu.

Ertu búin að horfa á nýjasta myndbandi hjá Jóni Gerald?

Kíktu endilega á það og horfðu á hvernig það er enn verið að hafa fjármuni af almenningi.

Hafðu það gott elskuleg.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 11:00

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Stefán ef við vissum að það voru ekki til svona miklir peningar hver er þá afsökunin fyrir því að láta ljúga að okkur. Svo ætla ég að biðja þig að viðhafa ekki svona ljót orð um fólk sem er ekki búið að dæma.
Við erum ekki dómarar góði og hættu nú að láta svona

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 24.9.2009 kl. 11:39

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Jónína mín ég fór í fyrsta skipti inn á þessa síðu, eða ég man ekki eftir að hafa lesið þar fyrr, ekki ætla ég að lasta þennan mann en tel að hann sé bara að skara að sinni köku eins og hinir, ef ekkert hrunið hefði orðið þá hefði hann bara haldið áfram að vera undirlægja vina sinna á Íslandi og búið erlendis áfram.
Svo er hann bara að telja upp allan sorann sem við vissum um og er búin að viðgangast í tuga ára.

Knús knús ljúfust
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 24.9.2009 kl. 12:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband