Kæru vinir: " Ég vildi "

Ég vildi gjarnan geta hjálpað öllum
og gefið þeim sem lítið eiga til,
hvern veikan bróður varið þyngstum föllum
og veitt þeim skjól er þurfa ljós og yl.

Ég vildi geta vermt hvert kvalið hjarta
og vökvað blóm er þurrkur sverfur að,
og burtu hrakið hryggðarmyrkrið svarta
svo hvergi neinn það ætti samastað.

Ég vildi líka gera gott úr illu,
og greiða brautir þess sem villtur fer
og hjálpa þeim sem vaða í vegavillu,
sem vita ei hvaða stefna réttust er.

Á göngu lífs ég löngu er vegamóður
og lítils er að vænta því af mér.

Með hjálp og aðstoð þinni, guð minn góður,
ég get þó margt ef viljinn nógur er
.

Guð veri með ykkur kæra fjölskylda og megi
þið ná að fá fúsleika til að taka við blessun hans.

Elsku Ásthildur og fjöldskylda, þið verðið
í mínum bænum elskurnar mínar.

Milla og fjölskylda


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband