Sérkennilegir dagar.
10.10.2009 | 20:33
Það var farið frekar seint að sofa í gærkveldi, eða um hálf ellefu, Hún svaf hjá okkur litla ljósið og sofnaði ég með henni í gestarúminu, vaknaði svo um tvö og skreið inn í mitt rúm hún þessi elska svaf í alla nótt inni í gestaherbergi, en það er yfirleitt þannig er hún sefur að hún hertekur alveg afa rúm svo er Neró þarna einhversstaðar og afi liggur út á ystu brún, en hann um það, ég ýti bara smá í hana og þá færir hún sig, en hann lætur undan.
Jæja ég vaknaði eldsnemma og hún trítlaði fram um 8 leitið það var nú farið að horfa á skrípó, borðaður morgunmatur og spjallað.
Pabbi hennar kom svo undir hádegi og fengum við okkur hádegissnarl saman. Milla var að vinna til tvö, en svo var verið að fara í smá vinnu niður í verbúð, Aþena Marey fékk að fara til Hjalta Karls frænda síns og vera þar á meðan.
En vitið, mér finnst svona óveðursdagar svolítið öðruvísi, í dag hef ég til dæmis verið að horfa á kertaljósin sem voru kveikt hér, hugsaði um þá sem eiga um sárt að binda og hvað ég er vanmáttug, það er svo lítið sem ekki neitt hægt að gera, nema að biðja, og biðja, fyrir öllum sem eiga um sárt að binda, þeir eru svo margir sem hafa misst og einnig sem eru með mikið veik börn og önnur skyldmenni.
Mér verður einnig hugsað til þess hvað það er ekki sjálfgefið að ég sé glöð, eigi góða að, að ég elski fólkið mitt og það mig.
Auðvitað bjátar eitthvað að hjá mér eins og öðrum, en ég trúi því að það bjargist allt saman og að þeir sem eru veikir nái sér á strik.
Guð veri með okkur öllum
Jæja ég vaknaði eldsnemma og hún trítlaði fram um 8 leitið það var nú farið að horfa á skrípó, borðaður morgunmatur og spjallað.
Pabbi hennar kom svo undir hádegi og fengum við okkur hádegissnarl saman. Milla var að vinna til tvö, en svo var verið að fara í smá vinnu niður í verbúð, Aþena Marey fékk að fara til Hjalta Karls frænda síns og vera þar á meðan.
En vitið, mér finnst svona óveðursdagar svolítið öðruvísi, í dag hef ég til dæmis verið að horfa á kertaljósin sem voru kveikt hér, hugsaði um þá sem eiga um sárt að binda og hvað ég er vanmáttug, það er svo lítið sem ekki neitt hægt að gera, nema að biðja, og biðja, fyrir öllum sem eiga um sárt að binda, þeir eru svo margir sem hafa misst og einnig sem eru með mikið veik börn og önnur skyldmenni.
Mér verður einnig hugsað til þess hvað það er ekki sjálfgefið að ég sé glöð, eigi góða að, að ég elski fólkið mitt og það mig.
Auðvitað bjátar eitthvað að hjá mér eins og öðrum, en ég trúi því að það bjargist allt saman og að þeir sem eru veikir nái sér á strik.
Guð veri með okkur öllum
Athugasemdir
Hjartaknús í hús og ljúfar kveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 10.10.2009 kl. 23:14
Takk fyrir svona fallegt blogg
Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 11.10.2009 kl. 00:15
Dreymi þig fallega Milla mín..Var að koma heim úr vinnustaðasamkvæmi og er því seint á fótum..Góða nótt.
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 11.10.2009 kl. 00:27
Kærleik til ykkar inn í gleðilegan sunnudag.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.10.2009 kl. 08:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.