Hefur þú upplifað, eða hefur þú trú á?

Vona að ég hafi vit til að halda rétt á spilunum.

SporðdrekiSporðdreki: Það eru miklir umbreytingatímar og þú færð tækifæri til að öðlast mikla reynslu ef þú heldur rétt á spilunum. Láttu neikvæðni annarra ekki draga úr þér.

Í nótt vaknaði ég alveg glaðvaknaði, fór fram á wc-ið taldi að ég væri búin að sofa eina átta tíma svo hress var ég, en nei hún var bara þrjú, fór upp í aftur, en að ég sofnaði, nei af og frá, ekki var ég óróleg eða neitt slíkt heldur lá bara og hugsaði um af hverju það væri svona mikill þrístingur alveg frá höfði og niður í tær er svo sem ekki óvön honum, en alveg síðan fyrir helgi hefur hann verið, en mikill friður fylgir þessu, merkilegt að er mesta óveðrið var þá var ég ekkert hrædd eins og ég er vön að vera bara sallaróleg, og er ég leit út þá fannst mér allt vera svo tært.

þegar svona er og ég ligg í rúminu mínu og hugsanirnar um hugann þjóta, læðast, eða bara eru engar, horfi yfir herbergið og fram á gang allsstaðar kemur skíma frá útiljósum, saltkristalnum og seríum sem ég er með inni í stofu, en einnig skuggar sem hreyfast eins og þeir séu að leysa eitthvert verkefni og mér líður vel.

Þurfti að fara fram á C-ið þá var klukkan fimm sofnaði fljótlega eftir það, en vaknaði hálf sjö ekki mikill svefn það en ef ég verð syfjuð í dag þá fæ ég mér bara lúr.

Hitti Gísla minn áðan frammi á c-inu og ég sagði góðan daginn Gísli minnGrin hann sagði góðan daginnAngry ég spurði er ekki allt í lagi? (vissi alveg hvað var að hrjá hann) Svaraði Angry svaf illa í nótt, ég sagði að það hefði nú enga þýðingu að vera með fílu út í það, svo þið sjáið ég mætti neikvæðninni  strax í morgunsárið, en hlæ bara að henni, en hann kann heldur ekki að biðja um hjálpina eins og ég.

Ég hef upplifað og hef trú á að ég muni halda rétt á spilunum.

Njótið dagsins
Milla
Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Njóttu líðandi stundar Milla mín. 

Ía Jóhannsdóttir, 12.10.2009 kl. 08:22

2 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Góðan dag Milla mín.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 12.10.2009 kl. 08:27

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

 hafðu það gott í dag elskan mín.

Ásdís Sigurðardóttir, 12.10.2009 kl. 11:59

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sömuleiðis snúllur

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.10.2009 kl. 12:52

5 identicon

Það er gott að vera í núinu Milla mín og það hefur þú örugglega verið þarna í nótt.

Knúserí.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 18:06

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk Jónína mín, já tel að ég hafi verið það annars hefði mér ekki liðið vel.
Knúsí knús og takk fyrir mig

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.10.2009 kl. 20:36

7 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Aaaahhhh Friðurinn eini sanni hann er ástandið sem við sækjumst eftir

Ragnhildur Jónsdóttir, 13.10.2009 kl. 21:58

8 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Já, kannast við svona svör en læt eins og vind um eyru þjota.Undanfarið hef ég vaknað um  6 en reint að bæla mig. Knús og kveðja. Verðum að hittast aftur bráðum.

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 14.10.2009 kl. 01:04

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Kærleik til þín Ragnhildur mín

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.10.2009 kl. 12:40

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Dúna mín bara best að njóta þess að vera í rúminu er maður vaknar svona snemma. Þú veist að þú ert alltaf velkomin og með makann með ef hann vil.
Mundi bara njóta þess að fá ykkur

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.10.2009 kl. 12:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband